Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals Saga Kjartansdóttir og Halldór Oddsson skrifa 11. apríl 2024 16:01 Rúmar fimm vikur eru liðnar frá aðgerðum lögreglu þann 5. mars sl., þegar veitingastöðum í eigu Davíðs Viðarssonar var lokað og þau skilaboð gefin út til ætlaðra þolenda að framtíð þeirra á Íslandi yrði tryggð. Nú í vikunni kynntu stjórnvöld loksins fyrir ætluðum þolendum útfærslu sína á því sem skiptir fólkið mestu fyrir framtíð þeirra á Íslandi, þ.e.a.s. hvaða dvalar- og atvinnuleyfi standa þeim til boða. Með útfærslu stjórnvalda er einungis hluta hópsins tryggð öll þau sömu réttindi og þau höfðu fyrir 5. mars, það er framhaldandi rétt til fjölskyldusameiningar og óskertan rétt til að sækja um ótímabundið dvalarleyfi. Sá hluti hópsins sem ekki er kominn í nýtt starf fer hins vegar, að óbreyttu, á svokallað umþóttunarleyfi fyrir þolendur mansals, að mánuði liðnum. Fólki er með öðrum orðum gefinn frestur til 15. maí til að finna nýtt starf, að öðrum kosti fara þau á síðra dvalarleyfien þau voru á þann 5. mars og í einhverjum tilfellum er fyrirhuguð fjölskyldusameining í uppnámi. Útfærsla stjórnvalda í málinu er undirrituðum mikil vonbrigði. ASÍ hefur um langt skeið bent á mikilvægi þess að í málum sem þessum sé framtíð ætlaðra þolenda tryggð og í því samhengi skiptir höfuðmáli að réttindi þolenda hvað varðar dvalar- og atvinnuleyfi verði ekki lakari en þau voru áður en ráðist var í aðgerðirnar. ASÍ hefur ítrekað gert grein fyrir þessum sjónarmiðum frá því að málið kom upp, m.a. á fundum með dómsmálaráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Framangreind sjónarmið byggja m.a. á hinum ýmsu skýrslum og meðmælum alþjóðastofnana og sérfræðinga um hvernig best sé að haga viðbrögðum er upp koma vinnumansalsmál. Sjónarmið sem byggja á sérstaklega flóknu eðli slíkra afbrota. Hér skiptir öllu að stjórnvöld standi með þolendum. Um er að ræða fólk sem hefur lagt á sig miklar fjárhagslegar og sálrænar fórnir til að geta búið sér og fjölskyldum sínum trygga framtíð á Íslandi. Fólkið kom til Íslands eftir að hafa selt allar eigur sínar í heimalandinu, með draum um að leggja hart að sér í vinnu og skapa sér bjartari framtíð. Að mati undirritaðra er fyrirliggjandi niðurstaða stjórnvalda afleit. Verði henni ekki breytt og sanngjarnt tillit tekið til stöðu og hagsmuna þess fólks sem málið varðar eru allar líkur á að til lengri tíma verði þolendur vinnumansals ekki tilbúin til samstarfs við að upplýsa mál sem varða skipulagða brotastarfsemi í landinu. Því verður ekki trúað að vilji stjórnvalda sé sá að gefið verði eftir í baráttu gegn svo alvarlegum lögbrotum. Með vísan í allt framangreint skora undirrituð á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína, standa með þolendum og gera betur. Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur á lögfræði- og vinnumarkaðssviðiHalldór Oddsson, sviðsstjóri lögfræði- og vinnumarkaðssviðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Mansal Vinnumarkaður Mál Davíðs Viðarssonar Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Sjá meira
Rúmar fimm vikur eru liðnar frá aðgerðum lögreglu þann 5. mars sl., þegar veitingastöðum í eigu Davíðs Viðarssonar var lokað og þau skilaboð gefin út til ætlaðra þolenda að framtíð þeirra á Íslandi yrði tryggð. Nú í vikunni kynntu stjórnvöld loksins fyrir ætluðum þolendum útfærslu sína á því sem skiptir fólkið mestu fyrir framtíð þeirra á Íslandi, þ.e.a.s. hvaða dvalar- og atvinnuleyfi standa þeim til boða. Með útfærslu stjórnvalda er einungis hluta hópsins tryggð öll þau sömu réttindi og þau höfðu fyrir 5. mars, það er framhaldandi rétt til fjölskyldusameiningar og óskertan rétt til að sækja um ótímabundið dvalarleyfi. Sá hluti hópsins sem ekki er kominn í nýtt starf fer hins vegar, að óbreyttu, á svokallað umþóttunarleyfi fyrir þolendur mansals, að mánuði liðnum. Fólki er með öðrum orðum gefinn frestur til 15. maí til að finna nýtt starf, að öðrum kosti fara þau á síðra dvalarleyfien þau voru á þann 5. mars og í einhverjum tilfellum er fyrirhuguð fjölskyldusameining í uppnámi. Útfærsla stjórnvalda í málinu er undirrituðum mikil vonbrigði. ASÍ hefur um langt skeið bent á mikilvægi þess að í málum sem þessum sé framtíð ætlaðra þolenda tryggð og í því samhengi skiptir höfuðmáli að réttindi þolenda hvað varðar dvalar- og atvinnuleyfi verði ekki lakari en þau voru áður en ráðist var í aðgerðirnar. ASÍ hefur ítrekað gert grein fyrir þessum sjónarmiðum frá því að málið kom upp, m.a. á fundum með dómsmálaráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Framangreind sjónarmið byggja m.a. á hinum ýmsu skýrslum og meðmælum alþjóðastofnana og sérfræðinga um hvernig best sé að haga viðbrögðum er upp koma vinnumansalsmál. Sjónarmið sem byggja á sérstaklega flóknu eðli slíkra afbrota. Hér skiptir öllu að stjórnvöld standi með þolendum. Um er að ræða fólk sem hefur lagt á sig miklar fjárhagslegar og sálrænar fórnir til að geta búið sér og fjölskyldum sínum trygga framtíð á Íslandi. Fólkið kom til Íslands eftir að hafa selt allar eigur sínar í heimalandinu, með draum um að leggja hart að sér í vinnu og skapa sér bjartari framtíð. Að mati undirritaðra er fyrirliggjandi niðurstaða stjórnvalda afleit. Verði henni ekki breytt og sanngjarnt tillit tekið til stöðu og hagsmuna þess fólks sem málið varðar eru allar líkur á að til lengri tíma verði þolendur vinnumansals ekki tilbúin til samstarfs við að upplýsa mál sem varða skipulagða brotastarfsemi í landinu. Því verður ekki trúað að vilji stjórnvalda sé sá að gefið verði eftir í baráttu gegn svo alvarlegum lögbrotum. Með vísan í allt framangreint skora undirrituð á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína, standa með þolendum og gera betur. Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur á lögfræði- og vinnumarkaðssviðiHalldór Oddsson, sviðsstjóri lögfræði- og vinnumarkaðssviðs
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun