Katrín á Bessastaði Björn Snæbjörnsson skrifar 21. maí 2024 09:03 Þegar Guðni forseti Íslands lýsti því yfir að hann sæktist ekki eftir endurkjöri fór fólk að svipast um eftir góðum forseta. Margir festu augun á Katrínu Jakobsdóttur til verksins. Ekki kom þar síst til yfirgripsmikil þekking hennar á stjórnkerfinu eftir sjö ár sem forsætisráðherra, dugnaður hennar og hæfileikar til þess að laða fólk til samstarfs. Það er engin nýlunda að fyrrverandi stjórnmálamenn sitji á Bessastöðum í embætti forseta Íslands, enda er embættið svo tengt stjórnmálalífinu í landinu að ekki verður skilið á milli. Það er því undarlegt að það sé talið neikvætt að hafa verið í stjórnmálum og ákvarðanir sem voru teknar, eða látnar bíða í samsteypustjórn þriggja flokka frá vinstri til hægri. Það er nokkuð afrek hjá Katrínu að hafa komist í gegn um þetta samstarf, stjórnað því í sjö ár með friðsömum hætti. Það sýnir ljóslega lagni hennar í mannlegum samskiptum. Í þeim geira samfélagsins sem ég þekki best hafa náðst víðtækir kjarasamningar á síðustu árum án teljandi átaka. Þáttur ríkisvaldsins var verulegur í þeim samningum og á engan er hallað þó sagt sé að Katrín hafi verið tengiliður í samskiptum ríkiisvaldsins og stórs hluta verklýðshreyfingarinnar. Á löngum ferli í kjarasamningagerð sem formaður Starfsgreinasambandsins var Katrín sú eina í stól forsætisráðherra sem var hringjandi til að vita hvernig gengi hvað þyrfti að gera til að leysa málin og þannig var hún vel inn í öllum málum. Þetta m.a. sýndir hæfileika hennar til þess að laða fólk til samstarfs. Forseti Íslands þarf að vera þaulkunnugur stjórnkerfinu, þar á meðal verklýðshreyfingunni. Hann þarf að kunna skil á menningaramálum, menntun og erlendum samskiptum svo eitthvað sé nefnt, og hafa skilning á mikilvægi öflugs atvinnulífs. Staða forsætisráðherra í sjö ár að hluta til á erfiðum tímum, hefur byggt upp reynslu hjá Katrínu sem mundi kom henni afar vel í embætti forseta Íslands. Gangi henni allt í haginn. Katrín er minn forseti Höfundur er ellilífeyrisþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar Guðni forseti Íslands lýsti því yfir að hann sæktist ekki eftir endurkjöri fór fólk að svipast um eftir góðum forseta. Margir festu augun á Katrínu Jakobsdóttur til verksins. Ekki kom þar síst til yfirgripsmikil þekking hennar á stjórnkerfinu eftir sjö ár sem forsætisráðherra, dugnaður hennar og hæfileikar til þess að laða fólk til samstarfs. Það er engin nýlunda að fyrrverandi stjórnmálamenn sitji á Bessastöðum í embætti forseta Íslands, enda er embættið svo tengt stjórnmálalífinu í landinu að ekki verður skilið á milli. Það er því undarlegt að það sé talið neikvætt að hafa verið í stjórnmálum og ákvarðanir sem voru teknar, eða látnar bíða í samsteypustjórn þriggja flokka frá vinstri til hægri. Það er nokkuð afrek hjá Katrínu að hafa komist í gegn um þetta samstarf, stjórnað því í sjö ár með friðsömum hætti. Það sýnir ljóslega lagni hennar í mannlegum samskiptum. Í þeim geira samfélagsins sem ég þekki best hafa náðst víðtækir kjarasamningar á síðustu árum án teljandi átaka. Þáttur ríkisvaldsins var verulegur í þeim samningum og á engan er hallað þó sagt sé að Katrín hafi verið tengiliður í samskiptum ríkiisvaldsins og stórs hluta verklýðshreyfingarinnar. Á löngum ferli í kjarasamningagerð sem formaður Starfsgreinasambandsins var Katrín sú eina í stól forsætisráðherra sem var hringjandi til að vita hvernig gengi hvað þyrfti að gera til að leysa málin og þannig var hún vel inn í öllum málum. Þetta m.a. sýndir hæfileika hennar til þess að laða fólk til samstarfs. Forseti Íslands þarf að vera þaulkunnugur stjórnkerfinu, þar á meðal verklýðshreyfingunni. Hann þarf að kunna skil á menningaramálum, menntun og erlendum samskiptum svo eitthvað sé nefnt, og hafa skilning á mikilvægi öflugs atvinnulífs. Staða forsætisráðherra í sjö ár að hluta til á erfiðum tímum, hefur byggt upp reynslu hjá Katrínu sem mundi kom henni afar vel í embætti forseta Íslands. Gangi henni allt í haginn. Katrín er minn forseti Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar