Helga Þórisdóttir og fjöregg íslenskrar þjóðar Páll Torfi Önundarson skrifar 23. apríl 2024 11:01 Forseti Íslands, eini þjóðkjörni fulltrúi landsmanna, gegnir grundvallarhlutverki vegna þeirrar ábyrgðar og valds, sem embættinu fylgir. Þeir sem lesið hafa þjóðsögur og ævintýri vita að brothættra fjöreggja sinna þarf hver vel að gæta, ella verða fjörbrot. Forseti Íslands gætir sjálfs fjöreggs þjóðarinnar með þeim möguleika að skrifa ekki undir lög sem hann telur varða líf þjóðarinnar eða rétt landsmanna. Forseti er því öryggisventill sem getur stöðvað samþykkt lög frá sjálfu Alþingi með vísun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar Grímsson beitti málskotsréttinum á neyðarstund í þágu þjóðarinnar þegar Alþingi og ríkisstjórn hafði gefist upp fyrir erlendu fjármálavaldi. Þar sannaðist að þjóðinni hafði borið gæfa til þess að velja sér til forystu manneskju sem hafði menntun, þekkingu á sögu lands og þjóðar, reynslu og kjark til að gæta fjöreggsins. En hvernig velur þjóðin sér frambjóðendur til forsetaembættisins? Í heimi nútímans virðist stundum sem umbúðir skipti meira máli en innihald vörunnar. Áberandi andlit í fjölmiðum, t.d. stjórnmálamenn, andlit sem birtast oft, leikarar, skemmtikraftar og forsvarsmenn þrýstihópa hafa augljóst forskot á aðra frambjóðendur. Hvernig á þjóðin þá að fá að kynnast fólki, sem hugsanlegt er að hafi mest fram að færa vegna menntunar, reynslu og fyrri starfa, en hefur rækt störf sín hljóðlega? Forstjóri Persónuverndar, Helga Þórisdóttir lögfræðingur og öflugur embættismaður til nær 30 ára, kemur ótrúlega vel fyrir vegna augljóss vits, menntunar, yfirburðaþekkingar, reynslu og skýrrar sýnar á forsetaembættið. Hlustið á viðtöl við hana á netinu. Þar kemur fram djúpstæður skilningur á landsmálum og alþjóðamálum, skilningur á ógn sem almenningi stafar af yfirþjóðlegum fyrirtækjum þar sem Mammon svífst einskis, og skilningur á nauðsyn verndar almennings fyrir slíkum öflum. Mikill skilningur á íslenskri menningu og tungu Íslendinga og þó án nokkurs þjóðernishroka. Mikill skilningur á bættri menntun barna og unglinga. Mikið vit. Engir innihaldslitlir frasar. Hlýja en samt kjarkur. Eirir ekki áhrifamönnum þurfi á því að halda. Þegar rödd frambjóðanda, sem mér finnst e.t.v. hafa mest fram að færa, nær ekki í gegn í ótímabærum skoðanakönnunum velti ég því fyrir mér hvort skoðanakannanir sem framkvæmdar eru áður en framboðsfresti lýkur séu beinlínis skoðanamótandi og því skaðlegar sjálfri þjóðinni við val forsetaefna? Ég skora á Íslendinga að kynna sér Helgu Þórisdóttur á helgathorisdottir.is og að missa ekki af tækifærinu að kjósa sér heilsteyptan forseta. Ég kýs hana verði hún á kjörseðlinum. Höfundur er yfirlæknir á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Forseti Íslands, eini þjóðkjörni fulltrúi landsmanna, gegnir grundvallarhlutverki vegna þeirrar ábyrgðar og valds, sem embættinu fylgir. Þeir sem lesið hafa þjóðsögur og ævintýri vita að brothættra fjöreggja sinna þarf hver vel að gæta, ella verða fjörbrot. Forseti Íslands gætir sjálfs fjöreggs þjóðarinnar með þeim möguleika að skrifa ekki undir lög sem hann telur varða líf þjóðarinnar eða rétt landsmanna. Forseti er því öryggisventill sem getur stöðvað samþykkt lög frá sjálfu Alþingi með vísun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar Grímsson beitti málskotsréttinum á neyðarstund í þágu þjóðarinnar þegar Alþingi og ríkisstjórn hafði gefist upp fyrir erlendu fjármálavaldi. Þar sannaðist að þjóðinni hafði borið gæfa til þess að velja sér til forystu manneskju sem hafði menntun, þekkingu á sögu lands og þjóðar, reynslu og kjark til að gæta fjöreggsins. En hvernig velur þjóðin sér frambjóðendur til forsetaembættisins? Í heimi nútímans virðist stundum sem umbúðir skipti meira máli en innihald vörunnar. Áberandi andlit í fjölmiðum, t.d. stjórnmálamenn, andlit sem birtast oft, leikarar, skemmtikraftar og forsvarsmenn þrýstihópa hafa augljóst forskot á aðra frambjóðendur. Hvernig á þjóðin þá að fá að kynnast fólki, sem hugsanlegt er að hafi mest fram að færa vegna menntunar, reynslu og fyrri starfa, en hefur rækt störf sín hljóðlega? Forstjóri Persónuverndar, Helga Þórisdóttir lögfræðingur og öflugur embættismaður til nær 30 ára, kemur ótrúlega vel fyrir vegna augljóss vits, menntunar, yfirburðaþekkingar, reynslu og skýrrar sýnar á forsetaembættið. Hlustið á viðtöl við hana á netinu. Þar kemur fram djúpstæður skilningur á landsmálum og alþjóðamálum, skilningur á ógn sem almenningi stafar af yfirþjóðlegum fyrirtækjum þar sem Mammon svífst einskis, og skilningur á nauðsyn verndar almennings fyrir slíkum öflum. Mikill skilningur á íslenskri menningu og tungu Íslendinga og þó án nokkurs þjóðernishroka. Mikill skilningur á bættri menntun barna og unglinga. Mikið vit. Engir innihaldslitlir frasar. Hlýja en samt kjarkur. Eirir ekki áhrifamönnum þurfi á því að halda. Þegar rödd frambjóðanda, sem mér finnst e.t.v. hafa mest fram að færa, nær ekki í gegn í ótímabærum skoðanakönnunum velti ég því fyrir mér hvort skoðanakannanir sem framkvæmdar eru áður en framboðsfresti lýkur séu beinlínis skoðanamótandi og því skaðlegar sjálfri þjóðinni við val forsetaefna? Ég skora á Íslendinga að kynna sér Helgu Þórisdóttur á helgathorisdottir.is og að missa ekki af tækifærinu að kjósa sér heilsteyptan forseta. Ég kýs hana verði hún á kjörseðlinum. Höfundur er yfirlæknir á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar