Eftirliti með snyrtistofum ábótavant Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 28. mars 2024 08:00 Í kastljósi á RÚV á þriðjudag var fjallað um eftirlit með snyrtistofum vegna hugsanlegs mansals og eftirlits með fagmenntun þeirra sem starfa þar. Snyrtifræði er löggild iðngrein hér á landi og er varin í lögum um handiðnað. Á grundvelli þeirra laga ber lögreglu að hafa eftirlit með framkvæmd ákvæða laganna. Það er ljóst að lítið sem ekkert eftirlit er haft með snyrtistofum hér á landi og réttindum þeirra sem þar starfa. Hvað þá eftirlit með öðrum ólöglegum athæfum líkt mansali sem er öllu alvarlegri og athæfi sem aldrei á að líða. Í vetur hef ég lagt fram fyrirspurnir til dómsmálaráðherra á Alþingi um eftirlit með snyrtistofum hér á landi sem staðfestir umfjöllunina um vöntun á eftirliti. Í svari við fyrirspurn minni kom fram að samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra hefur lögreglan á síðastliðnum þremur árum haft til rannsóknar tvær snyrtistofur vegna brota á lögum um handiðnað, á grundvelli ábendingar, en í báðum tilvikum var rannsókn hætt. Ekki var svarað hversu mörgum snyrtistofum lögreglan hefur haft eftirlit með til þess að kanna hvort starfsmenn uppfylli skilyrði þess að starfa sem snyrtifræðingar í samræmi við lög um handiðnað, og gefur svarið vísbendingu um hversu virkt eftirlitið er. Verjum lögverndaða iðnmenntun Þeir snyrtifræðingar sem starfa hér á landi hafa sótt sér menntun og reynslu samkvæmt þeim stöðlum sem settir hafa verið. Þá menntun ber að virða líkt og aðra iðnmenntun. Okkur ber líka einnig að fagna erlendum iðnmeisturum sem koma hingað til lands og sannarlega eru með fagmenntun til slíkra starfa. Þá er nauðsynlegt að heilbrigðiseftirlitið og vinnueftirlitið skerpi á eftirlitinu og að staðfest sé með einhverjum ferlum að þeir sem starfi í greininni séu með löggildingu í faginu. Lélegt eftirlit með snyrtistofum vekur einnig upp spurningar hvort sama sé upp á teningnum þegar kemur að eftirliti öðrum iðngreinum sem falla undir lög um handiðnað. Á undanförnum árum hefur eftirspurn aukist hér á landi eftir iðnaðarfólki og öllum vinnandi höndum á því sviði verið fagnað. En það þarf að fylgja eftir með eðlilegu eftirliti þannig að iðnaðarfólk sem fyrir eru geti treyst því að sömu kröfur séu gerðar til allra sem starfa í faginu og ekki síst til þess að önnur ólögleg starfsemi fái síður að blómstra hér á landi. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í kastljósi á RÚV á þriðjudag var fjallað um eftirlit með snyrtistofum vegna hugsanlegs mansals og eftirlits með fagmenntun þeirra sem starfa þar. Snyrtifræði er löggild iðngrein hér á landi og er varin í lögum um handiðnað. Á grundvelli þeirra laga ber lögreglu að hafa eftirlit með framkvæmd ákvæða laganna. Það er ljóst að lítið sem ekkert eftirlit er haft með snyrtistofum hér á landi og réttindum þeirra sem þar starfa. Hvað þá eftirlit með öðrum ólöglegum athæfum líkt mansali sem er öllu alvarlegri og athæfi sem aldrei á að líða. Í vetur hef ég lagt fram fyrirspurnir til dómsmálaráðherra á Alþingi um eftirlit með snyrtistofum hér á landi sem staðfestir umfjöllunina um vöntun á eftirliti. Í svari við fyrirspurn minni kom fram að samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra hefur lögreglan á síðastliðnum þremur árum haft til rannsóknar tvær snyrtistofur vegna brota á lögum um handiðnað, á grundvelli ábendingar, en í báðum tilvikum var rannsókn hætt. Ekki var svarað hversu mörgum snyrtistofum lögreglan hefur haft eftirlit með til þess að kanna hvort starfsmenn uppfylli skilyrði þess að starfa sem snyrtifræðingar í samræmi við lög um handiðnað, og gefur svarið vísbendingu um hversu virkt eftirlitið er. Verjum lögverndaða iðnmenntun Þeir snyrtifræðingar sem starfa hér á landi hafa sótt sér menntun og reynslu samkvæmt þeim stöðlum sem settir hafa verið. Þá menntun ber að virða líkt og aðra iðnmenntun. Okkur ber líka einnig að fagna erlendum iðnmeisturum sem koma hingað til lands og sannarlega eru með fagmenntun til slíkra starfa. Þá er nauðsynlegt að heilbrigðiseftirlitið og vinnueftirlitið skerpi á eftirlitinu og að staðfest sé með einhverjum ferlum að þeir sem starfi í greininni séu með löggildingu í faginu. Lélegt eftirlit með snyrtistofum vekur einnig upp spurningar hvort sama sé upp á teningnum þegar kemur að eftirliti öðrum iðngreinum sem falla undir lög um handiðnað. Á undanförnum árum hefur eftirspurn aukist hér á landi eftir iðnaðarfólki og öllum vinnandi höndum á því sviði verið fagnað. En það þarf að fylgja eftir með eðlilegu eftirliti þannig að iðnaðarfólk sem fyrir eru geti treyst því að sömu kröfur séu gerðar til allra sem starfa í faginu og ekki síst til þess að önnur ólögleg starfsemi fái síður að blómstra hér á landi. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun