Hin endanlega lausn Þorsteinn Siglaugsson skrifar 31. mars 2024 07:31 „Hin mikla frásögn samfélags okkar er frásögn vélhyggjunnar, frásögn þar sem maðurinn er smættaður niður hreina líffræðilega tilvist. Frásögn sem hunsar algerlega sálræna og táknræna vídd manneskjunnar. Þessi sýn á manninn er kjarni vandans.” Þetta segir sálfræðingurinn Mattias Desmet í grein sem birtist í belgísku dagblaði snemma árs 2020 og bar titilinn "Óttinn við kórónuveiruna er hættulegri en veiran sjálf", en Desmet heldur einmitt erindi á málþingisamtakanna Frelsis og ábyrgðar og Málfrelsis þann 4. apríl næstkomandi. Þessi efnisgrein lýsir kjarna hugsunar Desmets um stöðu mannsins í nútímanum og firringuna sem gripið hefur um sig. Sálsýkin sem tók völdin 2020 var að hans mati aðeins hápunktur þróunar sem staðið hefur lengi og á sér rætur í vestrænni hugsunarhefð sem tók að mótast við upphaf Nýaldar. Vélhyggjan og hinar endanlegu lausnir Desmet vitnar til heimspekingsins Hönnu Arendt sem í kjölfar hryllings síðari heimstyrjaldarinnar lýsti því hvernig hún teldi mannlegt samfélag standa frammi fyrir einstæðum vandamálum. Þetta var að Helförinni aflokinni, lausninni endanlegu þar sem allt siðferði hvarf í skugga vísindalegrar nákvæmni við útrýmingu heillar þjóðar sem talin var óæskileg, sem talin var ógna "lýðheilsunni" í þeim skilningi sem nasistar lögðu í það hugtak. Frægasta verk Arendt er einmitt greining á fjöldamorðingjanum Adolf Eichmann, opinbera starfsmanninum sem í anda vélhyggjunnar áleit það sitt eina hlutverk, hina einu dyggð, að uppfylla hryllilegt hlutverk sitt af verkfræðilegri nákvæmni og sá eftir því einu að það hefði ekki tekist til fulls. Árið 2020 var hin endanlega lausn að útrýma kórónuveirunni. Öllu mátti fórna, þeim fátæku, börnum og unglingum, samfélaginu í heild sinni, bara til að smitast ekki af veiru sem flestum var alveg hættulaus. Það var gert, og síðar var hrópað á útilokun þeirra frá samfélaginu sem höfnuðu þátttöku í hinni fyrirfram dauðadæmdu tilraunastarfsemi. „Það er vissulega til nokkuð sem heitir samfélag“ sagði Boris Johnson í þann mund sem hann drap samfélagið í dróma. Fyrir honum var samfélag ekki það flókna net mannlegra samskipta sem samfélag er, þvert á móti var hugmynd hans um samfélag múgur, trylltur af hræðslu, tilbúinn að fórna öllu til að þjóna sjúklegum ótta, og stjórnvöld sem litu á það sem sitt helsta hlutverk að næra óttann. Frásögn vélhyggjunnar elur af sér endanlegar lausnir. Nýjasta endanlega lausnin virðist mörgum vera markviss tilraun til að hrekja á brott eða jafnvel útrýma litlu þjóðarbroti sem - svo kaldhæðnislegt sem það er - virðist ógna yfirráðum þjóðar sem á sínum tíma var reynt að útrýma með þeirri lokalausn sem í Helförinni fólst. Og aðrir halda því jafnvel fram að á meðal þjóðarbrotsins sjálfs séu einhverjir þeirrar skoðunar að reka þurfi endahnút á einmitt þá lokalausn. Mannréttindum fórnað í nafni mannréttinda Hver var hin endanlega lausn í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ sem Bandaríkin, Bretland og meðreiðarsveinar þeirra, þar með talið íslensk stjórnvöld hófu í kjölfar árásanna þann 11. september 2001? Kjarni hennar fólst í atlögu gegn mannréttindum. Hundruð saklausra manna voru meðal annars færðir í einangrunarbúðir utan laga og réttar og haldið þar árum, jafnvel áratugum saman. Og stríðið var sagt snúast um einmitt vernd þeirra mannréttinda sem stríðsherrarnir réðust gegn. „Það skiptir ekki máli hvort þú ert saklaus eða sekur“ sagði fulltrúi CIA við Máritaníumanninn Mohamedou Ould Slahi sem þola mátti 15 ára vist í Guantanamo einangrunarbúðunum þar sem hann var pyntaður og niðurlægður, alsaklaus, eftir að hafa verið rænt af bandarísku leyniþjónustunni. Hvers vegna? Vegna þess eins að hann var Íslamstrúar segir hann. „Með tímanum gleymdi ég öllu, hverri einustu bæn, hverju einasta versi“ sagði Mohamedou á einhverjum eftirminnilegasta fundi sem ég hef sótt. „Ég kunni Kóraninn utanbókar. En í fangavistinni gleymdi ég öllu. Það eina sem ég mundi var það sem amma mín kenndi mér, að fyrir hvert góðverk sem þú gerir mun Allah gera tíu góðverk á þér“. „En ég er ekki reiður“ Þegar ég kom til fundarins vissi ég það eitt að þar myndi tala maður sem hafði eytt þriðjungi ævinnar í haldi miskunnarlausra stríðsherra. Það fór eiginlega ekki saman hljóð og mynd þegar þessi maður sté í pontu og tók að tala. Því þarna fór ekki bitur maður, fullur heiftar og sjálfsvorkunnar, heldur maður sem lífshamingjan og kærleikurinn geislaði af. Hann talaði um reynslu sína, um allt sem hann hafði misst, og um líf sitt nú. Þegar maður sem kvaðst hafa setið saklaus í tvö ár í fangelsi hérlendis spurði hann hvernig hann tækist á við reiðina svaraði Mohamedou: "En ég er ekki reiður. Ég hef fyrirgefið allt." Og hann sem hafði verið pyntaður og niðurlægður í á annan áratug lét ekki eitt andartak á sér finna að honum þættu örlög þess sem spurði neitt síður alvarleg en sín eigin. Hin endanlega lausn vélhyggjunnar á hlutskipti mannsins er meðvitundarlaus einstaklingur með næringu í æð, einangraður í dauðhreinsuðu umhverfi segir Desmet í The Psychology of Totalitarianism. Á slíkan einstakling bíta engar veirur, engar tilvistarkreppur hrjá hann, hann er laus við ótta og gleði, honum mæta engin áföll. Og hann þroskast ekki, hann finnur aldrei til þeirrar lífshamingju sem felst í því að takast á við þjáninguna með fyrirgefningu og umburðarlyndi að leiðarljósi: Hann verður aldrei manneskja. Vélhyggjan og hugmyndafræði hennar með sínum endanlegu lausnum hefur beðið skipbrot, því hún er á endanum fjandsamleg manninum sem hugsandi siðferðisveru. Í hennar stað þurfum við nýja sýn á manneskjuna, á samfélagið. Hvað einkennir þá sýn? Því ætla ég ekki að reyna að svara hér og nú. En ég held að reynsla og boðskapur manna á borð við Mohamedou Ould Slahi geti reynst okkur haldgóður vegvísir. Þessari reynslu og þessum boðskap er tilvalið að velta fyrir sér einmitt nú þegar við rifjum upp hvers vegna við höldum páskana hátíðlega. Höfundur er formaður Málfrelsis, samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
„Hin mikla frásögn samfélags okkar er frásögn vélhyggjunnar, frásögn þar sem maðurinn er smættaður niður hreina líffræðilega tilvist. Frásögn sem hunsar algerlega sálræna og táknræna vídd manneskjunnar. Þessi sýn á manninn er kjarni vandans.” Þetta segir sálfræðingurinn Mattias Desmet í grein sem birtist í belgísku dagblaði snemma árs 2020 og bar titilinn "Óttinn við kórónuveiruna er hættulegri en veiran sjálf", en Desmet heldur einmitt erindi á málþingisamtakanna Frelsis og ábyrgðar og Málfrelsis þann 4. apríl næstkomandi. Þessi efnisgrein lýsir kjarna hugsunar Desmets um stöðu mannsins í nútímanum og firringuna sem gripið hefur um sig. Sálsýkin sem tók völdin 2020 var að hans mati aðeins hápunktur þróunar sem staðið hefur lengi og á sér rætur í vestrænni hugsunarhefð sem tók að mótast við upphaf Nýaldar. Vélhyggjan og hinar endanlegu lausnir Desmet vitnar til heimspekingsins Hönnu Arendt sem í kjölfar hryllings síðari heimstyrjaldarinnar lýsti því hvernig hún teldi mannlegt samfélag standa frammi fyrir einstæðum vandamálum. Þetta var að Helförinni aflokinni, lausninni endanlegu þar sem allt siðferði hvarf í skugga vísindalegrar nákvæmni við útrýmingu heillar þjóðar sem talin var óæskileg, sem talin var ógna "lýðheilsunni" í þeim skilningi sem nasistar lögðu í það hugtak. Frægasta verk Arendt er einmitt greining á fjöldamorðingjanum Adolf Eichmann, opinbera starfsmanninum sem í anda vélhyggjunnar áleit það sitt eina hlutverk, hina einu dyggð, að uppfylla hryllilegt hlutverk sitt af verkfræðilegri nákvæmni og sá eftir því einu að það hefði ekki tekist til fulls. Árið 2020 var hin endanlega lausn að útrýma kórónuveirunni. Öllu mátti fórna, þeim fátæku, börnum og unglingum, samfélaginu í heild sinni, bara til að smitast ekki af veiru sem flestum var alveg hættulaus. Það var gert, og síðar var hrópað á útilokun þeirra frá samfélaginu sem höfnuðu þátttöku í hinni fyrirfram dauðadæmdu tilraunastarfsemi. „Það er vissulega til nokkuð sem heitir samfélag“ sagði Boris Johnson í þann mund sem hann drap samfélagið í dróma. Fyrir honum var samfélag ekki það flókna net mannlegra samskipta sem samfélag er, þvert á móti var hugmynd hans um samfélag múgur, trylltur af hræðslu, tilbúinn að fórna öllu til að þjóna sjúklegum ótta, og stjórnvöld sem litu á það sem sitt helsta hlutverk að næra óttann. Frásögn vélhyggjunnar elur af sér endanlegar lausnir. Nýjasta endanlega lausnin virðist mörgum vera markviss tilraun til að hrekja á brott eða jafnvel útrýma litlu þjóðarbroti sem - svo kaldhæðnislegt sem það er - virðist ógna yfirráðum þjóðar sem á sínum tíma var reynt að útrýma með þeirri lokalausn sem í Helförinni fólst. Og aðrir halda því jafnvel fram að á meðal þjóðarbrotsins sjálfs séu einhverjir þeirrar skoðunar að reka þurfi endahnút á einmitt þá lokalausn. Mannréttindum fórnað í nafni mannréttinda Hver var hin endanlega lausn í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ sem Bandaríkin, Bretland og meðreiðarsveinar þeirra, þar með talið íslensk stjórnvöld hófu í kjölfar árásanna þann 11. september 2001? Kjarni hennar fólst í atlögu gegn mannréttindum. Hundruð saklausra manna voru meðal annars færðir í einangrunarbúðir utan laga og réttar og haldið þar árum, jafnvel áratugum saman. Og stríðið var sagt snúast um einmitt vernd þeirra mannréttinda sem stríðsherrarnir réðust gegn. „Það skiptir ekki máli hvort þú ert saklaus eða sekur“ sagði fulltrúi CIA við Máritaníumanninn Mohamedou Ould Slahi sem þola mátti 15 ára vist í Guantanamo einangrunarbúðunum þar sem hann var pyntaður og niðurlægður, alsaklaus, eftir að hafa verið rænt af bandarísku leyniþjónustunni. Hvers vegna? Vegna þess eins að hann var Íslamstrúar segir hann. „Með tímanum gleymdi ég öllu, hverri einustu bæn, hverju einasta versi“ sagði Mohamedou á einhverjum eftirminnilegasta fundi sem ég hef sótt. „Ég kunni Kóraninn utanbókar. En í fangavistinni gleymdi ég öllu. Það eina sem ég mundi var það sem amma mín kenndi mér, að fyrir hvert góðverk sem þú gerir mun Allah gera tíu góðverk á þér“. „En ég er ekki reiður“ Þegar ég kom til fundarins vissi ég það eitt að þar myndi tala maður sem hafði eytt þriðjungi ævinnar í haldi miskunnarlausra stríðsherra. Það fór eiginlega ekki saman hljóð og mynd þegar þessi maður sté í pontu og tók að tala. Því þarna fór ekki bitur maður, fullur heiftar og sjálfsvorkunnar, heldur maður sem lífshamingjan og kærleikurinn geislaði af. Hann talaði um reynslu sína, um allt sem hann hafði misst, og um líf sitt nú. Þegar maður sem kvaðst hafa setið saklaus í tvö ár í fangelsi hérlendis spurði hann hvernig hann tækist á við reiðina svaraði Mohamedou: "En ég er ekki reiður. Ég hef fyrirgefið allt." Og hann sem hafði verið pyntaður og niðurlægður í á annan áratug lét ekki eitt andartak á sér finna að honum þættu örlög þess sem spurði neitt síður alvarleg en sín eigin. Hin endanlega lausn vélhyggjunnar á hlutskipti mannsins er meðvitundarlaus einstaklingur með næringu í æð, einangraður í dauðhreinsuðu umhverfi segir Desmet í The Psychology of Totalitarianism. Á slíkan einstakling bíta engar veirur, engar tilvistarkreppur hrjá hann, hann er laus við ótta og gleði, honum mæta engin áföll. Og hann þroskast ekki, hann finnur aldrei til þeirrar lífshamingju sem felst í því að takast á við þjáninguna með fyrirgefningu og umburðarlyndi að leiðarljósi: Hann verður aldrei manneskja. Vélhyggjan og hugmyndafræði hennar með sínum endanlegu lausnum hefur beðið skipbrot, því hún er á endanum fjandsamleg manninum sem hugsandi siðferðisveru. Í hennar stað þurfum við nýja sýn á manneskjuna, á samfélagið. Hvað einkennir þá sýn? Því ætla ég ekki að reyna að svara hér og nú. En ég held að reynsla og boðskapur manna á borð við Mohamedou Ould Slahi geti reynst okkur haldgóður vegvísir. Þessari reynslu og þessum boðskap er tilvalið að velta fyrir sér einmitt nú þegar við rifjum upp hvers vegna við höldum páskana hátíðlega. Höfundur er formaður Málfrelsis, samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun