Baldur er minn forseti Hjalti Vignisson skrifar 8. maí 2024 11:00 Í upphafi þessarar aldar settist ég á skólabekk við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Einn af kennurum mínum þar var Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi. Í náminu lagði Baldur áherslu á samræður. Gerði kröfur um að við greindum og skildum viðfangesefnið til fulls og kæmum því frá okkur í ræðu og riti. Hlutir æxluðust þannig að hann réð mig sem aðstoðarmann og við áttum eftir að starfa saman í nokkur ár. Frumkvöðull í fræðastarfi Á þessum árum var Baldur að undirbúa endurreisn Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og stofnun sérstaks rannsóknarseturs um smáríki. Baldur var laginn í að draga til sín fræðimenn úr ólíkum greinum og löndum. Þá skipti ekki máli hvort það voru ráðstefnur, málþing eða vinnufundir um hvernig koma ætti málum áfram. Baldri var eðlislægt að leiða hópinn. Á þessum grunni var nám í smáríkjafræðum byggt upp sem enn blómstrar í dag. Jafnframt gekk fræðigreinin í endurnýjun lífdaga á alþjóðavísu. Á árunum þar á undan höfðu fáir fræðimenn beint sjónum sínum að því hvernig smærri ríki gætu best komið rödd sinni á framfæri, gætt hagsmuna sinna og haft áhrif á einstök mál. Þessu til viðbótar þá þekkir Baldur auk þess íslenska stjórnkerfið út og inn. Baldur stendur því vel að vígi í tveimur af mikilvægustu hlutverkum forseta, þ.e. skilningur á hlutverki forseta í stjórnskipun Íslands og möguleikum Íslands á alþjóðavísu. Mannkostir Frumkvæði Baldurs í fræðastarfinu ber vitni um hugrekki hans því ófáar hindranir voru í veginum Baldur er staðfastur og eljusamur. Hans helsti kostur að mínu mat er samt sá að hann hlustar á háa sem lága en getur líka tjáð skoðanir sínar hreint út við hvern sem er. Þess vegna styð ég Baldur til forseta. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Í upphafi þessarar aldar settist ég á skólabekk við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Einn af kennurum mínum þar var Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi. Í náminu lagði Baldur áherslu á samræður. Gerði kröfur um að við greindum og skildum viðfangesefnið til fulls og kæmum því frá okkur í ræðu og riti. Hlutir æxluðust þannig að hann réð mig sem aðstoðarmann og við áttum eftir að starfa saman í nokkur ár. Frumkvöðull í fræðastarfi Á þessum árum var Baldur að undirbúa endurreisn Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og stofnun sérstaks rannsóknarseturs um smáríki. Baldur var laginn í að draga til sín fræðimenn úr ólíkum greinum og löndum. Þá skipti ekki máli hvort það voru ráðstefnur, málþing eða vinnufundir um hvernig koma ætti málum áfram. Baldri var eðlislægt að leiða hópinn. Á þessum grunni var nám í smáríkjafræðum byggt upp sem enn blómstrar í dag. Jafnframt gekk fræðigreinin í endurnýjun lífdaga á alþjóðavísu. Á árunum þar á undan höfðu fáir fræðimenn beint sjónum sínum að því hvernig smærri ríki gætu best komið rödd sinni á framfæri, gætt hagsmuna sinna og haft áhrif á einstök mál. Þessu til viðbótar þá þekkir Baldur auk þess íslenska stjórnkerfið út og inn. Baldur stendur því vel að vígi í tveimur af mikilvægustu hlutverkum forseta, þ.e. skilningur á hlutverki forseta í stjórnskipun Íslands og möguleikum Íslands á alþjóðavísu. Mannkostir Frumkvæði Baldurs í fræðastarfinu ber vitni um hugrekki hans því ófáar hindranir voru í veginum Baldur er staðfastur og eljusamur. Hans helsti kostur að mínu mat er samt sá að hann hlustar á háa sem lága en getur líka tjáð skoðanir sínar hreint út við hvern sem er. Þess vegna styð ég Baldur til forseta. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun