„Aldrei teflt í tvísýnu með öryggi gesta eða starfsfólks“ Árni Sæberg skrifar 6. apríl 2024 13:23 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins. Vísir/Einar Fyrstu gestirnir í þrjár vikur dýfðu tánum í Bláa lónið klukkan tólf á hádegi. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu fagnar opnuninni og segir fyllsta öryggis gætt. Bláa lónið var rýmt þann 16. mars síðastliðinn þegar eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni og hefur verið lokað síðan. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, fagnar því að geta opnað lónið. „Tilfinningin er góð, að geta opnað og tekið á móti ferðamönnum.“ Ákvörðun tekin í góðu samráði við yfirvöld Í tilkynningu frá Úlfari Lúðvíkssyni, Lögreglustjóranum á Suðurnesjum í gær sagði að það væri enn mat hans að ógn geti stafað af hraunrennsli og gasmengun í Grindavík og inn í Svartsengi við núverandi aðstæður. Það hafi verið ákvörðun Bláa lónsins, í samráði við Lögreglustjóra, að opna á ný. „Við höfum farið vel yfir áhættumatið sem hefur verið útbúið og farið yfir þær öryggisráðstafanir og viðbragðsáætlanir sem liggja til grundvallar. Við höfum unnið þetta vel með utanaðkomandi sérfræðingum og hann eins og aðrir að fullu upplýstir um það hvernig við höfum undirbúið opnunina og veitt leyfi til þess. Ég hef ekki fundið fyrir öðru en góðu samráði og góðu samtali og góðum skilningi líka fyrir mikilvægi þess að geta haldið starfseminni opinni,“ segir Helga. Fara hægt og rólega af stað Helga segist gera ráð fyrir því að opnunin fari rólega af stað, enda hafi verið lokað í heilar þrjár vikur. Gestum fari vonandi fjölgandi eftir því sem líður á vorið. „Það er okkar markmið að lifa með jarðhræringunum í okkar nærumhverfi. Það kallar á það að við þurfum að geta aðlagað starfsemina og opnunartíma eftir gas- og vindaspám á hverjum degi. Þannig að við erum auðvitað að vinna að og rýna það gríðarlega vel á hverjum degi. Markmiðið okkar er að sjálfsögðu að það verði aldrei teflt í tvísýnu með öryggi gesta eða starfsfólks.“ Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Bláa lónið var rýmt þann 16. mars síðastliðinn þegar eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni og hefur verið lokað síðan. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, fagnar því að geta opnað lónið. „Tilfinningin er góð, að geta opnað og tekið á móti ferðamönnum.“ Ákvörðun tekin í góðu samráði við yfirvöld Í tilkynningu frá Úlfari Lúðvíkssyni, Lögreglustjóranum á Suðurnesjum í gær sagði að það væri enn mat hans að ógn geti stafað af hraunrennsli og gasmengun í Grindavík og inn í Svartsengi við núverandi aðstæður. Það hafi verið ákvörðun Bláa lónsins, í samráði við Lögreglustjóra, að opna á ný. „Við höfum farið vel yfir áhættumatið sem hefur verið útbúið og farið yfir þær öryggisráðstafanir og viðbragðsáætlanir sem liggja til grundvallar. Við höfum unnið þetta vel með utanaðkomandi sérfræðingum og hann eins og aðrir að fullu upplýstir um það hvernig við höfum undirbúið opnunina og veitt leyfi til þess. Ég hef ekki fundið fyrir öðru en góðu samráði og góðu samtali og góðum skilningi líka fyrir mikilvægi þess að geta haldið starfseminni opinni,“ segir Helga. Fara hægt og rólega af stað Helga segist gera ráð fyrir því að opnunin fari rólega af stað, enda hafi verið lokað í heilar þrjár vikur. Gestum fari vonandi fjölgandi eftir því sem líður á vorið. „Það er okkar markmið að lifa með jarðhræringunum í okkar nærumhverfi. Það kallar á það að við þurfum að geta aðlagað starfsemina og opnunartíma eftir gas- og vindaspám á hverjum degi. Þannig að við erum auðvitað að vinna að og rýna það gríðarlega vel á hverjum degi. Markmiðið okkar er að sjálfsögðu að það verði aldrei teflt í tvísýnu með öryggi gesta eða starfsfólks.“
Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira