Listir og velferð Kristín Valsdóttir skrifar 27. apríl 2024 11:01 Við í listkennsludeild Listaháskóla Íslands trúum því að listin sé kjarni mennskunnar. Það að tjá sig á ólíkan máta og að verða „snortin“ af upplifun sé leið til að ná sambandi við sjálfa sig og aðra. Þannig auki listin lífsgæði. Í listkennsludeild hefur verið lögð áhersla á að nemendur þroski með sér sjálfsskilning með því að tengjast eigin hugmyndum og tilfinningum og læri að treysta eigin skynjun og upplifun á umhverfinu. Að tengjast í gegnum listform Þegar ég tengdist manninum mínum fyrir margt löngu kynntist ég líka tengdamóður minni, sem nú er látin. Hún hafði misst heilsuna fyrir fimmtugt vegna víruss í heila sem olli því að minni hennar var einungis 10 sekúndur. Hún lærði aldrei að þekkja mig eða barnabörnin en það sem hún mundi var söngur og kvæði. Í hvert sinn sem við hittumst þá spurði hún fallega hver ég væri og þegar ég sagðist vera hún Stína þá kom ævinlega sama svar: „Það minnir mig á lagið“ og svo söng hún „Stína var lítil stúlka í sveit“ fyrir mig. Þannig tengdi hún við umhverfið og þannig tengdumst við í gegnum hennar söng. Þessi saga er einstök en þó ekki. Það eru til margar rannsóknir og reynslusögur þar sem einstaklingar sem virðast hafa misst minnið, hæfileikann til að tjá sig með orðum eða jafnvel persónuleika sinn, hafa samt sem áður hæfnina til að tengja í gegnum söng, myndir eða leik. Samstarfskona mín hefur í mörg ár unnið með einstaklingum með Alzheimer og hefur hún í gegnum myndlist, sögur, leiklist náð að kveikja minningar og upplifun einstaklinga sem eru djúpt grafin í minningarbankann. Þessi vinna snýst ekki um að lækna heldur um betri líðan – um betra líf. Námslínan Listir og velferð Sjálfsögð áhersla í samfélaginu um aukið aðgengi allra að listsköpun og listviðburðum kallar á markvissa uppbyggingu og á fjölda fólks með þekkingu á sviði lista og velferðar. Í starfi mínu við listkennsludeild Listaháskóla Íslands hef ég hitt ótalmarga listamenn sem vinna út í samfélaginu með allskyns hópum sem eru í erfiðri stöðu. Afrakstur þeirrar vinnu og sú reynsla sem ég hef sjálf af listmiðaðri vinnu með ólíkum hópum er í raun grunnurinn að því námi sem er að hefjast í listkennsludeild í haust og ber heitið Listir og velferð. Námslínan var þróuð í samstarfi við fimm erlenda háskóla og var verkefnið styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Námið, sem er 120 eininga nám á meistarastigi, miðar að því að leiða saman breiðan hóp listamanna og annars fagfólks sem hafa áhuga á að þróa leiðir til að nýta listir í þágu félags- og heilsueflingar. Markmiðið með náminu er að fjölga snertiflötum listanna við samfélagið og auka aðgengi og þátttöka ólíkra hópa í listtengdum verkefnum og viðburðum. Manneskjan er í grunninn tengslavera. Við notum öll skynfæri okkar til að tengjast umhverfi okkar og upplifa heiminn bæði félagslega og inn á við. Það er hins vegar margt í hraða nútímasamfélags sem vinnur gegn þessari grunnþörf okkar til tengslamyndunar. Við þurfum að skapa rými og tíma þar sem hægt er að kynnast nýjum hlutum, nýju fólki – búa til rými fyrir eitthvað ófyrirséð. Búa til aðstæður sem krefjast virkni en geta veitt ófyrirséðar upplifanir þar sem við finnum samhljóm með umhverfinu og hið innra. Þessar aðstæður geta listamenn, í samvinnu við aðra fagaðila, skapað með ólíku fólki á öllum aldri við allskyns kringumstæður. Í gegnum listiðkun af öllu tagi verður oft eitthvað óvænt til og það er einmitt hið óvænta gefur lífinu lit. Öll höfum við þörf fyrir upplifun og samskipti sem kalla fram tilfinningar, minningar, gæsahúð eða hvað sem gerist við slíkar aðstæður. Að fá að upplifa slíka skynjun er forsenda vellíðunar og velferðar okkar allra. Kristín Valsdóttir, deildarforseti Listkennsludeildar Listaháskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Menning Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Við í listkennsludeild Listaháskóla Íslands trúum því að listin sé kjarni mennskunnar. Það að tjá sig á ólíkan máta og að verða „snortin“ af upplifun sé leið til að ná sambandi við sjálfa sig og aðra. Þannig auki listin lífsgæði. Í listkennsludeild hefur verið lögð áhersla á að nemendur þroski með sér sjálfsskilning með því að tengjast eigin hugmyndum og tilfinningum og læri að treysta eigin skynjun og upplifun á umhverfinu. Að tengjast í gegnum listform Þegar ég tengdist manninum mínum fyrir margt löngu kynntist ég líka tengdamóður minni, sem nú er látin. Hún hafði misst heilsuna fyrir fimmtugt vegna víruss í heila sem olli því að minni hennar var einungis 10 sekúndur. Hún lærði aldrei að þekkja mig eða barnabörnin en það sem hún mundi var söngur og kvæði. Í hvert sinn sem við hittumst þá spurði hún fallega hver ég væri og þegar ég sagðist vera hún Stína þá kom ævinlega sama svar: „Það minnir mig á lagið“ og svo söng hún „Stína var lítil stúlka í sveit“ fyrir mig. Þannig tengdi hún við umhverfið og þannig tengdumst við í gegnum hennar söng. Þessi saga er einstök en þó ekki. Það eru til margar rannsóknir og reynslusögur þar sem einstaklingar sem virðast hafa misst minnið, hæfileikann til að tjá sig með orðum eða jafnvel persónuleika sinn, hafa samt sem áður hæfnina til að tengja í gegnum söng, myndir eða leik. Samstarfskona mín hefur í mörg ár unnið með einstaklingum með Alzheimer og hefur hún í gegnum myndlist, sögur, leiklist náð að kveikja minningar og upplifun einstaklinga sem eru djúpt grafin í minningarbankann. Þessi vinna snýst ekki um að lækna heldur um betri líðan – um betra líf. Námslínan Listir og velferð Sjálfsögð áhersla í samfélaginu um aukið aðgengi allra að listsköpun og listviðburðum kallar á markvissa uppbyggingu og á fjölda fólks með þekkingu á sviði lista og velferðar. Í starfi mínu við listkennsludeild Listaháskóla Íslands hef ég hitt ótalmarga listamenn sem vinna út í samfélaginu með allskyns hópum sem eru í erfiðri stöðu. Afrakstur þeirrar vinnu og sú reynsla sem ég hef sjálf af listmiðaðri vinnu með ólíkum hópum er í raun grunnurinn að því námi sem er að hefjast í listkennsludeild í haust og ber heitið Listir og velferð. Námslínan var þróuð í samstarfi við fimm erlenda háskóla og var verkefnið styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Námið, sem er 120 eininga nám á meistarastigi, miðar að því að leiða saman breiðan hóp listamanna og annars fagfólks sem hafa áhuga á að þróa leiðir til að nýta listir í þágu félags- og heilsueflingar. Markmiðið með náminu er að fjölga snertiflötum listanna við samfélagið og auka aðgengi og þátttöka ólíkra hópa í listtengdum verkefnum og viðburðum. Manneskjan er í grunninn tengslavera. Við notum öll skynfæri okkar til að tengjast umhverfi okkar og upplifa heiminn bæði félagslega og inn á við. Það er hins vegar margt í hraða nútímasamfélags sem vinnur gegn þessari grunnþörf okkar til tengslamyndunar. Við þurfum að skapa rými og tíma þar sem hægt er að kynnast nýjum hlutum, nýju fólki – búa til rými fyrir eitthvað ófyrirséð. Búa til aðstæður sem krefjast virkni en geta veitt ófyrirséðar upplifanir þar sem við finnum samhljóm með umhverfinu og hið innra. Þessar aðstæður geta listamenn, í samvinnu við aðra fagaðila, skapað með ólíku fólki á öllum aldri við allskyns kringumstæður. Í gegnum listiðkun af öllu tagi verður oft eitthvað óvænt til og það er einmitt hið óvænta gefur lífinu lit. Öll höfum við þörf fyrir upplifun og samskipti sem kalla fram tilfinningar, minningar, gæsahúð eða hvað sem gerist við slíkar aðstæður. Að fá að upplifa slíka skynjun er forsenda vellíðunar og velferðar okkar allra. Kristín Valsdóttir, deildarforseti Listkennsludeildar Listaháskóla Íslands
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun