Hvað þarf til að forseti beiti málskotsrétti? Salvör Nordal skrifar 13. maí 2024 13:31 Í aðdraganda forsetakosninganna hafa frambjóðendur verið spurðir um hvernig þeir hyggist beita málskotsrétti forseta sem kveðið er á um 26. grein stjórnarskrárinnar, eða eins og það er stundum orðað, hvað þyrfti til að viðkomandi samþykkti ekki lög frá Alþingi. Í svörum hafa verið nefnd brot á mannréttindum, samningur um að ganga í Evrópusambandið án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu, löggjöf um útlendingamál, lög sem með einhverjum hætti brjóta á réttindum kvenna, hinsegin fólks eða fatlaðra, lög sem feli í sér gjörbreytingu á auðlindamálum, varði framtíðina miklu og svo mætti áfram telja. Einhverjir hafa jafnframt nefnt mikilvægi þess að meta þann ágreiningi sem uppi er eða hvort afgerandi óánægja sé til staðar. Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp þau örfáu tilvik þar sem málskotsréttinum hefur verið beitt og ítreka að í honum felst ekki, eða þarf ekki að felast efnisleg afstaða forseta til laganna sem um ræðir (Ólafur Ragnar Grímsson gaf til dæmis ekki upp sína afstöðu þegar hann neitaði að skrifa undir í þeim þremur tilvikum sem hann synjaði lögum undirritun) heldur felur synjunin í sér mat forseta að rétt sé að færa ákvörðun um lagasetningu frá Alþingi til þjóðarinnar. Hann þarf því að skynja mjög skýran vilja þjóðarinnar til að fá málið í sínar hendur og að um málið sé meiriháttar ágreiningur. Þeir sem muna aðstæður á Íslandi, þegar fjölmiðlafrumvarpið og Icesave samningarnir voru til umræðu, muna hversu gríðarlegur ágreiningur var um þessi mál, ekki einungis á Alþingi, heldur í samfélaginu öllu. Þetta átti ekki síst við um Icesave samningana, en segja má að samfélagið hafi leikið á reiðiskjálfi vegna þeirra í langan tíma. Hvort sem þing eða forseti vísar máli í þjóðaratkvæðagreiðslu er afar líklegt að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi áhrif á viðkomandi valdhafa. Með þjóðaratkvæðagreiðslu tekur meirihluti kjósenda afstöðu annað hvort með meirihluta þingsins eða á móti honum. Í báðum Icesave kosningunum var kosið gegn þinginu eða ríkisstjórninni og samningarnir felldir. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin segði ekki af sér, veikti niðurstaðan ríkisstjórnina. Fyrir forsetann má segja að hann hafi „unnið“ kosningarnar, þ.e. niðurstaðan sýndi að það var rétt af forseta að vísa málinu til þjóðarinnar, en samt reyndist þetta ekki að öllu leyti auðvelt fyrir hann. Stjórnarmeirihlutinn í þau skipti sem forseti neitaði að undirrita hugsaði honum þegjandi þörfina enda er það viss niðurlæging að tapa kosningu þjóðarinnar eða draga málið til baka eins og gerðist í tilviki fjölmiðlalaganna. Forsetakosningar voru haldnar skömmu eftir fjölmiðlamálið árið 2004 en þá hafði Ólafur Ragnar setið í 8 ár. Í þeim kosningum, þar sem mótframbjóðendur voru Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson, fékk Ólafur Ragnar afgerandi meirihluta en þó þannig að um 20% atkvæða voru auð svo Ólafur Ragnar fékk um 67% af greiddum atkvæðum. Eftir að hafa synjað Icesave samningunum í tvígang, fékk Ólafur Ragnar árið 2012 öflugri mótframboð. Í þeim kosningum fékk Ólafur Ragnar tæp 53% atkvæða, en Þóra Arnórsdóttir, sem næst kom, um 33 % atkvæða. Óhætt er að segja að á þessum tímapunkti hafi Ólafur Ragnar verið afar umdeildur í embætti, eins og sést á niðurstöðum kosninganna, og þar hafi miklu skipt að hann beitti málskotsréttinum í Icesave málinu þó vissulega kæmi fleira til, enda var hann þá búinn að sitja í embætti í 16 ár. Þetta er rifjað upp til að árétta að viðbúið er að beiting málskotsréttarins verði ætið mjög umdeild, og ólíklegt að sá sem beiti honum geri það nema í undantekningartilvikum og í deilum þar sem hann telur líklegra en hitt að lögin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Engin leið er að sjá fyrir um mál í framtíðinni þar sem slíkar aðstæður væru uppi og óhætt að fullyrða að enginn hefði getað séð fyrir, að bankahrun og afleiðingar þess kynnu að leiða til milliríkjadeilu sem hefur orsakað einar mestu deilur í íslensku samfélagi síðustu áratugi. Þess vegna getur frambjóðandi til forseta í raun ekki svarað því við hvaða aðstæður kæmi til greina að hann beitti 26. gr. stjórnarskrárinnar, og hans eigið gildismat eða hvaða lög hann getur mögulega ekki fellt sig við er ekki endilega aðalatriðið við slíkt mat, heldur mat á á stöðunni í samfélaginu, ágreiningnum sem uppi er, aðstæður í stjórnmálunum og svo auðvitað verður forseti að hafa persónulegan kjark til að taka slíka ákvörðun, meti hann hana nauðsynlega. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninganna hafa frambjóðendur verið spurðir um hvernig þeir hyggist beita málskotsrétti forseta sem kveðið er á um 26. grein stjórnarskrárinnar, eða eins og það er stundum orðað, hvað þyrfti til að viðkomandi samþykkti ekki lög frá Alþingi. Í svörum hafa verið nefnd brot á mannréttindum, samningur um að ganga í Evrópusambandið án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu, löggjöf um útlendingamál, lög sem með einhverjum hætti brjóta á réttindum kvenna, hinsegin fólks eða fatlaðra, lög sem feli í sér gjörbreytingu á auðlindamálum, varði framtíðina miklu og svo mætti áfram telja. Einhverjir hafa jafnframt nefnt mikilvægi þess að meta þann ágreiningi sem uppi er eða hvort afgerandi óánægja sé til staðar. Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp þau örfáu tilvik þar sem málskotsréttinum hefur verið beitt og ítreka að í honum felst ekki, eða þarf ekki að felast efnisleg afstaða forseta til laganna sem um ræðir (Ólafur Ragnar Grímsson gaf til dæmis ekki upp sína afstöðu þegar hann neitaði að skrifa undir í þeim þremur tilvikum sem hann synjaði lögum undirritun) heldur felur synjunin í sér mat forseta að rétt sé að færa ákvörðun um lagasetningu frá Alþingi til þjóðarinnar. Hann þarf því að skynja mjög skýran vilja þjóðarinnar til að fá málið í sínar hendur og að um málið sé meiriháttar ágreiningur. Þeir sem muna aðstæður á Íslandi, þegar fjölmiðlafrumvarpið og Icesave samningarnir voru til umræðu, muna hversu gríðarlegur ágreiningur var um þessi mál, ekki einungis á Alþingi, heldur í samfélaginu öllu. Þetta átti ekki síst við um Icesave samningana, en segja má að samfélagið hafi leikið á reiðiskjálfi vegna þeirra í langan tíma. Hvort sem þing eða forseti vísar máli í þjóðaratkvæðagreiðslu er afar líklegt að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi áhrif á viðkomandi valdhafa. Með þjóðaratkvæðagreiðslu tekur meirihluti kjósenda afstöðu annað hvort með meirihluta þingsins eða á móti honum. Í báðum Icesave kosningunum var kosið gegn þinginu eða ríkisstjórninni og samningarnir felldir. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin segði ekki af sér, veikti niðurstaðan ríkisstjórnina. Fyrir forsetann má segja að hann hafi „unnið“ kosningarnar, þ.e. niðurstaðan sýndi að það var rétt af forseta að vísa málinu til þjóðarinnar, en samt reyndist þetta ekki að öllu leyti auðvelt fyrir hann. Stjórnarmeirihlutinn í þau skipti sem forseti neitaði að undirrita hugsaði honum þegjandi þörfina enda er það viss niðurlæging að tapa kosningu þjóðarinnar eða draga málið til baka eins og gerðist í tilviki fjölmiðlalaganna. Forsetakosningar voru haldnar skömmu eftir fjölmiðlamálið árið 2004 en þá hafði Ólafur Ragnar setið í 8 ár. Í þeim kosningum, þar sem mótframbjóðendur voru Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson, fékk Ólafur Ragnar afgerandi meirihluta en þó þannig að um 20% atkvæða voru auð svo Ólafur Ragnar fékk um 67% af greiddum atkvæðum. Eftir að hafa synjað Icesave samningunum í tvígang, fékk Ólafur Ragnar árið 2012 öflugri mótframboð. Í þeim kosningum fékk Ólafur Ragnar tæp 53% atkvæða, en Þóra Arnórsdóttir, sem næst kom, um 33 % atkvæða. Óhætt er að segja að á þessum tímapunkti hafi Ólafur Ragnar verið afar umdeildur í embætti, eins og sést á niðurstöðum kosninganna, og þar hafi miklu skipt að hann beitti málskotsréttinum í Icesave málinu þó vissulega kæmi fleira til, enda var hann þá búinn að sitja í embætti í 16 ár. Þetta er rifjað upp til að árétta að viðbúið er að beiting málskotsréttarins verði ætið mjög umdeild, og ólíklegt að sá sem beiti honum geri það nema í undantekningartilvikum og í deilum þar sem hann telur líklegra en hitt að lögin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Engin leið er að sjá fyrir um mál í framtíðinni þar sem slíkar aðstæður væru uppi og óhætt að fullyrða að enginn hefði getað séð fyrir, að bankahrun og afleiðingar þess kynnu að leiða til milliríkjadeilu sem hefur orsakað einar mestu deilur í íslensku samfélagi síðustu áratugi. Þess vegna getur frambjóðandi til forseta í raun ekki svarað því við hvaða aðstæður kæmi til greina að hann beitti 26. gr. stjórnarskrárinnar, og hans eigið gildismat eða hvaða lög hann getur mögulega ekki fellt sig við er ekki endilega aðalatriðið við slíkt mat, heldur mat á á stöðunni í samfélaginu, ágreiningnum sem uppi er, aðstæður í stjórnmálunum og svo auðvitað verður forseti að hafa persónulegan kjark til að taka slíka ákvörðun, meti hann hana nauðsynlega. Höfundur er heimspekingur.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun