Baldur er minn forseti Hjalti Vignisson skrifar 8. maí 2024 11:00 Í upphafi þessarar aldar settist ég á skólabekk við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Einn af kennurum mínum þar var Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi. Í náminu lagði Baldur áherslu á samræður. Gerði kröfur um að við greindum og skildum viðfangesefnið til fulls og kæmum því frá okkur í ræðu og riti. Hlutir æxluðust þannig að hann réð mig sem aðstoðarmann og við áttum eftir að starfa saman í nokkur ár. Frumkvöðull í fræðastarfi Á þessum árum var Baldur að undirbúa endurreisn Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og stofnun sérstaks rannsóknarseturs um smáríki. Baldur var laginn í að draga til sín fræðimenn úr ólíkum greinum og löndum. Þá skipti ekki máli hvort það voru ráðstefnur, málþing eða vinnufundir um hvernig koma ætti málum áfram. Baldri var eðlislægt að leiða hópinn. Á þessum grunni var nám í smáríkjafræðum byggt upp sem enn blómstrar í dag. Jafnframt gekk fræðigreinin í endurnýjun lífdaga á alþjóðavísu. Á árunum þar á undan höfðu fáir fræðimenn beint sjónum sínum að því hvernig smærri ríki gætu best komið rödd sinni á framfæri, gætt hagsmuna sinna og haft áhrif á einstök mál. Þessu til viðbótar þá þekkir Baldur auk þess íslenska stjórnkerfið út og inn. Baldur stendur því vel að vígi í tveimur af mikilvægustu hlutverkum forseta, þ.e. skilningur á hlutverki forseta í stjórnskipun Íslands og möguleikum Íslands á alþjóðavísu. Mannkostir Frumkvæði Baldurs í fræðastarfinu ber vitni um hugrekki hans því ófáar hindranir voru í veginum Baldur er staðfastur og eljusamur. Hans helsti kostur að mínu mat er samt sá að hann hlustar á háa sem lága en getur líka tjáð skoðanir sínar hreint út við hvern sem er. Þess vegna styð ég Baldur til forseta. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi þessarar aldar settist ég á skólabekk við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Einn af kennurum mínum þar var Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi. Í náminu lagði Baldur áherslu á samræður. Gerði kröfur um að við greindum og skildum viðfangesefnið til fulls og kæmum því frá okkur í ræðu og riti. Hlutir æxluðust þannig að hann réð mig sem aðstoðarmann og við áttum eftir að starfa saman í nokkur ár. Frumkvöðull í fræðastarfi Á þessum árum var Baldur að undirbúa endurreisn Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og stofnun sérstaks rannsóknarseturs um smáríki. Baldur var laginn í að draga til sín fræðimenn úr ólíkum greinum og löndum. Þá skipti ekki máli hvort það voru ráðstefnur, málþing eða vinnufundir um hvernig koma ætti málum áfram. Baldri var eðlislægt að leiða hópinn. Á þessum grunni var nám í smáríkjafræðum byggt upp sem enn blómstrar í dag. Jafnframt gekk fræðigreinin í endurnýjun lífdaga á alþjóðavísu. Á árunum þar á undan höfðu fáir fræðimenn beint sjónum sínum að því hvernig smærri ríki gætu best komið rödd sinni á framfæri, gætt hagsmuna sinna og haft áhrif á einstök mál. Þessu til viðbótar þá þekkir Baldur auk þess íslenska stjórnkerfið út og inn. Baldur stendur því vel að vígi í tveimur af mikilvægustu hlutverkum forseta, þ.e. skilningur á hlutverki forseta í stjórnskipun Íslands og möguleikum Íslands á alþjóðavísu. Mannkostir Frumkvæði Baldurs í fræðastarfinu ber vitni um hugrekki hans því ófáar hindranir voru í veginum Baldur er staðfastur og eljusamur. Hans helsti kostur að mínu mat er samt sá að hann hlustar á háa sem lága en getur líka tjáð skoðanir sínar hreint út við hvern sem er. Þess vegna styð ég Baldur til forseta. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun