Telur að ríkisstjórnin lifi þetta ekki af Bjarki Sigurðsson skrifar 8. apríl 2024 15:46 Sigmar Guðmundsson er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, kallar eftir því að Íslendingar kjósi til Alþingis þar sem ríkisstjórnin hafi engan vilja til þess að gera betri hluti fyrir þjóðina. Hann segir atburðarás síðustu daga afar áhugaverða. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Sigmar að loknum þingfundi í dag. Þingfundurinn var einungis þrjár mínútur þar sem forseti Alþingis las upp tilkynningar og sleit að lokum fundi. Sigmar segist taka því fagnandi. „Við gerðum mjög miklar athugasemdir við það að það væru fullt af stjórnarmálum á dagskrá og óundirbúinn fyrirspurnatími með ráðherrum sem enginn veit hvort verði í embætti í þeim ráðuneytum lengur. Þannig við fögnum því að forseti hafi tekið tillit til þess sem stjórnarandstaðan hafði fram að færa og það staðfestir að hér situr starfsstjórn í landinu og hún á ekkert með það að mæla fyrir málum sem við vitum ekki enn hvort er þingmeirihluti fyrir,“ segir Sigmar. Klippa: Kallar eftir kosningum Verði ekki miklar breytingar Hann segir það vera áhugavert að flokkar sem hafa starfað saman í ríkisstjórn í tæp sjö ár taki svo langan tíma til að átta sig á því hvort þeir vilji halda áfram að vinna saman eftir að forsætisráðherra baðst lausnar. „Mér finnst þetta segja okkur að ef þau ná saman þá verði ekki mikil breyting á því sem við höfum orðið vitni af, sem er að eini stöðugleikinn er sá að það er stöðugur óstöðugleiki,“ segir Sigmar. Alltaf sömu vandræðin Hann reiknar með því að erfiðast sé fyrir forystumenn flokkanna að ná lendingu um hvernig eigi að haga ríkisfjármálum og hver stefnan sé í orkumálunum. „Mér finnst líka mjög áhugavert þegar Sjálfstæðisflokkurinn talar um að það þurfi ná einhverri lendingu í útlendingamálum því þau eru nýbúin að halda blaðamannafund um að það sé komin einhver skýr stefna og sýn í útlendingamálum og hælisleitendamálum. Þannig þau eru bara að vandræðast með nákvæmlega sömu málaflokka og við höfum séð vandræði hjá þeim með allt kjörtímabilið,“ segir Sigmar. Vill kosningar Hann sér ekki fyrir sér að ríkisstjórnin lifi fram á næsta haust. „Ég get ekki séð að það gerist, maður skal samt aldrei fullyrða neitt um það. En við sjáum að erindið er búið og ég held þau viti það alveg sjálf. Það er kannski óttinn við kosningar sem heldur þeim í stólunum heldur en það að það sé knýjandi vilji til þess að þessi stjórn fari að gera einhverja betri hluti. Ég held að þetta sé komið á endastöð og það er komið að því að kjósendur þessa lands gangi að kjörborðinu,“ segir Sigmar. Alþingi Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Sigmar að loknum þingfundi í dag. Þingfundurinn var einungis þrjár mínútur þar sem forseti Alþingis las upp tilkynningar og sleit að lokum fundi. Sigmar segist taka því fagnandi. „Við gerðum mjög miklar athugasemdir við það að það væru fullt af stjórnarmálum á dagskrá og óundirbúinn fyrirspurnatími með ráðherrum sem enginn veit hvort verði í embætti í þeim ráðuneytum lengur. Þannig við fögnum því að forseti hafi tekið tillit til þess sem stjórnarandstaðan hafði fram að færa og það staðfestir að hér situr starfsstjórn í landinu og hún á ekkert með það að mæla fyrir málum sem við vitum ekki enn hvort er þingmeirihluti fyrir,“ segir Sigmar. Klippa: Kallar eftir kosningum Verði ekki miklar breytingar Hann segir það vera áhugavert að flokkar sem hafa starfað saman í ríkisstjórn í tæp sjö ár taki svo langan tíma til að átta sig á því hvort þeir vilji halda áfram að vinna saman eftir að forsætisráðherra baðst lausnar. „Mér finnst þetta segja okkur að ef þau ná saman þá verði ekki mikil breyting á því sem við höfum orðið vitni af, sem er að eini stöðugleikinn er sá að það er stöðugur óstöðugleiki,“ segir Sigmar. Alltaf sömu vandræðin Hann reiknar með því að erfiðast sé fyrir forystumenn flokkanna að ná lendingu um hvernig eigi að haga ríkisfjármálum og hver stefnan sé í orkumálunum. „Mér finnst líka mjög áhugavert þegar Sjálfstæðisflokkurinn talar um að það þurfi ná einhverri lendingu í útlendingamálum því þau eru nýbúin að halda blaðamannafund um að það sé komin einhver skýr stefna og sýn í útlendingamálum og hælisleitendamálum. Þannig þau eru bara að vandræðast með nákvæmlega sömu málaflokka og við höfum séð vandræði hjá þeim með allt kjörtímabilið,“ segir Sigmar. Vill kosningar Hann sér ekki fyrir sér að ríkisstjórnin lifi fram á næsta haust. „Ég get ekki séð að það gerist, maður skal samt aldrei fullyrða neitt um það. En við sjáum að erindið er búið og ég held þau viti það alveg sjálf. Það er kannski óttinn við kosningar sem heldur þeim í stólunum heldur en það að það sé knýjandi vilji til þess að þessi stjórn fari að gera einhverja betri hluti. Ég held að þetta sé komið á endastöð og það er komið að því að kjósendur þessa lands gangi að kjörborðinu,“ segir Sigmar.
Alþingi Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira