Stafrænn ójöfnuður á upplýsingaöld Stella Samúelsdóttir og Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifa 17. maí 2024 15:01 Í heimi sem reiðir sig sífellt meira á tækni og stafrænar lausnir á öllum sviðum lífsins, hefur ójafnt aðgengi fólks að tækni og nettengingu orðið æ mikilvægara mannréttindamál. Á síðustu árum hafa fyrirtæki og opinberar stofnanir í auknum mæli flutt þjónustu sína í stafrænar miðlægar þjónustugáttir á borð við Ísland.is og netbanka. Í flestum tilfellum hefur þessi tilfærsla verið jákvæð og orðið til þess að auka upplýsingamiðlun og þjónustu til viðskiptavina. En samhliða þeim þægindum sem fylgja tækniframförum koma einnig upp áskoranir, sem í sumum tilfellum hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef gætt hefði verið að fjölbreytileika við þróun þeirra. Því aðgengismál í stafrænum heimi eru jafn mikilvæg og þau eru í raunheimum. Með aukinni viðveru fólks í hinum stafræna heimi aukast jafnframt líkur á netárásum, mannréttindabrotum, stafrænu ofbeldi og hatursglæpum sem og upplýsingaóreiðu. Þá eru ótaldar þær hættur og lögbrot sem talin eru munu fylgja aukinni notkun gervigreindar. 17. maí er Alþjóðadagur fjarskipta og upplýsingasamfélagsins (e. World Telecommunication and Information Society Day) og í ár er vakin athygli á því hvernig stafrænar lausnir geta í senn stutt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og aukið þann stafræna ójöfnuð sem þegar ríkir í heiminum. Í dag eru um 2,6 milljarðar fólks ekki nettengt, flest búa þau í efnaminni ríkjum heims. Stafrænn ójöfnuður felur þó ekki aðeins í sér ójafnt aðgengi jarðarbúa að háhraða nettengingu, en aðeins 19% íbúa efnaminni ríkja heims eru nettengd. Á Íslandi höfum við flest aðgang að Internetinu, en jafnvel hér ríkir ekki stafrænn jöfnuður. Skortur á tæknilæsi meðal ákveðinna hópa kemur til dæmis í veg fyrir að þau geti nýtt sér stafrænar lausnir á öruggan hátt. Aðrir hópar, til að mynda innflytjendur, eiga oft erfitt um vik með að nálgast upplýsingar á rafrænu formi vegna skorts á upplýsingum á öðrum tungumálum. Þá hefur tæknin gert gerendum kynbundins ofbeldis kleift að hrella og ógna þolendum með áður óþekktum leiðum. Konur og stúlkur eru 27 sinnum líklegri til að verða áreittar á netinu en karlmenn og drengir. Afleiðingarnar eru þær að færri og færri konur og stúlkur treysta sér til að taka þátt í opinberri umræðu af ótta við áreitni. Mannréttindafrömuðir, umhverfissinnar, hinsegin fólk og fjölmiðlafólk verða einnig fyrir linnulausum árásum í sinn garð í gegnum netið, þar með talið hótunum um nauðgun, líflát og rógburð. Því miður hefur reynslan sýnt okkur að hatursorðræða á netinu leiðir oft til ofbeldisverka í raunheimum. Ójafnt aðgengi að netinu og tæknilausnum endurspeglar þann ójöfnuð sem þegar ríkir innan samfélags. Þau sem ættu að hafa mestan hag af tæknilausnum eru ólíklegust til að hafa aðgang að henni. Þetta eru hópar á borð við fólk í efnaminni ríkjum heims, flóttafólk, eldra fólk, börn og ungmenni, fólk með fatlanir og innfæddir (e. indigenous people). Mannréttindalöggjöfin sem við styðjumst við í dag var samin fyrir tíma Internetsins og stafrænna lausna. Netið má ekki verða að „villta-vestrinu“ - rými sem engin lög eða réttindi ná utan um og því er mikilvægt að ríki heims vinni í sameiningu að því að efla ekki aðeins öryggi þeirra sem eru á netinu, heldur tryggi einnig aðgengi allra hópa að tækni og stafrænum lausnum. Höfundar eru framkvæmdastýra UN Women á Íslandi og formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Stella Samúelsdóttir Stafræn þróun Stafrænt ofbeldi Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Hver er mannúð? – saga Amirs Toshiki Toma Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í heimi sem reiðir sig sífellt meira á tækni og stafrænar lausnir á öllum sviðum lífsins, hefur ójafnt aðgengi fólks að tækni og nettengingu orðið æ mikilvægara mannréttindamál. Á síðustu árum hafa fyrirtæki og opinberar stofnanir í auknum mæli flutt þjónustu sína í stafrænar miðlægar þjónustugáttir á borð við Ísland.is og netbanka. Í flestum tilfellum hefur þessi tilfærsla verið jákvæð og orðið til þess að auka upplýsingamiðlun og þjónustu til viðskiptavina. En samhliða þeim þægindum sem fylgja tækniframförum koma einnig upp áskoranir, sem í sumum tilfellum hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef gætt hefði verið að fjölbreytileika við þróun þeirra. Því aðgengismál í stafrænum heimi eru jafn mikilvæg og þau eru í raunheimum. Með aukinni viðveru fólks í hinum stafræna heimi aukast jafnframt líkur á netárásum, mannréttindabrotum, stafrænu ofbeldi og hatursglæpum sem og upplýsingaóreiðu. Þá eru ótaldar þær hættur og lögbrot sem talin eru munu fylgja aukinni notkun gervigreindar. 17. maí er Alþjóðadagur fjarskipta og upplýsingasamfélagsins (e. World Telecommunication and Information Society Day) og í ár er vakin athygli á því hvernig stafrænar lausnir geta í senn stutt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og aukið þann stafræna ójöfnuð sem þegar ríkir í heiminum. Í dag eru um 2,6 milljarðar fólks ekki nettengt, flest búa þau í efnaminni ríkjum heims. Stafrænn ójöfnuður felur þó ekki aðeins í sér ójafnt aðgengi jarðarbúa að háhraða nettengingu, en aðeins 19% íbúa efnaminni ríkja heims eru nettengd. Á Íslandi höfum við flest aðgang að Internetinu, en jafnvel hér ríkir ekki stafrænn jöfnuður. Skortur á tæknilæsi meðal ákveðinna hópa kemur til dæmis í veg fyrir að þau geti nýtt sér stafrænar lausnir á öruggan hátt. Aðrir hópar, til að mynda innflytjendur, eiga oft erfitt um vik með að nálgast upplýsingar á rafrænu formi vegna skorts á upplýsingum á öðrum tungumálum. Þá hefur tæknin gert gerendum kynbundins ofbeldis kleift að hrella og ógna þolendum með áður óþekktum leiðum. Konur og stúlkur eru 27 sinnum líklegri til að verða áreittar á netinu en karlmenn og drengir. Afleiðingarnar eru þær að færri og færri konur og stúlkur treysta sér til að taka þátt í opinberri umræðu af ótta við áreitni. Mannréttindafrömuðir, umhverfissinnar, hinsegin fólk og fjölmiðlafólk verða einnig fyrir linnulausum árásum í sinn garð í gegnum netið, þar með talið hótunum um nauðgun, líflát og rógburð. Því miður hefur reynslan sýnt okkur að hatursorðræða á netinu leiðir oft til ofbeldisverka í raunheimum. Ójafnt aðgengi að netinu og tæknilausnum endurspeglar þann ójöfnuð sem þegar ríkir innan samfélags. Þau sem ættu að hafa mestan hag af tæknilausnum eru ólíklegust til að hafa aðgang að henni. Þetta eru hópar á borð við fólk í efnaminni ríkjum heims, flóttafólk, eldra fólk, börn og ungmenni, fólk með fatlanir og innfæddir (e. indigenous people). Mannréttindalöggjöfin sem við styðjumst við í dag var samin fyrir tíma Internetsins og stafrænna lausna. Netið má ekki verða að „villta-vestrinu“ - rými sem engin lög eða réttindi ná utan um og því er mikilvægt að ríki heims vinni í sameiningu að því að efla ekki aðeins öryggi þeirra sem eru á netinu, heldur tryggi einnig aðgengi allra hópa að tækni og stafrænum lausnum. Höfundar eru framkvæmdastýra UN Women á Íslandi og formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun