Sameiningartákn? Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 12. maí 2024 10:30 Forseti Íslands sinnir margvíslegum skyldum sem eru allar mikilvægar á sinn hátt. Þó liggur aðeins ein þessara skyldna einvörðungu á herðum forseta. Engra annarra. Eitt af hlutverkum forsetans er að efla stöðu Íslands alþjóðlega og styðja hagsmuni þjóðarinnar út á við, efnahagslega sem og pólitískt séð. Það er einnig æðsta hlutverk utanríkisráðherra landsins og gjörvallrar utanríkisþjónustunnar, stofnana eins og Íslandsstofu og svokallaðra Millilandaráða, sem og einkaaðila. Forsetinn vinnur jafnframt að því að efla stöðu íslenskrar menningar og lista á alþjóðasviðinu. Það gera einnig menningarmálaráðherra og -ráðuneyti, utanríkisþjónustan, Miðstöð íslenskra bókmennta, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Tónlistarmiðstöð, og Miðstöð íslenskrar myndlistar, til að nefna nokkra, sem og fjöldi einkaaðila. Forsetinn leggur sitt lóð á vogarskálarnar alþjóðlega við eflingu þeirra gilda sem standa okkur næst: mannréttinda, friðar, lýðræðis og réttarríkis. Það er einnig eitt helsta hlutverk utanríkisþjónustunnar og fjölda frjálsra félagasamtaka. Forsetinn veitir fulltrúum stjórnmálaflokka umboð til ríkisstjórnarmyndunar, sér til þess að í landinu sé starfshæf ríkisstjórn, og staðfestir lög frá Alþingi. Samkvæmt þingræðisreglu stjórnarskrár er ríkisstjórnarmyndun og lagasetning þó fyrst og fremst í höndum alþingismanna. Loks stendur forsetinn að jafna vörð um íslenskan menningararf, tungu, og náttúru, sem og grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi. Því hlutverki sinna einnig ótal menningarstofnanir, ráðuneyti, dómskerfið, umhverfisverndarsamtök, mannréttindasamtök og fræðasamfélagið, sem og einkaaðilar. En hvaða hlutverk stendur þá eftir, sem hvílir fyrst og síðast á herðum forsetans? Það er að vera sameiningartákn og sameiningarafl þjóðarinnar. En hvað þýðir það í raun? Það þýðir að forseti Íslands sé fólksins. Ekki einungis í orði heldur einnig á borði. Að forsetinn geti sett sig í spor allra hópa samfélagsins, sama hversu vel eða illa þeir standa. Að forsetinn eigi auðvelt með að finna til samkenndar og sýna öðru fólki raunverulega samkennd. Að hlusta. Að vera algjörlega til staðar hverju sinni. Að hugsa hlutina út frá öðru fólki, samfélaginu, en ekki eingöngu sér eða sinni tilveru. Að geta myndað innihaldsrík tengsl við annað fólk, þar með talið þau sem upplifa sig á jaðri samfélagsins. Til þess að geta myndað slík tengsl þarf fólk að hafa öðlast reynslu og gengið í gegnum erfiðleika í eigin lífi, lært af þeim og vaxið. Og ekki einungis eflst og styrkts persónulega heldur einnig aukið getu sína til að setja sig í spor annarra. Aukið getu sína til að setja sjálf sitt og samfélagsstöðu sína algjörlega til hliðar þegar aðstæður kalla á. Þannig forseti gefur sig að þeim sem á þurfa að halda, og beitir í framhaldinu áhrifum sínum til að bæta stöðu þeirra. Talar þeirra máli. Þannig forseti leiðir saman ólíka hópa og stuðlar að sátt og samlyndi, eflir samfélagsheildina. Þannig forseti er fyrirmynd okkar allra. Forsetinn þarf því að búa yfir bæði lífsreynslu og visku. Við þurfum nefnilega ekki mest af öllu annan stjórnmálamann eða embættismann, eða fulltrúa hagsmunasamtaka, í stól forseta. Við þurfum heldur alls ekki einstakling sem er fyrst og fremst að hugsa um eiginn framgang og valdastöðu. Við þurfum miklu frekar einstakling sem getur áreynslulaust verið í liði okkar allra, sama á hverju bjátar. Einstakling sem stuðlar að aukinni samkennd, skilningi og hlýju innan samfélags okkar, og þar með talið aukinni samfélagsþátttöku og valdeflingu þeirra sem standa veikt. Á tímum aukinnar skautunar í samfélaginu, og þeirra félagslegu áskorana sem hraðar samfélagsbreytingar skapa, nægir að nefna snjallvæðingu og þróun gervigreindar, er þetta hlutverk forseta Íslands síst minna mikilvægt nú en áður. Núverandi forseti býr yfir þessari getu. Þessum persónueinkennum. Hann hefur gefið fólkinu sig allan í hartnær 8 ár og á miklar þakkir skilið fyrir sitt óeigingjarna starf. Það er að vera raunverulegt sameiningartákn. Þannig forseti vil ég áfram að leiði þjóðina. Höfundur er óákveðinn kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Forseti Íslands sinnir margvíslegum skyldum sem eru allar mikilvægar á sinn hátt. Þó liggur aðeins ein þessara skyldna einvörðungu á herðum forseta. Engra annarra. Eitt af hlutverkum forsetans er að efla stöðu Íslands alþjóðlega og styðja hagsmuni þjóðarinnar út á við, efnahagslega sem og pólitískt séð. Það er einnig æðsta hlutverk utanríkisráðherra landsins og gjörvallrar utanríkisþjónustunnar, stofnana eins og Íslandsstofu og svokallaðra Millilandaráða, sem og einkaaðila. Forsetinn vinnur jafnframt að því að efla stöðu íslenskrar menningar og lista á alþjóðasviðinu. Það gera einnig menningarmálaráðherra og -ráðuneyti, utanríkisþjónustan, Miðstöð íslenskra bókmennta, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Tónlistarmiðstöð, og Miðstöð íslenskrar myndlistar, til að nefna nokkra, sem og fjöldi einkaaðila. Forsetinn leggur sitt lóð á vogarskálarnar alþjóðlega við eflingu þeirra gilda sem standa okkur næst: mannréttinda, friðar, lýðræðis og réttarríkis. Það er einnig eitt helsta hlutverk utanríkisþjónustunnar og fjölda frjálsra félagasamtaka. Forsetinn veitir fulltrúum stjórnmálaflokka umboð til ríkisstjórnarmyndunar, sér til þess að í landinu sé starfshæf ríkisstjórn, og staðfestir lög frá Alþingi. Samkvæmt þingræðisreglu stjórnarskrár er ríkisstjórnarmyndun og lagasetning þó fyrst og fremst í höndum alþingismanna. Loks stendur forsetinn að jafna vörð um íslenskan menningararf, tungu, og náttúru, sem og grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi. Því hlutverki sinna einnig ótal menningarstofnanir, ráðuneyti, dómskerfið, umhverfisverndarsamtök, mannréttindasamtök og fræðasamfélagið, sem og einkaaðilar. En hvaða hlutverk stendur þá eftir, sem hvílir fyrst og síðast á herðum forsetans? Það er að vera sameiningartákn og sameiningarafl þjóðarinnar. En hvað þýðir það í raun? Það þýðir að forseti Íslands sé fólksins. Ekki einungis í orði heldur einnig á borði. Að forsetinn geti sett sig í spor allra hópa samfélagsins, sama hversu vel eða illa þeir standa. Að forsetinn eigi auðvelt með að finna til samkenndar og sýna öðru fólki raunverulega samkennd. Að hlusta. Að vera algjörlega til staðar hverju sinni. Að hugsa hlutina út frá öðru fólki, samfélaginu, en ekki eingöngu sér eða sinni tilveru. Að geta myndað innihaldsrík tengsl við annað fólk, þar með talið þau sem upplifa sig á jaðri samfélagsins. Til þess að geta myndað slík tengsl þarf fólk að hafa öðlast reynslu og gengið í gegnum erfiðleika í eigin lífi, lært af þeim og vaxið. Og ekki einungis eflst og styrkts persónulega heldur einnig aukið getu sína til að setja sig í spor annarra. Aukið getu sína til að setja sjálf sitt og samfélagsstöðu sína algjörlega til hliðar þegar aðstæður kalla á. Þannig forseti gefur sig að þeim sem á þurfa að halda, og beitir í framhaldinu áhrifum sínum til að bæta stöðu þeirra. Talar þeirra máli. Þannig forseti leiðir saman ólíka hópa og stuðlar að sátt og samlyndi, eflir samfélagsheildina. Þannig forseti er fyrirmynd okkar allra. Forsetinn þarf því að búa yfir bæði lífsreynslu og visku. Við þurfum nefnilega ekki mest af öllu annan stjórnmálamann eða embættismann, eða fulltrúa hagsmunasamtaka, í stól forseta. Við þurfum heldur alls ekki einstakling sem er fyrst og fremst að hugsa um eiginn framgang og valdastöðu. Við þurfum miklu frekar einstakling sem getur áreynslulaust verið í liði okkar allra, sama á hverju bjátar. Einstakling sem stuðlar að aukinni samkennd, skilningi og hlýju innan samfélags okkar, og þar með talið aukinni samfélagsþátttöku og valdeflingu þeirra sem standa veikt. Á tímum aukinnar skautunar í samfélaginu, og þeirra félagslegu áskorana sem hraðar samfélagsbreytingar skapa, nægir að nefna snjallvæðingu og þróun gervigreindar, er þetta hlutverk forseta Íslands síst minna mikilvægt nú en áður. Núverandi forseti býr yfir þessari getu. Þessum persónueinkennum. Hann hefur gefið fólkinu sig allan í hartnær 8 ár og á miklar þakkir skilið fyrir sitt óeigingjarna starf. Það er að vera raunverulegt sameiningartákn. Þannig forseti vil ég áfram að leiði þjóðina. Höfundur er óákveðinn kjósandi.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun