Grafa skoðanakannanir undan lýðræðinu? Guðlaugur Bragason skrifar 10. maí 2024 09:01 Ég velti stundum fyrir mér markaðsrannsóknum og tilgangi þeirra þegar kemur að lýðræðislegum kosningum. Nú hafa slíkar rannsóknir augljóst mikilvægi á ýmsum sviðum og geta m.a. veitt dýrmæta innsýn í ýmiss samfélagsleg mál sem krefjast endurbóta. En hver er tilgangur og ávinningur markaðsrannsókna þegar kemur að kosningum? Eitt sem mér finnst helst einkenna áhrif slíkra rannsókna er að frambjóðendur eða stjórnmálaflokkar sem hefja kosningabaráttu með lítið fylgi í skoðanakönnunum verði undir í umfjöllun og eigi þ.a.l. mun erfiðara með að vekja athygli á málefnum sínum en mótframbjóðendur. Lítið fylgi í könnun getur t.d. orsakast af því að viðkomandi einstaklingar eða stjórnmálaflokkar séu óþekktir í samfélaginu. Niðurstöður skoðanakannana geta því haft þær aukaverkanir að viðhalda völdum þekktra einstaklinga og/eða stjórnmálaflokka með langa sögu. Annað sem gerist svo óhjákvæmilega í kjölfar lítis fylgis í skoðanakönnunum er umræðan um „dauð atkvæði". Sem dæmi gætu stuðningsmenn stjórnmálaflokks með 3% fylgi í skoðanakönnunum hugsað sem svo að flokkurinn komist ólíklega á þing, og því sé betur farið með atkvæðið að greiða það annað. Út frá ofangreindu dæmi má líklega fullyrða að einn umdeildasti forsetaframbjóðandi sem sögur fara af sé nú í framboði til forseta Íslands, eða fyrrverandi forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir. Mér finnst mjög skiljanlegt að kjósendum sem líst best á frambjóðanda með lítið fylgi í skoðanakönnunum fórni atkvæði sínu frekar í þágu helsta keppinauts Katrínar til að minnka líkur á kjöri fyrrverandi forsætisráðherra. Þetta gildir auðvitað ekki aðeins um Katrínu og aðrir frambjóðendur geta tapað/grætt atkvæði gegnum samskonar atkvæðakænsku. Við gætum því endað með forseta með 40-50% kosningu sem væri kannski annar eða þriðji kostur hjá stórum hluta þeirra sem kjósa viðkomandi. Þetta er dæmi um hvernig markaðsrannsóknir geti haft óbein áhrif á lýðræðið sem hlýtur að valda einhvers konar hugarangri. Hvers vegna ættu fyrirtæki í einkaeigu að hafa þetta vald? Getum við yfir höfuð treyst heiðarleika þeirra og hlutleysi? Nú er það staðfest að stjórnarformaður Gallup er tengdur framboði Katrínar Jakobsdóttur. Útlit er fyrir að annar starfsmaður Gallup sé stjórnandi í Facebook-hópnum „Halla Hrund - Stuðningsfólk". Hvernig getum við treyst því að þessir og aðrir starfsmenn vinni af heilindum þegar ákvarðanir þeirra geta haft áhrif á úrslit kosninga í lýðræðisríki? Ég tek fram að mögulega er um strangheiðarlegt fólk að ræða, en jafnframt of mikil ábyrgð lögð á ókjörna einstaklinga að mínu mati. Þann 8. maí fjallaði Nútíminn um tvö athugaverð atriði sem birtust í einni og sömu könnunninni frá Gallup. Fyrst ber að nefna lista forsetaframbjóðanda eftir stafrófsröð þar sem búið var að færa eitt nafn aftast í röðina þrátt fyrir að vera fremst í stafrófinu. Gallup til varnar þá er vert að taka fram að það gæti verið einföld skýring á þessari uppröðun. Samkvæmt frétt Nútímans höfðu hins vegar engin svör borist frá Gallup þegar fréttin var birt. Atriðið sem vakti hins vegar mestu furðu var skoðanamyndandi aukaspurning í sömu könnun. Þar var spurt hvort það kæmi til greina að kjósa einn af „neðangreindum frambjóðendum", en aðeins hægt að velja fimm af þeim tólf sem eru í framboði. Þess má geta að þesir fimm eru einmitt þeir sem hafa mælst með mest fylgi í skoðanakönnunum. Hefur Gallup vald eða leyfi til að ákveða hvaða forsetaframbjóðendur eiga ekki erindi við almenning? Getur verið að sambærileg framsetning sé gegnumgangandi í skoðanakönnunum, en það rati ekki í fjölmiðla? Eins og starfsmenn Gallup vita líklega betur en flestir, þá er framsetning gríðarlega mikilvægt atriði þegar kemur að hlutleysi skoðanakannana og því finnst mér mjög undarlegt að þetta hafi sloppið í gegn hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðsrannsóknum. Eftir þessar vangaveltur kvikna nokkrar spurningar. Er hægt er að tryggja að markaðsrannsóknir fyrir kosningar séu gerðar af heilindum með einhvers konar eftirliti? Ef það er hægt, er þá ekki samt sem áður mikið áhyggjuefni að niðurstöður vel unnra markaðsrannsókna geti haft áhrif á bæði vinsældir frambjóðanda og hvert atkvæði greiðast í lýðræðislegum kosningum sbr. dauð atkvæði? Má vera í ljósi þessara vangaveltna að skoðanakannanir í aðdragana kosninga séu jafnvel ólýðræðislegar í eðli sínu? Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Guðlaugur Bragason Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Ég velti stundum fyrir mér markaðsrannsóknum og tilgangi þeirra þegar kemur að lýðræðislegum kosningum. Nú hafa slíkar rannsóknir augljóst mikilvægi á ýmsum sviðum og geta m.a. veitt dýrmæta innsýn í ýmiss samfélagsleg mál sem krefjast endurbóta. En hver er tilgangur og ávinningur markaðsrannsókna þegar kemur að kosningum? Eitt sem mér finnst helst einkenna áhrif slíkra rannsókna er að frambjóðendur eða stjórnmálaflokkar sem hefja kosningabaráttu með lítið fylgi í skoðanakönnunum verði undir í umfjöllun og eigi þ.a.l. mun erfiðara með að vekja athygli á málefnum sínum en mótframbjóðendur. Lítið fylgi í könnun getur t.d. orsakast af því að viðkomandi einstaklingar eða stjórnmálaflokkar séu óþekktir í samfélaginu. Niðurstöður skoðanakannana geta því haft þær aukaverkanir að viðhalda völdum þekktra einstaklinga og/eða stjórnmálaflokka með langa sögu. Annað sem gerist svo óhjákvæmilega í kjölfar lítis fylgis í skoðanakönnunum er umræðan um „dauð atkvæði". Sem dæmi gætu stuðningsmenn stjórnmálaflokks með 3% fylgi í skoðanakönnunum hugsað sem svo að flokkurinn komist ólíklega á þing, og því sé betur farið með atkvæðið að greiða það annað. Út frá ofangreindu dæmi má líklega fullyrða að einn umdeildasti forsetaframbjóðandi sem sögur fara af sé nú í framboði til forseta Íslands, eða fyrrverandi forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir. Mér finnst mjög skiljanlegt að kjósendum sem líst best á frambjóðanda með lítið fylgi í skoðanakönnunum fórni atkvæði sínu frekar í þágu helsta keppinauts Katrínar til að minnka líkur á kjöri fyrrverandi forsætisráðherra. Þetta gildir auðvitað ekki aðeins um Katrínu og aðrir frambjóðendur geta tapað/grætt atkvæði gegnum samskonar atkvæðakænsku. Við gætum því endað með forseta með 40-50% kosningu sem væri kannski annar eða þriðji kostur hjá stórum hluta þeirra sem kjósa viðkomandi. Þetta er dæmi um hvernig markaðsrannsóknir geti haft óbein áhrif á lýðræðið sem hlýtur að valda einhvers konar hugarangri. Hvers vegna ættu fyrirtæki í einkaeigu að hafa þetta vald? Getum við yfir höfuð treyst heiðarleika þeirra og hlutleysi? Nú er það staðfest að stjórnarformaður Gallup er tengdur framboði Katrínar Jakobsdóttur. Útlit er fyrir að annar starfsmaður Gallup sé stjórnandi í Facebook-hópnum „Halla Hrund - Stuðningsfólk". Hvernig getum við treyst því að þessir og aðrir starfsmenn vinni af heilindum þegar ákvarðanir þeirra geta haft áhrif á úrslit kosninga í lýðræðisríki? Ég tek fram að mögulega er um strangheiðarlegt fólk að ræða, en jafnframt of mikil ábyrgð lögð á ókjörna einstaklinga að mínu mati. Þann 8. maí fjallaði Nútíminn um tvö athugaverð atriði sem birtust í einni og sömu könnunninni frá Gallup. Fyrst ber að nefna lista forsetaframbjóðanda eftir stafrófsröð þar sem búið var að færa eitt nafn aftast í röðina þrátt fyrir að vera fremst í stafrófinu. Gallup til varnar þá er vert að taka fram að það gæti verið einföld skýring á þessari uppröðun. Samkvæmt frétt Nútímans höfðu hins vegar engin svör borist frá Gallup þegar fréttin var birt. Atriðið sem vakti hins vegar mestu furðu var skoðanamyndandi aukaspurning í sömu könnun. Þar var spurt hvort það kæmi til greina að kjósa einn af „neðangreindum frambjóðendum", en aðeins hægt að velja fimm af þeim tólf sem eru í framboði. Þess má geta að þesir fimm eru einmitt þeir sem hafa mælst með mest fylgi í skoðanakönnunum. Hefur Gallup vald eða leyfi til að ákveða hvaða forsetaframbjóðendur eiga ekki erindi við almenning? Getur verið að sambærileg framsetning sé gegnumgangandi í skoðanakönnunum, en það rati ekki í fjölmiðla? Eins og starfsmenn Gallup vita líklega betur en flestir, þá er framsetning gríðarlega mikilvægt atriði þegar kemur að hlutleysi skoðanakannana og því finnst mér mjög undarlegt að þetta hafi sloppið í gegn hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðsrannsóknum. Eftir þessar vangaveltur kvikna nokkrar spurningar. Er hægt er að tryggja að markaðsrannsóknir fyrir kosningar séu gerðar af heilindum með einhvers konar eftirliti? Ef það er hægt, er þá ekki samt sem áður mikið áhyggjuefni að niðurstöður vel unnra markaðsrannsókna geti haft áhrif á bæði vinsældir frambjóðanda og hvert atkvæði greiðast í lýðræðislegum kosningum sbr. dauð atkvæði? Má vera í ljósi þessara vangaveltna að skoðanakannanir í aðdragana kosninga séu jafnvel ólýðræðislegar í eðli sínu? Höfundur er heimspekingur.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun