Er maðurinn í útrýmingarhættu? Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 10. maí 2024 07:31 Fyrr í vikunni skrifaði Vala Hafstað grein á Vísi með titlinum „Útrýming mannsins á RÚV“. Þar heldur hún því fram að undanfarin ár hafi „óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu“. Það er fullkomlega eðlilegt að breytingar á máli og málnotkun í nafni kynhlutleysis og jafnréttisbaráttu falli fólki misvel í geð, og sjálfsagt og nauðsynlegt að ræða þær breytingar á málefnalegan hátt. En þótt stóryrði, útúrsnúningar, uppnefni, rangfærslur, háðsglósur og uppspuni um ætlun fólks geti verið vel til þess fallið að fá athygli og dreifingu – mörg læk og margar deilingar – hentar þetta illa sem framlag til málefnalegrar umræðu. Því miður kemur þetta allt fram í grein Völu Hafstað. Hún segir t.d.: „Hluti þessarar misskildu jafnréttisbaráttu fréttamannanna felst í því að útrýma orðinu maður hvenær sem færi gefst. Að sama skapi má ekki lengur tala um suma, aðra, flesta eða nokkra í hlutlausri merkingu.“ Þetta er rangt, og það þarf ekki að leita lengi á vef Ríkisútvarpsins til að finna fjölda dæma frá síðustu vikum um einmitt þessi atriði sem fullyrt er að hafi verið „útrýmt“ og ekki megi tala um. Málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins hefur margsinnis lýst því yfir að engin fyrirmæli hafi verið gefin um útilokun þessara orða og margt starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur einnig staðfest að það hafi aldrei orðið fyrir neinum þrýstingi í þá átt. En samt er haldið áfram að fullyrða þetta. Málfarsráðunauturinn segir hins vegar „að sumt af samstarfsfólki sínu á stofnuninni kjósi að draga úr karllægni tungumálsins“ og það er ljóst að stundum er hvorugkyn óákveðinna fornafna notað í Ríkisútvarpinu þar sem venja hefur verið að nota karlkyn, og stundum er orðið fólk og samsetningar af því notað í stað maður og samsetninga af því. Það er ekki bannað, frekar en að nota maður og karlkynsmyndir fornafna, en því fer samt fjarri að allt starfsfólk Ríkisútvarpsins noti málið á þennan hátt. Það er nú einu sinni þannig að við tökum meira eftir því nýja sem við heyrum en því sem við erum vön og það er sennilega ástæðan fyrir því að fólk ímyndar sér – ranglega – að búið sé að úthýsa orðinu maður og karlkynsmyndum óákveðinna fornafna. Vala segir líka að í misskilinni jafnréttisbaráttu sinni hafi fréttafólki „tekist að innleiða orð á borð við starfsfólk, vísindafólk, björgunarfólk, verkafólk, iðnaðarfólk, flóttafólk o.s.frv.“ í staðinn fyrir samsvarandi orð með seinni hlutann -maður. Orðið verkafólk kemur fyrst fyrir á tímarit.is árið 1848 og hefur einnig verið mjög algengt lengi þótt dregið hafi úr tíðni þess á síðustu árum. Orðið starfsfólk kemur fyrst fyrir 1901, og það hefur lengi verið mjög algengt. Orðið flóttafólk kemur fyrst fyrir 1878 og hefur verið algengt áratugum saman. Orðið iðnaðarfólk kemur fyrst fyrir 1883 en hefur alla tíð verið sjaldgæft og á vef Ríkisútvarpsins er aðeins að finna fimm dæmi um það. Orðin vísindafólk og björgunarfólk eru áratuga gömul. Það er því ljóst að fráleitt er að tala um að fréttafólk Ríkisútvarpsins hafi „innleitt“ umrædd orð sem öll eru gömul í málinu og flest hafa lengi verið mjög algeng. En Vala bætir við í háði: „Það hlýtur hver maður að sjá að réttara væri að tala um Ísraelsfólk og Bandaríkjafólk. Sömuleiðis gengur ekki lengur að tala um Kanadamenn, Norðmenn og Úkraínumenn. Nei, Kanadafólk, Norðfólk og Úkraínufólk skal það heita.“ Reyndar er Ísraelsfólk gamalt í málinu og sennilega eldra en Ísraelsmenn, en ég hef aldrei heyrt eða séð orðin Kanadafólk og Norðfólk notuð. Ég finn fjögur dæmi um Úkraínufólk á vef Ríkisútvarpsins en fjölmörg um Úkraínumenn. Hins vegar er töluvert af dæmum um Palestínufólk en það orð er meira en hálfrar aldar gamalt. Þó tekur steininn úr þegar Vala segir: „Í stað þess að segja að 27 manns hafi farist í flóðum, eða 11 manns hafi verið handteknir er nú sagt þar á bæ að 27 hafi farist í flóðum og 11 hafi verið handtekin.“ Þetta túlkar hún sem lið í „útrýmingu“ orðsins maður vegna þess að það eigi alltaf að nefna einingar með tölum.En í fyrsta lagi er fljótlegt að finna á vef Ríkisútvarpsins fjölmörg dæmi frá síðustu vikum um að manns sé notað á eftir tölum, og í öðru lagi er fráleitt að halda því fram að alltaf þurfi að nefna einingar með tölum. Því er einmitt oft sleppt þegar augljóst er um hvað er að ræða, eins og í þeim dæmum sem Vala nefnir, og þannig hefur það lengi verið og þótt eðlilegt. Á tímarit.is eru t.d. 176 dæmi um fimm fórust, það elsta frá 1926. Vala segir líka: „Fréttamenn RÚV hafa enn ekki áttað sig á að orðið forseti er karlkyns, en helmingur frambjóðenda kvenkyns, þ.m.t. ein fyrirsæta, og því ótækt að halda sig við þetta starfsheiti, fari svo að kona verði kosin.“ Þótt vissulega sé stundum reynt að draga úr karllægni málsins með því að skipta um orð beinist andstaðan yfirleitt ekki gegn karlkynsorðum almennt, heldur fyrst og fremst gegn orðinu maður og samsetningum af því. Þegar Stúdentaráð Háskóla Íslands lagði niður starfsheitið formaður fyrir sex árum í nafni kynhlutleysis var orðið forseti einmitt tekið upp í staðinn – þrátt fyrir að vera karlkynsorð. Hér er því verið að gera fólki upp ætlun, fyrir utan að tala niður til fólks með því að segja að það hafi „enn ekki áttað sig á“. Eins og ég sagði í upphafi er fullkomlega eðlilegt að fólk hafi misjafnar skoðanir á þessum málum. Íslenskan er okkur tilfinningamál, okkur er annt um hana og viljum helst hafa hana eins og við tileinkuðum okkur hana á máltökuskeiði. Sumum finnst samt ástæða til að gera ákveðnar breytingar á máli sínu og málnotkun vegna þess að málið sé mjög karllægt á ýmsan hátt. Ég get vel skilið þessa afstöðu og ýmis rök fyrir henni, en ég get líka vel skilið andstöðu við breytingarnar og rök fyrir henni. Þess vegna er mikilvægt að hægt sé að ræða þetta á málefnalegan hátt, þar sem fólk sýni skoðunum og tilfinningum annarra tillitssemi og virðingu, í stað þess að fara í skotgrafir og hrópa þaðan gífuryrði gegn ímynduðum „nýlenskuher“. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrr í vikunni skrifaði Vala Hafstað grein á Vísi með titlinum „Útrýming mannsins á RÚV“. Þar heldur hún því fram að undanfarin ár hafi „óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu“. Það er fullkomlega eðlilegt að breytingar á máli og málnotkun í nafni kynhlutleysis og jafnréttisbaráttu falli fólki misvel í geð, og sjálfsagt og nauðsynlegt að ræða þær breytingar á málefnalegan hátt. En þótt stóryrði, útúrsnúningar, uppnefni, rangfærslur, háðsglósur og uppspuni um ætlun fólks geti verið vel til þess fallið að fá athygli og dreifingu – mörg læk og margar deilingar – hentar þetta illa sem framlag til málefnalegrar umræðu. Því miður kemur þetta allt fram í grein Völu Hafstað. Hún segir t.d.: „Hluti þessarar misskildu jafnréttisbaráttu fréttamannanna felst í því að útrýma orðinu maður hvenær sem færi gefst. Að sama skapi má ekki lengur tala um suma, aðra, flesta eða nokkra í hlutlausri merkingu.“ Þetta er rangt, og það þarf ekki að leita lengi á vef Ríkisútvarpsins til að finna fjölda dæma frá síðustu vikum um einmitt þessi atriði sem fullyrt er að hafi verið „útrýmt“ og ekki megi tala um. Málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins hefur margsinnis lýst því yfir að engin fyrirmæli hafi verið gefin um útilokun þessara orða og margt starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur einnig staðfest að það hafi aldrei orðið fyrir neinum þrýstingi í þá átt. En samt er haldið áfram að fullyrða þetta. Málfarsráðunauturinn segir hins vegar „að sumt af samstarfsfólki sínu á stofnuninni kjósi að draga úr karllægni tungumálsins“ og það er ljóst að stundum er hvorugkyn óákveðinna fornafna notað í Ríkisútvarpinu þar sem venja hefur verið að nota karlkyn, og stundum er orðið fólk og samsetningar af því notað í stað maður og samsetninga af því. Það er ekki bannað, frekar en að nota maður og karlkynsmyndir fornafna, en því fer samt fjarri að allt starfsfólk Ríkisútvarpsins noti málið á þennan hátt. Það er nú einu sinni þannig að við tökum meira eftir því nýja sem við heyrum en því sem við erum vön og það er sennilega ástæðan fyrir því að fólk ímyndar sér – ranglega – að búið sé að úthýsa orðinu maður og karlkynsmyndum óákveðinna fornafna. Vala segir líka að í misskilinni jafnréttisbaráttu sinni hafi fréttafólki „tekist að innleiða orð á borð við starfsfólk, vísindafólk, björgunarfólk, verkafólk, iðnaðarfólk, flóttafólk o.s.frv.“ í staðinn fyrir samsvarandi orð með seinni hlutann -maður. Orðið verkafólk kemur fyrst fyrir á tímarit.is árið 1848 og hefur einnig verið mjög algengt lengi þótt dregið hafi úr tíðni þess á síðustu árum. Orðið starfsfólk kemur fyrst fyrir 1901, og það hefur lengi verið mjög algengt. Orðið flóttafólk kemur fyrst fyrir 1878 og hefur verið algengt áratugum saman. Orðið iðnaðarfólk kemur fyrst fyrir 1883 en hefur alla tíð verið sjaldgæft og á vef Ríkisútvarpsins er aðeins að finna fimm dæmi um það. Orðin vísindafólk og björgunarfólk eru áratuga gömul. Það er því ljóst að fráleitt er að tala um að fréttafólk Ríkisútvarpsins hafi „innleitt“ umrædd orð sem öll eru gömul í málinu og flest hafa lengi verið mjög algeng. En Vala bætir við í háði: „Það hlýtur hver maður að sjá að réttara væri að tala um Ísraelsfólk og Bandaríkjafólk. Sömuleiðis gengur ekki lengur að tala um Kanadamenn, Norðmenn og Úkraínumenn. Nei, Kanadafólk, Norðfólk og Úkraínufólk skal það heita.“ Reyndar er Ísraelsfólk gamalt í málinu og sennilega eldra en Ísraelsmenn, en ég hef aldrei heyrt eða séð orðin Kanadafólk og Norðfólk notuð. Ég finn fjögur dæmi um Úkraínufólk á vef Ríkisútvarpsins en fjölmörg um Úkraínumenn. Hins vegar er töluvert af dæmum um Palestínufólk en það orð er meira en hálfrar aldar gamalt. Þó tekur steininn úr þegar Vala segir: „Í stað þess að segja að 27 manns hafi farist í flóðum, eða 11 manns hafi verið handteknir er nú sagt þar á bæ að 27 hafi farist í flóðum og 11 hafi verið handtekin.“ Þetta túlkar hún sem lið í „útrýmingu“ orðsins maður vegna þess að það eigi alltaf að nefna einingar með tölum.En í fyrsta lagi er fljótlegt að finna á vef Ríkisútvarpsins fjölmörg dæmi frá síðustu vikum um að manns sé notað á eftir tölum, og í öðru lagi er fráleitt að halda því fram að alltaf þurfi að nefna einingar með tölum. Því er einmitt oft sleppt þegar augljóst er um hvað er að ræða, eins og í þeim dæmum sem Vala nefnir, og þannig hefur það lengi verið og þótt eðlilegt. Á tímarit.is eru t.d. 176 dæmi um fimm fórust, það elsta frá 1926. Vala segir líka: „Fréttamenn RÚV hafa enn ekki áttað sig á að orðið forseti er karlkyns, en helmingur frambjóðenda kvenkyns, þ.m.t. ein fyrirsæta, og því ótækt að halda sig við þetta starfsheiti, fari svo að kona verði kosin.“ Þótt vissulega sé stundum reynt að draga úr karllægni málsins með því að skipta um orð beinist andstaðan yfirleitt ekki gegn karlkynsorðum almennt, heldur fyrst og fremst gegn orðinu maður og samsetningum af því. Þegar Stúdentaráð Háskóla Íslands lagði niður starfsheitið formaður fyrir sex árum í nafni kynhlutleysis var orðið forseti einmitt tekið upp í staðinn – þrátt fyrir að vera karlkynsorð. Hér er því verið að gera fólki upp ætlun, fyrir utan að tala niður til fólks með því að segja að það hafi „enn ekki áttað sig á“. Eins og ég sagði í upphafi er fullkomlega eðlilegt að fólk hafi misjafnar skoðanir á þessum málum. Íslenskan er okkur tilfinningamál, okkur er annt um hana og viljum helst hafa hana eins og við tileinkuðum okkur hana á máltökuskeiði. Sumum finnst samt ástæða til að gera ákveðnar breytingar á máli sínu og málnotkun vegna þess að málið sé mjög karllægt á ýmsan hátt. Ég get vel skilið þessa afstöðu og ýmis rök fyrir henni, en ég get líka vel skilið andstöðu við breytingarnar og rök fyrir henni. Þess vegna er mikilvægt að hægt sé að ræða þetta á málefnalegan hátt, þar sem fólk sýni skoðunum og tilfinningum annarra tillitssemi og virðingu, í stað þess að fara í skotgrafir og hrópa þaðan gífuryrði gegn ímynduðum „nýlenskuher“. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar