Bændur eru líka neytendur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 17. apríl 2024 13:01 Í lok mars voru samþykkt á Alþingi lög nr. 30/2024 um framleiðendafélög sem er breyting á búvörulögum nr. 99/1993. Allnokkur stormur hefur verið í fjölmiðlum um þessa lagasetningu og margir sjálfskipaðir sérfræðingar um málefni landbúnaðar tjáð sig um málið. Í umræðum um málið á Alþingi er athyglisvert að sjá afstöðumun einstakra þingmanna til málsins milli annarra og þriðju umræðu. Flestir sammála í annarri umræðu en í þriðju umræðu virðist eins og andhverfa sumra þingmanna hafi mætti í pontu og fundið málinu allt til foráttu. Á undanförnum árum höfum við sem stundum landbúnað skynjað vel þá gjá sem virðist fara stækkandi milli dreifbýlis og þéttbýlis. Að öllum líkindum er sú stökkbreyting sem varð í málflutning einstakra þingmanna milli annarra og þriðju umræðu til marks um áðurnefnda gjá og endurspeglast í þekkingarleysi á málefnum landbúnaðarins. Alþingi til varnar skulum við einnig hafa í huga orð fráfarandi matvælaráðherra í umræðum um málið 21. nóvember sl. þegar hún segir: „Þingið fær að glíma við þetta. Þingið fær að sýna hvað í því býr.“ Það hefur verið skrifaður fjöldi skýrslna undanfarin ár sem hafa bent á nauðsyn þessarar lagasetningar og ég ætla að hrósa Alþingi fyrir að hafa stigið þetta skref og sýnt hvað í því býr. Sú samkeppni sem við stöndum frammi fyrir kemur erlendis frá og í öllum samanburði er íslenski markaðurinn örmarkaður. Þá er rétt að minna á þá staðreynd að krafan um ódýran mat er í raun ekkert annað en dýr blekking. Sjálfur hef ég í mínu búskap undanfarin ár verið að selja hluta af þeim afurðum sem ég framleiði beint frá býli. Í samtölum mínu við neytendur skynja ég mikinn velvilja neytenda í garð innlendrar framleiðslu sem virkar eins og vítamínsprauta á að halda áfram að gera það sem ég er að gera. Helstu ástæður dvínandi framleiðsluvilja bænda undanfarin ár, eru fyrst og fremst langvarandi afkomuleysi og sú staðreynd að kjör þeirra sem stunda landbúnað hafa dregist verulega saman í samanburði við kjör annarra stétta í landinu. Á vef Hagstofunnar má finna upplýsingar um atvinnutekjur skattskyldra einstaklinga á Íslandi. Árið 2022 voru meðalatvinnutekjur þeirra einstaklinga sem höfðu skráðar atvinnutekjur 624 þúsund krónur á mánuði. Í samantekt Byggðastofnunnar frá því í maí 2022 eru skilgreind nokkur mikilvæg sauðfjárræktarsvæði á landinu. Á meðfylgjandi mynd eru atvinnutekjur á landinu öllu bornar saman við atvinnutekjur í sveitarfélögum skv. skilgreiningu Byggðastofnunnar og meðallaun á sauðfjárbúum skv. gagnasöfnun RML árið 2022. Mánaðarlaun sauðfjárbúa eru 45,5% af meðalmánaðarlaunum í landinu árið 2022. Er skrítið að framleiðsluvilji bænda hafi dvínað við þessi rekstrarskilyrði? Samanburður á atvinnutekjum (mánaðarlaunum) á landinu öllu, mikilvægum sauðfjársvæðum skv. skilgreiningu Byggðastofnunnar og á sauðfjárbúum á landinu öllu árið 2022. Á undanförnum 20 árum hefur framleiðsla dilkakjöts á hverja vetrarfóðraða kind aukist um 20% skv. gögnum Hagstofunnar. Það endurspeglast í því að breytilegur kostnaður á föstu verðlagi hefur nánast staðið í stað á hvert kíló dilkakjöts samanber greiningu Landbúnaðarháskóla Íslands síðan í maí 2021. Þar segir: „Meðaltal breytilegs kostnaðar er 474 kr./kg að meðaltali árin 2017–2019 samanborið við 479 kr./kg fyrir allt tímabilið frá og með 1998.“ Bændur eru fyrst og fremst að kalla eftir sanngjarnari skiptingu vöruverðs milli frumframleiðenda, afurðastöðvar og verslunar. Þar er munurinn mikill eftir ólíkum greinum. Frumframleiðandi kjötvara er að fá að jafnaði 30-35% af útsöluverði vörunnar í búð í sinni hlut meðan frumframleiðandi á útiræktuðu grænmeti er að fá 50-60% af útsöluverði í búð, breytilegt eftir tegundum. Samkeppni við innlendan landbúnað kemur öll erlendis frá vegna smæðar markaðar og svo máttleysis stjórnvalda þegar kemur að tollum á búvörur. Höfum það hugfast að launakjör verkafólks erlendis eru allt önnur en launakjör verkafólks á Íslandi. Sú staðreynd skýrir að hluta að innflutta varan er ódýrari en sú innlenda. Erum við sem þjóð stolt af því? Er sjálfgefið að það verði alltaf til nægur matur erlendis til að flytja til Íslands? Í mörgum ríkjum telja menn sig hafa fundið út að lausnin á loftlagsvanda þjóða sé að fækka búfé vegna gasmengunar frá dýrum, en það hefur þær afleiðingar í för með sér að framleiðslan verður dýrari, framboð vörunnar dregst saman og það er alls ekki sjálfgefið að erlendis verði gnógt framboðs af þeirri vöru sem þarf til að metta mannfólk á Íslandi. Það kemur því spánskt fyrir sjónir að Félag atvinnurekenda og Neytendasamtökin séu komin í eina sæng saman um að nýsamþykkt breyting á búvörulögum sé stórhættuleg íslensku samfélagi. Er það virkilega svo að hagsmunir stórkaupmanna og hagsmunir neytenda séu þeir sömu í þessu máli? Þarna held ég að menn skorti þekkingu og vilja til að kynna sér staðreyndir málsins. Ég held að Neytendasamtökin ættu að hafa mun meiri áhyggjur af dvínandi framleiðsluvilja bænda um allan heim og hver áhrif þess verða til skemmri og lengri tíma á markað með matvörur. Við þurfum jú öll á bónda að halda á hverjum degi því maturinn verður ekki til í vél á færibandi í búðinni. Nýsamþykktar breytingar á búvörulögum veita kjötafurðastöðvum sömu tækifæri og lengi hafa þekkst í nágrannalöndum okkar til hagræðingar í rekstri. Þetta á að vera neytendum til hagsbóta og skila sér í sanngjarnara verði til bænda. Bændur eru líka neytendur – áfram íslenskur landbúnaður og innlend framleiðsla öllum neytendum til hagsbóta um ókomna tíð. Höfundur er sauðfjár- og grænmetisbóndi, formaður deildar sauðfjárbænda í Bændasamtökunum og á sæti í stjórn BÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Alþingi Eyjólfur Ingvi Bjarnason Mest lesið Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok mars voru samþykkt á Alþingi lög nr. 30/2024 um framleiðendafélög sem er breyting á búvörulögum nr. 99/1993. Allnokkur stormur hefur verið í fjölmiðlum um þessa lagasetningu og margir sjálfskipaðir sérfræðingar um málefni landbúnaðar tjáð sig um málið. Í umræðum um málið á Alþingi er athyglisvert að sjá afstöðumun einstakra þingmanna til málsins milli annarra og þriðju umræðu. Flestir sammála í annarri umræðu en í þriðju umræðu virðist eins og andhverfa sumra þingmanna hafi mætti í pontu og fundið málinu allt til foráttu. Á undanförnum árum höfum við sem stundum landbúnað skynjað vel þá gjá sem virðist fara stækkandi milli dreifbýlis og þéttbýlis. Að öllum líkindum er sú stökkbreyting sem varð í málflutning einstakra þingmanna milli annarra og þriðju umræðu til marks um áðurnefnda gjá og endurspeglast í þekkingarleysi á málefnum landbúnaðarins. Alþingi til varnar skulum við einnig hafa í huga orð fráfarandi matvælaráðherra í umræðum um málið 21. nóvember sl. þegar hún segir: „Þingið fær að glíma við þetta. Þingið fær að sýna hvað í því býr.“ Það hefur verið skrifaður fjöldi skýrslna undanfarin ár sem hafa bent á nauðsyn þessarar lagasetningar og ég ætla að hrósa Alþingi fyrir að hafa stigið þetta skref og sýnt hvað í því býr. Sú samkeppni sem við stöndum frammi fyrir kemur erlendis frá og í öllum samanburði er íslenski markaðurinn örmarkaður. Þá er rétt að minna á þá staðreynd að krafan um ódýran mat er í raun ekkert annað en dýr blekking. Sjálfur hef ég í mínu búskap undanfarin ár verið að selja hluta af þeim afurðum sem ég framleiði beint frá býli. Í samtölum mínu við neytendur skynja ég mikinn velvilja neytenda í garð innlendrar framleiðslu sem virkar eins og vítamínsprauta á að halda áfram að gera það sem ég er að gera. Helstu ástæður dvínandi framleiðsluvilja bænda undanfarin ár, eru fyrst og fremst langvarandi afkomuleysi og sú staðreynd að kjör þeirra sem stunda landbúnað hafa dregist verulega saman í samanburði við kjör annarra stétta í landinu. Á vef Hagstofunnar má finna upplýsingar um atvinnutekjur skattskyldra einstaklinga á Íslandi. Árið 2022 voru meðalatvinnutekjur þeirra einstaklinga sem höfðu skráðar atvinnutekjur 624 þúsund krónur á mánuði. Í samantekt Byggðastofnunnar frá því í maí 2022 eru skilgreind nokkur mikilvæg sauðfjárræktarsvæði á landinu. Á meðfylgjandi mynd eru atvinnutekjur á landinu öllu bornar saman við atvinnutekjur í sveitarfélögum skv. skilgreiningu Byggðastofnunnar og meðallaun á sauðfjárbúum skv. gagnasöfnun RML árið 2022. Mánaðarlaun sauðfjárbúa eru 45,5% af meðalmánaðarlaunum í landinu árið 2022. Er skrítið að framleiðsluvilji bænda hafi dvínað við þessi rekstrarskilyrði? Samanburður á atvinnutekjum (mánaðarlaunum) á landinu öllu, mikilvægum sauðfjársvæðum skv. skilgreiningu Byggðastofnunnar og á sauðfjárbúum á landinu öllu árið 2022. Á undanförnum 20 árum hefur framleiðsla dilkakjöts á hverja vetrarfóðraða kind aukist um 20% skv. gögnum Hagstofunnar. Það endurspeglast í því að breytilegur kostnaður á föstu verðlagi hefur nánast staðið í stað á hvert kíló dilkakjöts samanber greiningu Landbúnaðarháskóla Íslands síðan í maí 2021. Þar segir: „Meðaltal breytilegs kostnaðar er 474 kr./kg að meðaltali árin 2017–2019 samanborið við 479 kr./kg fyrir allt tímabilið frá og með 1998.“ Bændur eru fyrst og fremst að kalla eftir sanngjarnari skiptingu vöruverðs milli frumframleiðenda, afurðastöðvar og verslunar. Þar er munurinn mikill eftir ólíkum greinum. Frumframleiðandi kjötvara er að fá að jafnaði 30-35% af útsöluverði vörunnar í búð í sinni hlut meðan frumframleiðandi á útiræktuðu grænmeti er að fá 50-60% af útsöluverði í búð, breytilegt eftir tegundum. Samkeppni við innlendan landbúnað kemur öll erlendis frá vegna smæðar markaðar og svo máttleysis stjórnvalda þegar kemur að tollum á búvörur. Höfum það hugfast að launakjör verkafólks erlendis eru allt önnur en launakjör verkafólks á Íslandi. Sú staðreynd skýrir að hluta að innflutta varan er ódýrari en sú innlenda. Erum við sem þjóð stolt af því? Er sjálfgefið að það verði alltaf til nægur matur erlendis til að flytja til Íslands? Í mörgum ríkjum telja menn sig hafa fundið út að lausnin á loftlagsvanda þjóða sé að fækka búfé vegna gasmengunar frá dýrum, en það hefur þær afleiðingar í för með sér að framleiðslan verður dýrari, framboð vörunnar dregst saman og það er alls ekki sjálfgefið að erlendis verði gnógt framboðs af þeirri vöru sem þarf til að metta mannfólk á Íslandi. Það kemur því spánskt fyrir sjónir að Félag atvinnurekenda og Neytendasamtökin séu komin í eina sæng saman um að nýsamþykkt breyting á búvörulögum sé stórhættuleg íslensku samfélagi. Er það virkilega svo að hagsmunir stórkaupmanna og hagsmunir neytenda séu þeir sömu í þessu máli? Þarna held ég að menn skorti þekkingu og vilja til að kynna sér staðreyndir málsins. Ég held að Neytendasamtökin ættu að hafa mun meiri áhyggjur af dvínandi framleiðsluvilja bænda um allan heim og hver áhrif þess verða til skemmri og lengri tíma á markað með matvörur. Við þurfum jú öll á bónda að halda á hverjum degi því maturinn verður ekki til í vél á færibandi í búðinni. Nýsamþykktar breytingar á búvörulögum veita kjötafurðastöðvum sömu tækifæri og lengi hafa þekkst í nágrannalöndum okkar til hagræðingar í rekstri. Þetta á að vera neytendum til hagsbóta og skila sér í sanngjarnara verði til bænda. Bændur eru líka neytendur – áfram íslenskur landbúnaður og innlend framleiðsla öllum neytendum til hagsbóta um ókomna tíð. Höfundur er sauðfjár- og grænmetisbóndi, formaður deildar sauðfjárbænda í Bændasamtökunum og á sæti í stjórn BÍ.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir Skoðun
Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir Skoðun
Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun