Stutt við barnafjölskyldur Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 10. maí 2024 08:00 Á Alþingi var vikunni mælt fyrir frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2024, en við vinnslu fjárlaga lá ekki fyrir með hvaða hætti stjórnvöld myndu koma að gerð kjarasamninga. Með frumvarpi til fjáraukalaga er nú verið að leita aukinna fjárheimilda til Alþingis vegna samninganna. Það má með sanni segja að hluti þeirra aðgerða sem mælt er hér fyrir miði að því að bæta hag barnafjölskyldna á landinu, enda er hér lögð sérstök áhersla á að stuðla að fjölskylduvænna samfélagi. Hér er fullt tilefni til að vekja sérstaklega athygli á þeim góðu og jákvæðu skrefum sem hér eru stigin í þá átt. Vaxtastuðningur Ungt fólk sem komið hefur inn á fasteignamarkaðinn síðustu ár hefur fundið mikið fyrir auknum vaxtakostnaði síðustu mánuði. Þessi aukni kostnaður leggst sérstaklega hart á barnafólk sem samhliða því að koma undir sér og sínum þaki yfir höfuðið þarf m.a. að greiða fyrir leikskóla, fæði, íþróttir og tómstundir svo eitthvað sé nefnt. Til þess að mæta auknum vaxtakostnaði verða á árinu greiddir út allt að 7 milljarðar króna í sérstakan vaxtastuðning til heimila með íbúðalán. Stuðningurinn tekur mið af vaxtagjöldum ársins 2023 og kemur til viðbótar almennum vaxtabótum. Hámark sérstaks vaxtastuðnings mun nema 150.000 kr. fyrir einstakling, 200.000 fyrir einstæða foreldra og 250.000 fyrir sambúðarfólk að teknu tilliti til skerðinga vegna tekna og eigna. Gert er ráð fyrir að sérstakur vaxtastuðningur greiðist beint inn á höfuðstól húsnæðisláns en að heimilt verði að óska eftir að nýta hann til lækkunar á afborgunum í tiltekinn tíma. Barnabætur hækka Barnabótakerfið hefur á kjörtímabilinu verið einfaldað og stuðningur efldur, nú á að bæta um betur. Hækka á barnabætur á samningstímanum ásamt því að draga úr tekjuskerðingu, þannig mun foreldrum sem fá stuðning með þessum hætti fjölga um 10.000. Í heildina munu framlög til barnabóta hækka um 3 milljarða króna á þessu ári og um 2 milljarða króna á árinu 2025 og verða þá orðin um 21 milljarður króna á ári. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir Frá og með ágúst á þessu ári verða skólamáltíðir grunnskólabarna gjaldfrjálsar út árið 2027 í samræmi við gildistíma kjarasamninga á almennum markaði. Með þessum aðgerðum munu öll börn eiga kost á hollum og góðum skólamáltíðum. Börn búa vissulega við misjöfn kjör og koma úr mismunandi aðstæðum, en holl og staðgóð næring er þýðingarmikil fyrir þroska og starfsorku og óhætt er að fullyrða að vel nærð börn séu betur undirbúin til náms. Fyrir þessu hef ég talað frá því ég hóf minn feril í stjórnmálum og voru stigin markviss skref í þessa átt kjörtímabilið 2018-2022 í Hafnarfirði þegar systkinaafsláttur var í fyrsta skipti innleiddur í skólamáltíðir grunnskólabarna. Það er því sérstakt fagnaðarefni að nú sé skrefið stigið til fulls, en hér er að mínu mati um jafnréttis- og lýðheilsumál að ræða sem samhliða mun auka ráðstöfunartekjur venjulegs fjölskyldufólk umtalsvert. Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Til þess að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna og stuðla að því að markmið fæðingarorlofskerfisins um samvistir barna við báða foreldra og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs nái fram að ganga verða hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hækkaðar í þremur áföngum á næstu tveimur árum. Þann 1. apríl 2024 voru þær hækkaðar úr 600.000 þúsund krónum á mánuði í 700.000 kr., frá og með 1. janúar 2025 í 800.000 kr. og frá og með 1. janúar 2026 í 900.000 kr. Hækkun húsnæðisbóta Margar ungar barnafjölskyldur eru fastar á leigumarkaði. Til þess að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði leigjenda verða húsnæðisbætur hækkaðar. Aukið tillit verður tekið til fjölskyldustærðar með fjölgun bótaflokka frá 1. júní n.k. Grunnfjárhæðir húsnæðisbóta til leigjenda eru hækkaðar um 25% og með því að taka tillit til fjölskyldustærðar verða þannig greiddar húsnæðisbætur fyrir allt að sex heimilismenn í stað fjögurra áður. Betri skilyrði fyrir barnafjölskyldur Stjórnvöld vilja skapa góð skilyrði fyrir barnafjölskyldur á Íslandi til þess að vaxa og dafna. Samhliða þessum aðgerðum leggja stjórnvöld ríka áherslu á að stuðla að minni verðbólgu og lækkun vaxta. Við sem stöfum á Alþingi vitum að róðurinn hefur verið þungur síðustu misseri og því er farið í markvissar aðgerðir sem þessar, þar sem markmiðið er að létta þeim róðurinn sem þyngstar byrðar bera nú um stundir. Aðgerðirnar sem hér hefur verið farið yfir munu auka ráðstöfunartekjur fjölskyldna verulega á samningstímanum eða um 500 þúsund kr. á ári. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Ágúst Bjarni Garðarsson Réttindi barna Efnahagsmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Fasteignamarkaður Alþingi Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi var vikunni mælt fyrir frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2024, en við vinnslu fjárlaga lá ekki fyrir með hvaða hætti stjórnvöld myndu koma að gerð kjarasamninga. Með frumvarpi til fjáraukalaga er nú verið að leita aukinna fjárheimilda til Alþingis vegna samninganna. Það má með sanni segja að hluti þeirra aðgerða sem mælt er hér fyrir miði að því að bæta hag barnafjölskyldna á landinu, enda er hér lögð sérstök áhersla á að stuðla að fjölskylduvænna samfélagi. Hér er fullt tilefni til að vekja sérstaklega athygli á þeim góðu og jákvæðu skrefum sem hér eru stigin í þá átt. Vaxtastuðningur Ungt fólk sem komið hefur inn á fasteignamarkaðinn síðustu ár hefur fundið mikið fyrir auknum vaxtakostnaði síðustu mánuði. Þessi aukni kostnaður leggst sérstaklega hart á barnafólk sem samhliða því að koma undir sér og sínum þaki yfir höfuðið þarf m.a. að greiða fyrir leikskóla, fæði, íþróttir og tómstundir svo eitthvað sé nefnt. Til þess að mæta auknum vaxtakostnaði verða á árinu greiddir út allt að 7 milljarðar króna í sérstakan vaxtastuðning til heimila með íbúðalán. Stuðningurinn tekur mið af vaxtagjöldum ársins 2023 og kemur til viðbótar almennum vaxtabótum. Hámark sérstaks vaxtastuðnings mun nema 150.000 kr. fyrir einstakling, 200.000 fyrir einstæða foreldra og 250.000 fyrir sambúðarfólk að teknu tilliti til skerðinga vegna tekna og eigna. Gert er ráð fyrir að sérstakur vaxtastuðningur greiðist beint inn á höfuðstól húsnæðisláns en að heimilt verði að óska eftir að nýta hann til lækkunar á afborgunum í tiltekinn tíma. Barnabætur hækka Barnabótakerfið hefur á kjörtímabilinu verið einfaldað og stuðningur efldur, nú á að bæta um betur. Hækka á barnabætur á samningstímanum ásamt því að draga úr tekjuskerðingu, þannig mun foreldrum sem fá stuðning með þessum hætti fjölga um 10.000. Í heildina munu framlög til barnabóta hækka um 3 milljarða króna á þessu ári og um 2 milljarða króna á árinu 2025 og verða þá orðin um 21 milljarður króna á ári. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir Frá og með ágúst á þessu ári verða skólamáltíðir grunnskólabarna gjaldfrjálsar út árið 2027 í samræmi við gildistíma kjarasamninga á almennum markaði. Með þessum aðgerðum munu öll börn eiga kost á hollum og góðum skólamáltíðum. Börn búa vissulega við misjöfn kjör og koma úr mismunandi aðstæðum, en holl og staðgóð næring er þýðingarmikil fyrir þroska og starfsorku og óhætt er að fullyrða að vel nærð börn séu betur undirbúin til náms. Fyrir þessu hef ég talað frá því ég hóf minn feril í stjórnmálum og voru stigin markviss skref í þessa átt kjörtímabilið 2018-2022 í Hafnarfirði þegar systkinaafsláttur var í fyrsta skipti innleiddur í skólamáltíðir grunnskólabarna. Það er því sérstakt fagnaðarefni að nú sé skrefið stigið til fulls, en hér er að mínu mati um jafnréttis- og lýðheilsumál að ræða sem samhliða mun auka ráðstöfunartekjur venjulegs fjölskyldufólk umtalsvert. Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Til þess að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna og stuðla að því að markmið fæðingarorlofskerfisins um samvistir barna við báða foreldra og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs nái fram að ganga verða hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hækkaðar í þremur áföngum á næstu tveimur árum. Þann 1. apríl 2024 voru þær hækkaðar úr 600.000 þúsund krónum á mánuði í 700.000 kr., frá og með 1. janúar 2025 í 800.000 kr. og frá og með 1. janúar 2026 í 900.000 kr. Hækkun húsnæðisbóta Margar ungar barnafjölskyldur eru fastar á leigumarkaði. Til þess að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði leigjenda verða húsnæðisbætur hækkaðar. Aukið tillit verður tekið til fjölskyldustærðar með fjölgun bótaflokka frá 1. júní n.k. Grunnfjárhæðir húsnæðisbóta til leigjenda eru hækkaðar um 25% og með því að taka tillit til fjölskyldustærðar verða þannig greiddar húsnæðisbætur fyrir allt að sex heimilismenn í stað fjögurra áður. Betri skilyrði fyrir barnafjölskyldur Stjórnvöld vilja skapa góð skilyrði fyrir barnafjölskyldur á Íslandi til þess að vaxa og dafna. Samhliða þessum aðgerðum leggja stjórnvöld ríka áherslu á að stuðla að minni verðbólgu og lækkun vaxta. Við sem stöfum á Alþingi vitum að róðurinn hefur verið þungur síðustu misseri og því er farið í markvissar aðgerðir sem þessar, þar sem markmiðið er að létta þeim róðurinn sem þyngstar byrðar bera nú um stundir. Aðgerðirnar sem hér hefur verið farið yfir munu auka ráðstöfunartekjur fjölskyldna verulega á samningstímanum eða um 500 þúsund kr. á ári. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun