„Þetta lítur svolítið út eins og eldstöðin sé að taka við sér aftur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. apríl 2024 11:45 Vatn við Bárðarbungu. vísir/RAX Jarðskjálftinn sem mældist í Bárðarbunguöskjunni í morgun gæti verið til marks um að eldstöðin sé að taka við sér. Þetta segir náttúruvársérfræðingur sem mælir aukna virkni á svæðinu. Skjálftinn var 5,4 að stærð og sá stærsti sem mælst hefur í Bárðarbungu frá eldgosinu í Holuhrauni árið 2015. Jarðskjálftinn mældist klukkan rúmlega tuttugu mínútur í sjö þegar landsmenn voru flestir við fasta svefn. Nokkrir eftirskjálftar mældust í kjölfarið, sá stærsti 2,5 að stærð. Hildur María Friðriksdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Hann var 5,4 sem er stærsti skjálfri sem hefur mælst frá umbrotunum árið 2014 til 2015 þegar gaus í Holuhrauni þannig þetta lítur svolítið út eins og eldstöðin sé að taka við sér aftur og gæti verið upphafið að löngu ferli.“ Ferli sem getur tekið nokkur ár. Ekki er talið nauðsynlegt að auka vöktun á svæðinu enda er hún töluverð. Skjálftinn sem mældist í morgun fannst lítillega í flestum landshlutum. En ef það fer allt af stað, hvernig gos verður í Bárðarbungu? „Það gæti náttúrulega verið annað gos eins og í Holuhrauni, hraungos, þar sem kvikugangur fer af stað og það gýs þarna frá eldstöðinni en svo er alltaf möguleiki að það gjósi í eldstöðinni sjálfri og þá gæti komið sprengigos, líkt og hefur komið í Grímsvötnum.“ Virkni eykst á svæðinu Hún telur mjög ólíklegt að eitthvað gerist á næstunni. Engin hrina sé á svæðinu. „Við erum bara að sjá núna að það hefur frá því í febrúar aukist jarðskjálftavirknin og hún er enn að aukast á svæðinu. Sömuleiðis sjáum við smá breytingu í jarðskorpuhreyfingum sem byrjaði reyndar snemma í fyrra þannig hún er hægt og rólega að taka við sér og vakna til lífsins eftir síðustu umbrot. En eins og ég segi gæti þetta verið upphafið að mjög löngu ferli,“ sagði Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur. Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Jarðskjálftinn mældist klukkan rúmlega tuttugu mínútur í sjö þegar landsmenn voru flestir við fasta svefn. Nokkrir eftirskjálftar mældust í kjölfarið, sá stærsti 2,5 að stærð. Hildur María Friðriksdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Hann var 5,4 sem er stærsti skjálfri sem hefur mælst frá umbrotunum árið 2014 til 2015 þegar gaus í Holuhrauni þannig þetta lítur svolítið út eins og eldstöðin sé að taka við sér aftur og gæti verið upphafið að löngu ferli.“ Ferli sem getur tekið nokkur ár. Ekki er talið nauðsynlegt að auka vöktun á svæðinu enda er hún töluverð. Skjálftinn sem mældist í morgun fannst lítillega í flestum landshlutum. En ef það fer allt af stað, hvernig gos verður í Bárðarbungu? „Það gæti náttúrulega verið annað gos eins og í Holuhrauni, hraungos, þar sem kvikugangur fer af stað og það gýs þarna frá eldstöðinni en svo er alltaf möguleiki að það gjósi í eldstöðinni sjálfri og þá gæti komið sprengigos, líkt og hefur komið í Grímsvötnum.“ Virkni eykst á svæðinu Hún telur mjög ólíklegt að eitthvað gerist á næstunni. Engin hrina sé á svæðinu. „Við erum bara að sjá núna að það hefur frá því í febrúar aukist jarðskjálftavirknin og hún er enn að aukast á svæðinu. Sömuleiðis sjáum við smá breytingu í jarðskorpuhreyfingum sem byrjaði reyndar snemma í fyrra þannig hún er hægt og rólega að taka við sér og vakna til lífsins eftir síðustu umbrot. En eins og ég segi gæti þetta verið upphafið að mjög löngu ferli,“ sagði Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur.
Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira