Hvað getur Ísland gefið öðrum þjóðum? Gunnar Hersveinn skrifar 2. maí 2024 09:01 Ég vil gera grein fyrir atkvæði mínu – er iðulega sagt á Alþingi. Nú vil ég gera grein fyrir væntanlegu atkvæði mínu í næstu forsetakosningum. Jafnvel þótt áhöld séu um hversu mikil völd forseti Íslands hafi í raun, þá hefur embættið nægjanlega mikilvægt hlutverk í samfélaginu. Manneskjan sem þjóðin velur mun hafa áhrif og getur um leið orðið fyrirmynd næstu kynslóðar. Fáir efast um áhrif Vigdísar Finnbogadóttur í náttúruverndar- og mannréttindamálum. Ég kaus Vigdísi tvítugur að aldri og tók þátt í því að dreifa upplýsingum fyrir kosningaskrifstofuna Veljum Vigdísi Ég hef alltaf verið stoltur af því að hafa valið Vigdísi. Ég efast ekki um að Vigdís sé líka fyrirmynd Katrínar Jakobsdóttur. Katrín hefur svo margt að gefa, bæði þjóðinni og umheiminum. Það er hlustað á hana og hún getur haft áhrif til góðs á alþjóðavísu. Hún er sennilega með viðamesta tengslanet allra Íslendinga eftir að hafa verið forsætisráðherra á sjöunda ár og gestgjafi á leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldið var í Reykjavík í maí 2023. Katrín stendur í mínum huga fyrir jafnrétti og jöfnuði, mannréttindi, umhverfisvernd og mennta-og menningarmál. Hún hefur djúpan skilning á friðarmenningu en það er efni sem ég hef oft skrifað út frá. Friðarmenning þýðir ekki bara vopnahlé heldur felst hún miklu fremur í því að hlúa að veikustu þáttum samfélagsins svo hægt sé að rækta lífið, veita öðrum virðingu og forðast ofbeldi. Ég hef fulla trú á að Katrín geti fyrir hönd Íslands talað fyrir friði og réttlæti sem er reyndar 16. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Katrín lagði sérstaka rækt við heimsmarkmiðin sem forsætisráðherra og ætti auðveldlega að geta fylgt því eftir sem forseti. Verkefni forseta Íslands mótast ekki aðeins af stjórnarskrá heldur einnig af persónunni sem gegnir embættinu, tíðarandanum og hugsjónum, auk reynslu og hefðar. Við vitum að það eru blikur á lofti í heiminum og því er mikilvægt að velja forseta sem getur talað fyrir uppbyggilegum lífsgildum. Ég vel forsetaefni sem mér finnst líklegast til að standa fyrir þau gildi sem skipta mestu á næstunni; virðing, frelsi, góðvild, vinsemd, nægjusemi, hugrekki, traust, samkennd, barnamenningu. Ég tel sem sagt að Katrín verði góður málsvari þeirra gilda sem Ísland getur boðað og miðlað til annarra. Ég hef oft hugsað „Hvað getur Ísland gefið öðrum þjóðum?“ Ég trúi sjálfur að ef samfélag gefur öðrum þjóðum af gnægð sinni, þekkingu og hugviti með það að markmiði að bæta heiminn – batni það sjálft. Ef það virðir mörkin og leyfir ekki ofbeldi og kúgun – getur það orðið öðrum góð og traust fyrirmynd. Katrín er veraldarvön, veit hvert stefna skal og hverju hún sjálf getur áorkað. Katrín hefur sannað að hún getur leitt saman ólíkar fylkingar og hún nýtur þegar virðingar meðal annarra þjóðarleiðtoga.Við þurfum einfaldlega á þannig leiðtoga að halda. Ég hef nú gert grein fyrir atkvæði mínu. Ég vona að Katrín Jakobsdóttir verði forseti Íslands. Hún hefur það sem til þarf í embættið. Kjósum Katrínu. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Ég vil gera grein fyrir atkvæði mínu – er iðulega sagt á Alþingi. Nú vil ég gera grein fyrir væntanlegu atkvæði mínu í næstu forsetakosningum. Jafnvel þótt áhöld séu um hversu mikil völd forseti Íslands hafi í raun, þá hefur embættið nægjanlega mikilvægt hlutverk í samfélaginu. Manneskjan sem þjóðin velur mun hafa áhrif og getur um leið orðið fyrirmynd næstu kynslóðar. Fáir efast um áhrif Vigdísar Finnbogadóttur í náttúruverndar- og mannréttindamálum. Ég kaus Vigdísi tvítugur að aldri og tók þátt í því að dreifa upplýsingum fyrir kosningaskrifstofuna Veljum Vigdísi Ég hef alltaf verið stoltur af því að hafa valið Vigdísi. Ég efast ekki um að Vigdís sé líka fyrirmynd Katrínar Jakobsdóttur. Katrín hefur svo margt að gefa, bæði þjóðinni og umheiminum. Það er hlustað á hana og hún getur haft áhrif til góðs á alþjóðavísu. Hún er sennilega með viðamesta tengslanet allra Íslendinga eftir að hafa verið forsætisráðherra á sjöunda ár og gestgjafi á leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldið var í Reykjavík í maí 2023. Katrín stendur í mínum huga fyrir jafnrétti og jöfnuði, mannréttindi, umhverfisvernd og mennta-og menningarmál. Hún hefur djúpan skilning á friðarmenningu en það er efni sem ég hef oft skrifað út frá. Friðarmenning þýðir ekki bara vopnahlé heldur felst hún miklu fremur í því að hlúa að veikustu þáttum samfélagsins svo hægt sé að rækta lífið, veita öðrum virðingu og forðast ofbeldi. Ég hef fulla trú á að Katrín geti fyrir hönd Íslands talað fyrir friði og réttlæti sem er reyndar 16. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Katrín lagði sérstaka rækt við heimsmarkmiðin sem forsætisráðherra og ætti auðveldlega að geta fylgt því eftir sem forseti. Verkefni forseta Íslands mótast ekki aðeins af stjórnarskrá heldur einnig af persónunni sem gegnir embættinu, tíðarandanum og hugsjónum, auk reynslu og hefðar. Við vitum að það eru blikur á lofti í heiminum og því er mikilvægt að velja forseta sem getur talað fyrir uppbyggilegum lífsgildum. Ég vel forsetaefni sem mér finnst líklegast til að standa fyrir þau gildi sem skipta mestu á næstunni; virðing, frelsi, góðvild, vinsemd, nægjusemi, hugrekki, traust, samkennd, barnamenningu. Ég tel sem sagt að Katrín verði góður málsvari þeirra gilda sem Ísland getur boðað og miðlað til annarra. Ég hef oft hugsað „Hvað getur Ísland gefið öðrum þjóðum?“ Ég trúi sjálfur að ef samfélag gefur öðrum þjóðum af gnægð sinni, þekkingu og hugviti með það að markmiði að bæta heiminn – batni það sjálft. Ef það virðir mörkin og leyfir ekki ofbeldi og kúgun – getur það orðið öðrum góð og traust fyrirmynd. Katrín er veraldarvön, veit hvert stefna skal og hverju hún sjálf getur áorkað. Katrín hefur sannað að hún getur leitt saman ólíkar fylkingar og hún nýtur þegar virðingar meðal annarra þjóðarleiðtoga.Við þurfum einfaldlega á þannig leiðtoga að halda. Ég hef nú gert grein fyrir atkvæði mínu. Ég vona að Katrín Jakobsdóttir verði forseti Íslands. Hún hefur það sem til þarf í embættið. Kjósum Katrínu. Höfundur er rithöfundur.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun