Wow lifir enn góðu lífi í undraheimi Roosevelt Edwards Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2024 09:01 Michele Roosevelt Edwards tókst ekki að endurreisa Wow sem lággjaldaflugfélag en hún hefur náð að koma Wow út í veðreiðar. Vísir/Baldur Hrafnkell/Getty Michele Roosevelt Edwards sendi páskakveðju frá Wow Air til fylgjenda sinna á LinkedIn í ár eins og hún hefur gert síðustu fjögur ár. Hún endurnýtir eldgamlar myndir og auglýsingar með kveðjunum. Þar að auki virðist hún hafa víkkað starfsemina út í veðreiðar með Wow Equine Services. Það er þó nokkur tími liðinn síðan Íslendingar heyrðu síðast minnst á Michele Roosevelt Edwards, betur þekkta hérlendis undir nafninu Michele Ballarin. Hún var fyrirferðarmikil í íslenskum fjölmiðlum á árunum 2019 til 2021 þegar hún ætlaði að endurreisa Wow Air og kaupa hlut í Icelandair. Michele Ballerin kom Íslendingum fyrst almennileg fyrir sjónir þegar hún hélt eftirminnilega blaðamannafund þar sem hún sagðist ætla að endurreisa flugfélagið og hefja flug strax á innan við mánuði. Næstu tvö árin tók við skrítið tímabil þar sem Ballarin, lögmaðurinn Páll Ágúst Ólafsson og almannatengillinn Gunnar Steinn Pálsson héldu því stöðugt fram að flugfélagið væri alveg að fara að rísa á ný. Tíminn leið og ekkert varð úr endurreisn Wow air í formi lággjaldaflugfélags. Hlutafjárútboð Icelandair og dómsmál vegna vangoldinna launa Ef hlaupið er hratt yfir sögu þá birtist Ballarin næst þegar farið var í hlutafjárútboð Icelandair haustið 2020. Hún var þá sögð hafa gert bindandi tilboð upp á sjö milljarða króna í útboðinu sem stjórn Icelandair hafnaði. Ballarin sagði þá að það hafi verið mikil vonbrigði fyrir hana að „drífa ekki alla leið með Icelandair-verkefnið“ en að hún hefði áfram áhuga á að vera í viðskiptum hér á landi á komandi árum. Næst bárust fréttir af því að búið væri að höfða tvö dómsmál gegn Ballarin. Annað sneri að notkun á markaðsefni og hitt um vangoldin laun forritara sem höfðu á endanum betur gegn henni. Sjá einnig: Tvö dómsmál gegn Michele Ballarin Skrautlegasti hluti sögunnar var þó enn eftir, viðtal Kveiks við Ballarin í risastóru sveitasetri hennar í Virginíu í febrúar 2021. Viðtalið sjálft var mjög undarlegt og svo kom á daginn, eins og marga grunaði, að setrið var ekki í eigu hennar og hafði aldrei verið. Washington Post greindi frá því hver raunverulegur eigandi setursins í umfjöllun um málið og að Ballarin hefði ýtt undir samsæriskenninguna „Italygate“ sem gekk út á að ítalskur hakkari hefði breytt atkvæðum Trumps í atkvæði Biden í kosningunum árið 2020. Sumarið 2021 bárust síðustu fréttirnar af endurreisn Wow. Lögmaður Ballarin, sem þá var orðin Roosevelt Edwards, fór fram á að teknar yrðu skýrslur af fyrrverandi stjórnendum WOW vegna horfinna flugrekstrarhandbóka. Degi síðar sóttu forsvarsmenn Wow sóttu um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu. Ekkert varð úr því. Wow-heimur Roosevelt Edwards En Wow Air lifir góðu lífi í Wow-heimi Michele Roosevelt Edwards á LinkedIn-síðu hennar. Síðan sem var stofnuð fyrir fjórum árum er full af alls konar Wow-tengdum tilkynningum og kveðjum. Fyrstu færslurnar lýsa yfir endurreisn Wow Air með tilheyrandi tilkynningum um að flug hefjist á næstunni. Síðan taka við ýmsar færslur um nýja starfsmenn sem hafa bæst við teymi Wow en á einhverjum tímapunkti byrja að birtast nær eingöngu kveðjur af ýmsu tagi. Michele óskar fylgjendum sínum Wow 2024. Á síðunni óskar Roosevelt Edwards fólki gleðilegra páska, gleðilegs þjóðhátíðardags Bandaríkjanna, gleðilegra jóla og gleðilegs nýs árs, allt í nafni Wow air og merkt #wowair. Allar færslurnar sem birtast með myndum eða myndböndum notast við gamalt efni frá Wow. Gamlar myndir af þáverandi flugfreyjum Wow air eða gamlar auglýsingar. Núna fyrir helgi birtist einmitt árleg páskakveðja Wow air frá Roosevelt Edwards en hún hefur passað að senda páskakveðju síðastliðin fjögur ár. Með kveðjunni er gamalt myndband frá 2018 þar sem sjá má litlar páskakanínur og páskaegg í fjólubláum pakkningum. Önnur auglýsing sem hún hefur ítrekað birt í gegnum árin er enn eldri. Sú er frá árinu 2017 og tengist herferð Wow sem hét Wow Miracle og gekk út á það að fólk gat fengið flugmiða að gjöf ef það tók þátt í leik flugfélagsins. Afmæliskveðja til Páls og kappi í Wow-klæðum Það eru þó nokkrar færslur á síðustu tveimur árum sem falla ekki inn í flokk almennra Wow-kveðja til fylgjenda. Annars vegar afmæliskveðja hennar til Páls Ágústs Ólafssonar, sem var lögfræðingur Michele hér á landi. Hana sendi hún fyrir um ári síðan og svaraði hann færslunni með ýmsum tjáknum, spenntum upphandlegg, hjarta og skálandi freyðivínsglösum. Hins vegar eru það ýmsar færslur hennar um Wow Racing og knapann Kieran Shoemark en sú fyrsta birtist fyrir ellefu mánuðum síðan. Þar segir að Wow Air tilkynni með stolti að einn fremsti knapi Bretlands, Kieran Shoemark, muni keppa í veðreiðum QIPCO Guineas-hátíðarinnar í Newmarket í Wow Air-keppnisklæðum. Í kjölfarið birtist runa af færslum um knapann. Þar á meðal ein mynd af Michele með Kieran og við hana segir „Kieran Shoemark + WOW Racing. Sigrandi á jörðu niðri og í háloftunum“. Miðað við myndirnar virðast tengsl Wow við Shoemark raunveruleg þó Wow virðist fremur styrktaraðili en nokkuð annað. Sérstök heimasíða í kringum veðreiðahlutann Wow Equine Services hefur verið stofnuð þó það sé ekki ljóst í hverju sú hestaþjónustan felst. Shoemark og Roosevelt Edwards í góðum félagsskap.Skjáskot Saga knapans Kieran Shoemark er líka býsna áhugaverð. Shoemark þótti einn efnilegasti knapi Bretlands þegar hann var dæmdur í sex mánað keppnisbann árið 2018 eftir að kókaín mældist í lyfjaprófi. Hann var þá aðeins 21 árs gamall. Shoemark tókst að vinna úr sínum málum og sneri fljótt aftur á hestbak og hefur síðan þá verið ötull talsmaður þess að knapar séu oftar lyfjaprófaðir. Í ár tók Shoemark við af ítölsku veðreiðagoðsögninni Frankie Dettori sem knapi þjálfarans John Gosden, einum sigursælasta veðreiðaþjálfara Bretlands. Shoemark er bara eitt púslið í skemmtilegum undraheimi Roosevelt Edwards þar sem er ekki alveg ljóst hvað er satt og hvað ekki. Eitt er þó víst, að ári liðnu mun Michele senda páskakveðju fyrir hönd Wow Air. Fréttir af flugi Hestaíþróttir WOW Air Icelandair Bretland Bandaríkin Páskar Tengdar fréttir John Oliver gerir stólpagrín að Michele Ballarin John Oliver tekur íslandsvininn Michele Roosevelt Edwards, betur þekkta sem Michele Ballarin, fyrir í þætti sínum Last Week Tonight sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Umfjöllun Kveiks er meðal þess sem Oliver notar til að hæða Ballarin. 29. júní 2021 12:20 Starfsmenn Play mættu ekki til að gefa skýrslur vegna flugrekstrarhandbóka WOW Eini tilgangurinn með málshöfðun USAerospace Partners Inc. vegna flugrekstrarbóka WOW var að „halda áfram þeim leikþætti sem sóknaraðili og fyrirsvarsmenn hans hafa haldið uppi með reglubundnum hætti“ frá stofnun flugfélagsins Play. 29. september 2021 06:50 Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila sem haldi á hlutunum fyrir sig. Hún sé þó raunverulegur eigandi hlutanna, en er þó ekki á meðal tuttugu stærstu hluthafa samkvæmt hluthafalista. 4. febrúar 2021 20:47 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Það er þó nokkur tími liðinn síðan Íslendingar heyrðu síðast minnst á Michele Roosevelt Edwards, betur þekkta hérlendis undir nafninu Michele Ballarin. Hún var fyrirferðarmikil í íslenskum fjölmiðlum á árunum 2019 til 2021 þegar hún ætlaði að endurreisa Wow Air og kaupa hlut í Icelandair. Michele Ballerin kom Íslendingum fyrst almennileg fyrir sjónir þegar hún hélt eftirminnilega blaðamannafund þar sem hún sagðist ætla að endurreisa flugfélagið og hefja flug strax á innan við mánuði. Næstu tvö árin tók við skrítið tímabil þar sem Ballarin, lögmaðurinn Páll Ágúst Ólafsson og almannatengillinn Gunnar Steinn Pálsson héldu því stöðugt fram að flugfélagið væri alveg að fara að rísa á ný. Tíminn leið og ekkert varð úr endurreisn Wow air í formi lággjaldaflugfélags. Hlutafjárútboð Icelandair og dómsmál vegna vangoldinna launa Ef hlaupið er hratt yfir sögu þá birtist Ballarin næst þegar farið var í hlutafjárútboð Icelandair haustið 2020. Hún var þá sögð hafa gert bindandi tilboð upp á sjö milljarða króna í útboðinu sem stjórn Icelandair hafnaði. Ballarin sagði þá að það hafi verið mikil vonbrigði fyrir hana að „drífa ekki alla leið með Icelandair-verkefnið“ en að hún hefði áfram áhuga á að vera í viðskiptum hér á landi á komandi árum. Næst bárust fréttir af því að búið væri að höfða tvö dómsmál gegn Ballarin. Annað sneri að notkun á markaðsefni og hitt um vangoldin laun forritara sem höfðu á endanum betur gegn henni. Sjá einnig: Tvö dómsmál gegn Michele Ballarin Skrautlegasti hluti sögunnar var þó enn eftir, viðtal Kveiks við Ballarin í risastóru sveitasetri hennar í Virginíu í febrúar 2021. Viðtalið sjálft var mjög undarlegt og svo kom á daginn, eins og marga grunaði, að setrið var ekki í eigu hennar og hafði aldrei verið. Washington Post greindi frá því hver raunverulegur eigandi setursins í umfjöllun um málið og að Ballarin hefði ýtt undir samsæriskenninguna „Italygate“ sem gekk út á að ítalskur hakkari hefði breytt atkvæðum Trumps í atkvæði Biden í kosningunum árið 2020. Sumarið 2021 bárust síðustu fréttirnar af endurreisn Wow. Lögmaður Ballarin, sem þá var orðin Roosevelt Edwards, fór fram á að teknar yrðu skýrslur af fyrrverandi stjórnendum WOW vegna horfinna flugrekstrarhandbóka. Degi síðar sóttu forsvarsmenn Wow sóttu um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu. Ekkert varð úr því. Wow-heimur Roosevelt Edwards En Wow Air lifir góðu lífi í Wow-heimi Michele Roosevelt Edwards á LinkedIn-síðu hennar. Síðan sem var stofnuð fyrir fjórum árum er full af alls konar Wow-tengdum tilkynningum og kveðjum. Fyrstu færslurnar lýsa yfir endurreisn Wow Air með tilheyrandi tilkynningum um að flug hefjist á næstunni. Síðan taka við ýmsar færslur um nýja starfsmenn sem hafa bæst við teymi Wow en á einhverjum tímapunkti byrja að birtast nær eingöngu kveðjur af ýmsu tagi. Michele óskar fylgjendum sínum Wow 2024. Á síðunni óskar Roosevelt Edwards fólki gleðilegra páska, gleðilegs þjóðhátíðardags Bandaríkjanna, gleðilegra jóla og gleðilegs nýs árs, allt í nafni Wow air og merkt #wowair. Allar færslurnar sem birtast með myndum eða myndböndum notast við gamalt efni frá Wow. Gamlar myndir af þáverandi flugfreyjum Wow air eða gamlar auglýsingar. Núna fyrir helgi birtist einmitt árleg páskakveðja Wow air frá Roosevelt Edwards en hún hefur passað að senda páskakveðju síðastliðin fjögur ár. Með kveðjunni er gamalt myndband frá 2018 þar sem sjá má litlar páskakanínur og páskaegg í fjólubláum pakkningum. Önnur auglýsing sem hún hefur ítrekað birt í gegnum árin er enn eldri. Sú er frá árinu 2017 og tengist herferð Wow sem hét Wow Miracle og gekk út á það að fólk gat fengið flugmiða að gjöf ef það tók þátt í leik flugfélagsins. Afmæliskveðja til Páls og kappi í Wow-klæðum Það eru þó nokkrar færslur á síðustu tveimur árum sem falla ekki inn í flokk almennra Wow-kveðja til fylgjenda. Annars vegar afmæliskveðja hennar til Páls Ágústs Ólafssonar, sem var lögfræðingur Michele hér á landi. Hana sendi hún fyrir um ári síðan og svaraði hann færslunni með ýmsum tjáknum, spenntum upphandlegg, hjarta og skálandi freyðivínsglösum. Hins vegar eru það ýmsar færslur hennar um Wow Racing og knapann Kieran Shoemark en sú fyrsta birtist fyrir ellefu mánuðum síðan. Þar segir að Wow Air tilkynni með stolti að einn fremsti knapi Bretlands, Kieran Shoemark, muni keppa í veðreiðum QIPCO Guineas-hátíðarinnar í Newmarket í Wow Air-keppnisklæðum. Í kjölfarið birtist runa af færslum um knapann. Þar á meðal ein mynd af Michele með Kieran og við hana segir „Kieran Shoemark + WOW Racing. Sigrandi á jörðu niðri og í háloftunum“. Miðað við myndirnar virðast tengsl Wow við Shoemark raunveruleg þó Wow virðist fremur styrktaraðili en nokkuð annað. Sérstök heimasíða í kringum veðreiðahlutann Wow Equine Services hefur verið stofnuð þó það sé ekki ljóst í hverju sú hestaþjónustan felst. Shoemark og Roosevelt Edwards í góðum félagsskap.Skjáskot Saga knapans Kieran Shoemark er líka býsna áhugaverð. Shoemark þótti einn efnilegasti knapi Bretlands þegar hann var dæmdur í sex mánað keppnisbann árið 2018 eftir að kókaín mældist í lyfjaprófi. Hann var þá aðeins 21 árs gamall. Shoemark tókst að vinna úr sínum málum og sneri fljótt aftur á hestbak og hefur síðan þá verið ötull talsmaður þess að knapar séu oftar lyfjaprófaðir. Í ár tók Shoemark við af ítölsku veðreiðagoðsögninni Frankie Dettori sem knapi þjálfarans John Gosden, einum sigursælasta veðreiðaþjálfara Bretlands. Shoemark er bara eitt púslið í skemmtilegum undraheimi Roosevelt Edwards þar sem er ekki alveg ljóst hvað er satt og hvað ekki. Eitt er þó víst, að ári liðnu mun Michele senda páskakveðju fyrir hönd Wow Air.
Fréttir af flugi Hestaíþróttir WOW Air Icelandair Bretland Bandaríkin Páskar Tengdar fréttir John Oliver gerir stólpagrín að Michele Ballarin John Oliver tekur íslandsvininn Michele Roosevelt Edwards, betur þekkta sem Michele Ballarin, fyrir í þætti sínum Last Week Tonight sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Umfjöllun Kveiks er meðal þess sem Oliver notar til að hæða Ballarin. 29. júní 2021 12:20 Starfsmenn Play mættu ekki til að gefa skýrslur vegna flugrekstrarhandbóka WOW Eini tilgangurinn með málshöfðun USAerospace Partners Inc. vegna flugrekstrarbóka WOW var að „halda áfram þeim leikþætti sem sóknaraðili og fyrirsvarsmenn hans hafa haldið uppi með reglubundnum hætti“ frá stofnun flugfélagsins Play. 29. september 2021 06:50 Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila sem haldi á hlutunum fyrir sig. Hún sé þó raunverulegur eigandi hlutanna, en er þó ekki á meðal tuttugu stærstu hluthafa samkvæmt hluthafalista. 4. febrúar 2021 20:47 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
John Oliver gerir stólpagrín að Michele Ballarin John Oliver tekur íslandsvininn Michele Roosevelt Edwards, betur þekkta sem Michele Ballarin, fyrir í þætti sínum Last Week Tonight sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Umfjöllun Kveiks er meðal þess sem Oliver notar til að hæða Ballarin. 29. júní 2021 12:20
Starfsmenn Play mættu ekki til að gefa skýrslur vegna flugrekstrarhandbóka WOW Eini tilgangurinn með málshöfðun USAerospace Partners Inc. vegna flugrekstrarbóka WOW var að „halda áfram þeim leikþætti sem sóknaraðili og fyrirsvarsmenn hans hafa haldið uppi með reglubundnum hætti“ frá stofnun flugfélagsins Play. 29. september 2021 06:50
Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila sem haldi á hlutunum fyrir sig. Hún sé þó raunverulegur eigandi hlutanna, en er þó ekki á meðal tuttugu stærstu hluthafa samkvæmt hluthafalista. 4. febrúar 2021 20:47