Baldur í lit Anna Lára Pálsdóttir skrifar 22. apríl 2024 10:30 Í norrænni goðafræði var Baldur bestur og mest elskaður allra goða. Hann var kallaður hinn hvíti svo hreinn og flekklaus sem hann var. Baldur hvíti bjó í Breiðablik og einnig þar var allt tandurhreint og óspillt. Nafnbótin, hinn hvíti, sýnir að hér er á ferðinni yfirskilvitleg vera sem er fullkomlega laus við mannlega annmarka. Kristur fékk einmitt sama viðurnefni. Í umræðu um væntanlegan húsráðanda á Bessastöðum þykir mér þjóðin vænta þess að Baldur hvíti sé í forsetaframboði svona líka hvítskúraður og syndlaus. Að þjóðin haldi að í mannheimum fyrirfinnist frambjóðandi sem aldrei hefur sagt neitt sem hann iðrast, aldrei hefur skipt um skoðun, sýnt mannlegan breyskleika eða gert mistök. Fólk er uppteknara af því að grafa upp brestina og benda á þá en að sjá hvaða mannkostir eru til staðar og hvaða erindi viðkomandi á. Vinur minn, Baldur Þórhallsson, er ekki yfirnáttúrulegur eins og nafni hans hinn hvíti. Baldur Þórhallsson er mennskur og kemur í öllum litum regnbogabrúarinnar Bifrastar. Við Baldur erum jafnaldrar og sveitungar. Ég man fyrst eftir Baldri þegar hann tók á móti hópi Norðmanna sem voru í vinabæjarheimsókn, en fjölskylda mín fór með gestina að skoða Ægissíðuhellana. Baldur, sem var þarna um tólf ára aldurinn, veitti framúrskarandi leiðsögn. Ég man að fullorðna fólkinu í ferðinni var tíðrætt um hversu kotroskinn og fróður strákurinn væri. Við Baldur vorum samferða menntaskólaárin fjögur á Laugarvatni. Hann var feiminn og hógvær strákur sem lét ekki mikið fyrir sér fara, hafði gaman af því að ræða heimsmálin og var alltaf í klossum. Baldur fór á dýptina í samtölum og flestir höfðu ekki vanist jafn mikilli þjóðmálaumræðu og honum var greinilega tamt. Hann hafði ávallt góða nærveru og kom fram við alla af sömu virðingu. Ég veit núna að hann fékk hvorki leyfi né rými til þess að vera hann sjálfur á þessum árum. Hann fékk að blómstra síðar en þurfti sannarlega að vinna fyrir því. Útskriftarárgangurinn okkar úr ML er enn þéttur hópur og við hittumst reglulega. Baldur nýtur óumdeildrar virðingar og væntumþykju í hópnum og við treystum hans dómgreind. Baldur hefur skapað sér sess sem virtur fræðimaður og vinsæll kennari en það er ekki síður yndislegt að fylgjast með fallegu fjölskyldunni hans vaxa og dafna. Samband þeirra hjóna við barnsmæður sínar er aðdáunarvert og til eftirbreytni. Baldur er sveitastrákur og Baldur er heimsborgari. Hann er svolítið eins og Forseti, sonur Baldurs hvíta, svo ég haldi mig nú við goðafræðina. Forseti var goð réttlætis og sátta. Ég veit að Baldur verður framúrskarandi forseti. Hann er mikill fagmaður, réttsýnn og vönduð manneskja sem kemur fram af heilindum. Baldur hefur upplifað forréttindi og upphafningu, gleði og sigra en einnig fordóma og jaðarsetningu, sorgir og missi. Aðeins þannig forseti getur skilið þjóð sína. Höfundur er kennsluráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Í norrænni goðafræði var Baldur bestur og mest elskaður allra goða. Hann var kallaður hinn hvíti svo hreinn og flekklaus sem hann var. Baldur hvíti bjó í Breiðablik og einnig þar var allt tandurhreint og óspillt. Nafnbótin, hinn hvíti, sýnir að hér er á ferðinni yfirskilvitleg vera sem er fullkomlega laus við mannlega annmarka. Kristur fékk einmitt sama viðurnefni. Í umræðu um væntanlegan húsráðanda á Bessastöðum þykir mér þjóðin vænta þess að Baldur hvíti sé í forsetaframboði svona líka hvítskúraður og syndlaus. Að þjóðin haldi að í mannheimum fyrirfinnist frambjóðandi sem aldrei hefur sagt neitt sem hann iðrast, aldrei hefur skipt um skoðun, sýnt mannlegan breyskleika eða gert mistök. Fólk er uppteknara af því að grafa upp brestina og benda á þá en að sjá hvaða mannkostir eru til staðar og hvaða erindi viðkomandi á. Vinur minn, Baldur Þórhallsson, er ekki yfirnáttúrulegur eins og nafni hans hinn hvíti. Baldur Þórhallsson er mennskur og kemur í öllum litum regnbogabrúarinnar Bifrastar. Við Baldur erum jafnaldrar og sveitungar. Ég man fyrst eftir Baldri þegar hann tók á móti hópi Norðmanna sem voru í vinabæjarheimsókn, en fjölskylda mín fór með gestina að skoða Ægissíðuhellana. Baldur, sem var þarna um tólf ára aldurinn, veitti framúrskarandi leiðsögn. Ég man að fullorðna fólkinu í ferðinni var tíðrætt um hversu kotroskinn og fróður strákurinn væri. Við Baldur vorum samferða menntaskólaárin fjögur á Laugarvatni. Hann var feiminn og hógvær strákur sem lét ekki mikið fyrir sér fara, hafði gaman af því að ræða heimsmálin og var alltaf í klossum. Baldur fór á dýptina í samtölum og flestir höfðu ekki vanist jafn mikilli þjóðmálaumræðu og honum var greinilega tamt. Hann hafði ávallt góða nærveru og kom fram við alla af sömu virðingu. Ég veit núna að hann fékk hvorki leyfi né rými til þess að vera hann sjálfur á þessum árum. Hann fékk að blómstra síðar en þurfti sannarlega að vinna fyrir því. Útskriftarárgangurinn okkar úr ML er enn þéttur hópur og við hittumst reglulega. Baldur nýtur óumdeildrar virðingar og væntumþykju í hópnum og við treystum hans dómgreind. Baldur hefur skapað sér sess sem virtur fræðimaður og vinsæll kennari en það er ekki síður yndislegt að fylgjast með fallegu fjölskyldunni hans vaxa og dafna. Samband þeirra hjóna við barnsmæður sínar er aðdáunarvert og til eftirbreytni. Baldur er sveitastrákur og Baldur er heimsborgari. Hann er svolítið eins og Forseti, sonur Baldurs hvíta, svo ég haldi mig nú við goðafræðina. Forseti var goð réttlætis og sátta. Ég veit að Baldur verður framúrskarandi forseti. Hann er mikill fagmaður, réttsýnn og vönduð manneskja sem kemur fram af heilindum. Baldur hefur upplifað forréttindi og upphafningu, gleði og sigra en einnig fordóma og jaðarsetningu, sorgir og missi. Aðeins þannig forseti getur skilið þjóð sína. Höfundur er kennsluráðgjafi.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun