Þegar þú vilt miklu meira bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. apríl 2024 10:01 Meðal þess sem fram kemur í gögnum Evrópusambandsins vegna misheppnaðrar umsóknar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið á árunum 2009-2013 er að inngangan hefði kallað á mjög umfangsmikla stofnanauppbyggingu, eins og útþensla hins opinbera kallast á stjórnsýslumáli, til þess að Ísland gæti staðið undir þeim skuldbindingum sem fylgdu henni. Komið hefur þannig beinlínis fram í gögnum Evrópusambandsins að stjórnsýslan hér á landi sé allt of lítil að mati þess. Mjög sérstakt er fyrir vikið þegar forystumenn Viðreisnar gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar á sama tíma og helzta stefnumál flokksins, sem öll önnur stefnumáls hans taka mið af og hann var beinlínis stofnaður í kringum, er að Ísland gangi í Evrópusambandið. Nú síðast Gabríel Ingimarsson, forseti ungliðahreyfingar flokksins, í grein á Vísir.is fyrir helgi. Full ástæða er til þess að veita umsvifum hins opinbera öflugt aðhald en gagnrýni í þeim efnum úr röðum Viðreisnar er hins vegar fullkomlega ótrúverðug. „Stjórnsýsla Íslands er lítil“ Til að mynda er fjallað um smæð íslenzku stjórnsýslunnar að mati Evrópusambandsins í skjali frá árinu 2011 á vegum framkvæmdastjórnar sambandsins sem nefnist „Commission decision of 08.04.2011 on a Multi-annual Indicative Planning Document (MIPD) 2011-2013 for Iceland“ og unnið var í tengslum við umsókn vinstristjórnarinnar um inngöngu í það. Þar leynir sér ekki það álit Evrópusambandsins að hérlend stjórnsýsla sé vegna smæðar engan veginn í stakk búin til þess að ráða við inngöngu í sambandið: „Heilt á litið er stjórnsýslan lítil og býr við takmarkaðar fjárveitingar. […] Ísland mun þurfa að byggja upp getu stjórnsýslunnar til þess að taka upp, þýða og innleiða löggjöf Evrópusambandsins og koma á laggirnar öllum þeim nauðsynlegu innviðum sem vera innan sambandsins krefst. […] Stjórnsýsla Íslands er lítil. Hjá stjórnarráðinu starfa um 700 opinberir starfsmenn og það samanstendur af tíu ráðuneytum. Undir hvert þeirra heyrir nokkur fjöldi opinberra stofnana. Ráðuneytin eru lítil og hafa á bilinu 26 til 214 starfsmenn.“ Miðast við tugmilljónaþjóðir Með öðrum orðum er deginum ljósara að farið yrði úr öskunni í eldinn og vel rúmlega það þegar kemur að umfangi hins opinbera hér á landi ef til þess kæmi að Ísland gengi í Evrópusambandið. Það sem sambandið telur allt of lítið vilja forystumenn Viðreisnar telja kjósendum trú um að þeir telji þvert á móti allt of stórt. Sú afstaða Evrópusambandsins þarf þó ekki að koma mjög á óvart enda miðast regluverk þess við stjórnsýslu milljóna- og tugmilljónaþjóðir sem þó þykir mörgum nóg um regluverksframleiðslu sambandsins. Til að mynda er ekki langt síðan Jesper Berg, forstjóri danska fjármálaeftirlitsins, sagði við Financial Times að regluverk Evrópusambandsins um fjármálamarkaði væri orðið of umfangsmikið og fyrir vikið væri hætta á því að týnast í smáatriðum í stað þess að leggja áherzlu á mögulegar áhættur. Þrátt fyrir hundruð starfsmanna gæti stofnunin ekki bæði haft umsjón með innleiðingu á flóknu regluverki og staðið fullnægjandi vörð um fjármálakerfið. Tók Morten Baltzersen, forstjóri norska fjármálaeftirlitsins, í sama streng. Krafizt vaxandi framsals valds Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessari þróun vegna aðildarinnar að EES-samningnum enda fylgir samningurinn samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins á því sviði sem hann nær til, innri markaði þess, með tilheyrandi vaxandi kröfum um meira framsal valds og upptöku íþyngjandi regluverks sem gjarnan kallar á aukið umfang hins opinbera. Rannsóknir benda til þess að stærstur hluti íþyngjandi löggjafar á Íslandi komi frá sambandinu í gegnum saminginn og að svonefnd gullhúðun eigi sér stað í minnihluta tilfella. Hvernig sem á málið er litið er þannig ljóst að gagnrýni á umfang stjórnsýslunnar á enga samleið með þeirri stefnu að ganga í Evrópusambandið. Sama gildir um áframhaldandi aðild að EES-samningnum. Sé raunverulegur vilji til þess að draga úr yfirbyggingunni hér á landi er ekki aðeins mikilvægt að standa áfram utan sambandsins heldur einnig að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning sem er sú leið sem allajafna er farin í dag þegar samið er um milliríkjaviðskipti. Þar á meðal af hálfu Evrópusambandsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Danmörk Viðreisn Samfylkingin Vinstri græn Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Meðal þess sem fram kemur í gögnum Evrópusambandsins vegna misheppnaðrar umsóknar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið á árunum 2009-2013 er að inngangan hefði kallað á mjög umfangsmikla stofnanauppbyggingu, eins og útþensla hins opinbera kallast á stjórnsýslumáli, til þess að Ísland gæti staðið undir þeim skuldbindingum sem fylgdu henni. Komið hefur þannig beinlínis fram í gögnum Evrópusambandsins að stjórnsýslan hér á landi sé allt of lítil að mati þess. Mjög sérstakt er fyrir vikið þegar forystumenn Viðreisnar gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar á sama tíma og helzta stefnumál flokksins, sem öll önnur stefnumáls hans taka mið af og hann var beinlínis stofnaður í kringum, er að Ísland gangi í Evrópusambandið. Nú síðast Gabríel Ingimarsson, forseti ungliðahreyfingar flokksins, í grein á Vísir.is fyrir helgi. Full ástæða er til þess að veita umsvifum hins opinbera öflugt aðhald en gagnrýni í þeim efnum úr röðum Viðreisnar er hins vegar fullkomlega ótrúverðug. „Stjórnsýsla Íslands er lítil“ Til að mynda er fjallað um smæð íslenzku stjórnsýslunnar að mati Evrópusambandsins í skjali frá árinu 2011 á vegum framkvæmdastjórnar sambandsins sem nefnist „Commission decision of 08.04.2011 on a Multi-annual Indicative Planning Document (MIPD) 2011-2013 for Iceland“ og unnið var í tengslum við umsókn vinstristjórnarinnar um inngöngu í það. Þar leynir sér ekki það álit Evrópusambandsins að hérlend stjórnsýsla sé vegna smæðar engan veginn í stakk búin til þess að ráða við inngöngu í sambandið: „Heilt á litið er stjórnsýslan lítil og býr við takmarkaðar fjárveitingar. […] Ísland mun þurfa að byggja upp getu stjórnsýslunnar til þess að taka upp, þýða og innleiða löggjöf Evrópusambandsins og koma á laggirnar öllum þeim nauðsynlegu innviðum sem vera innan sambandsins krefst. […] Stjórnsýsla Íslands er lítil. Hjá stjórnarráðinu starfa um 700 opinberir starfsmenn og það samanstendur af tíu ráðuneytum. Undir hvert þeirra heyrir nokkur fjöldi opinberra stofnana. Ráðuneytin eru lítil og hafa á bilinu 26 til 214 starfsmenn.“ Miðast við tugmilljónaþjóðir Með öðrum orðum er deginum ljósara að farið yrði úr öskunni í eldinn og vel rúmlega það þegar kemur að umfangi hins opinbera hér á landi ef til þess kæmi að Ísland gengi í Evrópusambandið. Það sem sambandið telur allt of lítið vilja forystumenn Viðreisnar telja kjósendum trú um að þeir telji þvert á móti allt of stórt. Sú afstaða Evrópusambandsins þarf þó ekki að koma mjög á óvart enda miðast regluverk þess við stjórnsýslu milljóna- og tugmilljónaþjóðir sem þó þykir mörgum nóg um regluverksframleiðslu sambandsins. Til að mynda er ekki langt síðan Jesper Berg, forstjóri danska fjármálaeftirlitsins, sagði við Financial Times að regluverk Evrópusambandsins um fjármálamarkaði væri orðið of umfangsmikið og fyrir vikið væri hætta á því að týnast í smáatriðum í stað þess að leggja áherzlu á mögulegar áhættur. Þrátt fyrir hundruð starfsmanna gæti stofnunin ekki bæði haft umsjón með innleiðingu á flóknu regluverki og staðið fullnægjandi vörð um fjármálakerfið. Tók Morten Baltzersen, forstjóri norska fjármálaeftirlitsins, í sama streng. Krafizt vaxandi framsals valds Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessari þróun vegna aðildarinnar að EES-samningnum enda fylgir samningurinn samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins á því sviði sem hann nær til, innri markaði þess, með tilheyrandi vaxandi kröfum um meira framsal valds og upptöku íþyngjandi regluverks sem gjarnan kallar á aukið umfang hins opinbera. Rannsóknir benda til þess að stærstur hluti íþyngjandi löggjafar á Íslandi komi frá sambandinu í gegnum saminginn og að svonefnd gullhúðun eigi sér stað í minnihluta tilfella. Hvernig sem á málið er litið er þannig ljóst að gagnrýni á umfang stjórnsýslunnar á enga samleið með þeirri stefnu að ganga í Evrópusambandið. Sama gildir um áframhaldandi aðild að EES-samningnum. Sé raunverulegur vilji til þess að draga úr yfirbyggingunni hér á landi er ekki aðeins mikilvægt að standa áfram utan sambandsins heldur einnig að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning sem er sú leið sem allajafna er farin í dag þegar samið er um milliríkjaviðskipti. Þar á meðal af hálfu Evrópusambandsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun