Andrea Kristín enn dæmd í fangelsi Árni Sæberg skrifar 27. maí 2024 14:07 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Andrea Kristín Unnarsdóttir, kona á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur hlotið refsidóma, hefur verið dæmd til 25 mánaða fangelsisvistar fyrir skjala- og umferðarlagabrot. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 21. maí, segir að málið hafi verið höfðað með tveimur ákærum. Annars vegar fyrir umferðarlagabrot, með því að aka undir áhrifum amfetamíns og kannabiss og svipt ökuréttindum. Hins vegar fyrir skjala-og umferðarlagabrot með því að hafa, mánudaginn 26. júní 2023, sett í blekkingarskyni skráningarmerki, sem tilheyrði bíl af gerðinni Toyota Corolla, á aðra bifreið og ekið henni þannig svipt ökurétti um Kaldárselsveg í Hafnarfirði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Sjötta skiptið Í dóminum segir að Andrea Kristín hafi játað brot sín skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að samkvæmt framlögðu sakarvottorði hafi hún nú í sjötta sinn, eftir að hún varð fullra átján ára og innan ítrekunartíma gerst sek um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og/eða áfengis og í fjórða sinn gerst sek um akstur svipt ökurétti. Áralangur brotaferill Sem áður segir hefur Andrea Kristín ítrekað verið dæmd til fangelsisvistar. Hún hefur í gegnum tíðina verið kölluð Andrea slæma stelpa í fjölmiðlaumfjöllun um glæpaferil hennar. Þekktust er hún fyrir að hafa hlotið fimm og hálfs árs dóm í Hæstarétti fyrir hrottalega líkamsárás árið 2011. Í dómi héraðsdóms er farið ítarlega yfir dómasögu Andreu Kristínar hvað umferðarlagabrot varðar. Þar segir að hún hafi síðast verið dæmd í sex mánaða fangelsi árið 2021 og þar áður í tveggja ára og átta mánaða fangelsi árið 2022. Henni hafi verið veitt reynslulausn á afplánun 595 daga eftirstöðva refsingar vegna fyrri dóma, skilorðsbundið í tvö ár frá 27. desember 2022. Með broti því sem Andrea Kristín er nú sakfelld fyrir hafi hún rofið skilorð reynslulausnarinnar sem henni var veitt og hún því dæmd upp og refsing hennar ákveðin í einu lagi. Mátu sakhæfi Í dóminum segir að við meðferð málsins hafi verið dómkvaddir tveir matsmenn, geðlæknir og bæklunarlæknir, til að leggja mat á sakhæfi Andreu Kristínar og andlegt og líkamlegt heilbrigði hennar. Í niðurstöðu þeirra hafi komið fram að Andrea Kristín uppfyllti ekki skilyrði hegningarlaga um ósakhæfi, og hefði sennilega aldrei gert. Varðandi það hvort fangelsisvist myndi bera árangur í tilfelli Andreu Kristínar hafi læknarnir talið ljóst að fangelsisrefsing hafi litlu breytt fyrir hana. Aðalvandamál hennar nú virðist vera að hún fái mjög lítinn félagslegan stuðning og meðan svo sé sé nánast einsýnt að hún geti ekki þrifist utan fangelsisins í langan tíma í senn. Í niðurstöðu dómsins segir að með vísan til sakarefnis og dómvenju væri refsing Andreu Kristínar hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði. Þá var henni gert að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, 600 þúsund krónur, og 1,2 milljónir króna í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Umferð Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 21. maí, segir að málið hafi verið höfðað með tveimur ákærum. Annars vegar fyrir umferðarlagabrot, með því að aka undir áhrifum amfetamíns og kannabiss og svipt ökuréttindum. Hins vegar fyrir skjala-og umferðarlagabrot með því að hafa, mánudaginn 26. júní 2023, sett í blekkingarskyni skráningarmerki, sem tilheyrði bíl af gerðinni Toyota Corolla, á aðra bifreið og ekið henni þannig svipt ökurétti um Kaldárselsveg í Hafnarfirði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Sjötta skiptið Í dóminum segir að Andrea Kristín hafi játað brot sín skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að samkvæmt framlögðu sakarvottorði hafi hún nú í sjötta sinn, eftir að hún varð fullra átján ára og innan ítrekunartíma gerst sek um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og/eða áfengis og í fjórða sinn gerst sek um akstur svipt ökurétti. Áralangur brotaferill Sem áður segir hefur Andrea Kristín ítrekað verið dæmd til fangelsisvistar. Hún hefur í gegnum tíðina verið kölluð Andrea slæma stelpa í fjölmiðlaumfjöllun um glæpaferil hennar. Þekktust er hún fyrir að hafa hlotið fimm og hálfs árs dóm í Hæstarétti fyrir hrottalega líkamsárás árið 2011. Í dómi héraðsdóms er farið ítarlega yfir dómasögu Andreu Kristínar hvað umferðarlagabrot varðar. Þar segir að hún hafi síðast verið dæmd í sex mánaða fangelsi árið 2021 og þar áður í tveggja ára og átta mánaða fangelsi árið 2022. Henni hafi verið veitt reynslulausn á afplánun 595 daga eftirstöðva refsingar vegna fyrri dóma, skilorðsbundið í tvö ár frá 27. desember 2022. Með broti því sem Andrea Kristín er nú sakfelld fyrir hafi hún rofið skilorð reynslulausnarinnar sem henni var veitt og hún því dæmd upp og refsing hennar ákveðin í einu lagi. Mátu sakhæfi Í dóminum segir að við meðferð málsins hafi verið dómkvaddir tveir matsmenn, geðlæknir og bæklunarlæknir, til að leggja mat á sakhæfi Andreu Kristínar og andlegt og líkamlegt heilbrigði hennar. Í niðurstöðu þeirra hafi komið fram að Andrea Kristín uppfyllti ekki skilyrði hegningarlaga um ósakhæfi, og hefði sennilega aldrei gert. Varðandi það hvort fangelsisvist myndi bera árangur í tilfelli Andreu Kristínar hafi læknarnir talið ljóst að fangelsisrefsing hafi litlu breytt fyrir hana. Aðalvandamál hennar nú virðist vera að hún fái mjög lítinn félagslegan stuðning og meðan svo sé sé nánast einsýnt að hún geti ekki þrifist utan fangelsisins í langan tíma í senn. Í niðurstöðu dómsins segir að með vísan til sakarefnis og dómvenju væri refsing Andreu Kristínar hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði. Þá var henni gert að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, 600 þúsund krónur, og 1,2 milljónir króna í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Umferð Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira