Baldur er minn forseti Hjalti Vignisson skrifar 8. maí 2024 11:00 Í upphafi þessarar aldar settist ég á skólabekk við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Einn af kennurum mínum þar var Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi. Í náminu lagði Baldur áherslu á samræður. Gerði kröfur um að við greindum og skildum viðfangesefnið til fulls og kæmum því frá okkur í ræðu og riti. Hlutir æxluðust þannig að hann réð mig sem aðstoðarmann og við áttum eftir að starfa saman í nokkur ár. Frumkvöðull í fræðastarfi Á þessum árum var Baldur að undirbúa endurreisn Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og stofnun sérstaks rannsóknarseturs um smáríki. Baldur var laginn í að draga til sín fræðimenn úr ólíkum greinum og löndum. Þá skipti ekki máli hvort það voru ráðstefnur, málþing eða vinnufundir um hvernig koma ætti málum áfram. Baldri var eðlislægt að leiða hópinn. Á þessum grunni var nám í smáríkjafræðum byggt upp sem enn blómstrar í dag. Jafnframt gekk fræðigreinin í endurnýjun lífdaga á alþjóðavísu. Á árunum þar á undan höfðu fáir fræðimenn beint sjónum sínum að því hvernig smærri ríki gætu best komið rödd sinni á framfæri, gætt hagsmuna sinna og haft áhrif á einstök mál. Þessu til viðbótar þá þekkir Baldur auk þess íslenska stjórnkerfið út og inn. Baldur stendur því vel að vígi í tveimur af mikilvægustu hlutverkum forseta, þ.e. skilningur á hlutverki forseta í stjórnskipun Íslands og möguleikum Íslands á alþjóðavísu. Mannkostir Frumkvæði Baldurs í fræðastarfinu ber vitni um hugrekki hans því ófáar hindranir voru í veginum Baldur er staðfastur og eljusamur. Hans helsti kostur að mínu mat er samt sá að hann hlustar á háa sem lága en getur líka tjáð skoðanir sínar hreint út við hvern sem er. Þess vegna styð ég Baldur til forseta. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Í upphafi þessarar aldar settist ég á skólabekk við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Einn af kennurum mínum þar var Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi. Í náminu lagði Baldur áherslu á samræður. Gerði kröfur um að við greindum og skildum viðfangesefnið til fulls og kæmum því frá okkur í ræðu og riti. Hlutir æxluðust þannig að hann réð mig sem aðstoðarmann og við áttum eftir að starfa saman í nokkur ár. Frumkvöðull í fræðastarfi Á þessum árum var Baldur að undirbúa endurreisn Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og stofnun sérstaks rannsóknarseturs um smáríki. Baldur var laginn í að draga til sín fræðimenn úr ólíkum greinum og löndum. Þá skipti ekki máli hvort það voru ráðstefnur, málþing eða vinnufundir um hvernig koma ætti málum áfram. Baldri var eðlislægt að leiða hópinn. Á þessum grunni var nám í smáríkjafræðum byggt upp sem enn blómstrar í dag. Jafnframt gekk fræðigreinin í endurnýjun lífdaga á alþjóðavísu. Á árunum þar á undan höfðu fáir fræðimenn beint sjónum sínum að því hvernig smærri ríki gætu best komið rödd sinni á framfæri, gætt hagsmuna sinna og haft áhrif á einstök mál. Þessu til viðbótar þá þekkir Baldur auk þess íslenska stjórnkerfið út og inn. Baldur stendur því vel að vígi í tveimur af mikilvægustu hlutverkum forseta, þ.e. skilningur á hlutverki forseta í stjórnskipun Íslands og möguleikum Íslands á alþjóðavísu. Mannkostir Frumkvæði Baldurs í fræðastarfinu ber vitni um hugrekki hans því ófáar hindranir voru í veginum Baldur er staðfastur og eljusamur. Hans helsti kostur að mínu mat er samt sá að hann hlustar á háa sem lága en getur líka tjáð skoðanir sínar hreint út við hvern sem er. Þess vegna styð ég Baldur til forseta. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar