Þolinmóðan mannvin á Bessastaði! Aleksandra Wasilewska skrifar 30. maí 2024 12:01 Forseti Íslands á fyrst og fremst að vera fólksins. Hann þarf að vera mannlegur, búa yfir góðri samvinnuhæfni og vera fær í samskiptum. Þar stendur Baldur Þórhallsson sannarlega sterkur eins og í mörgu öðru sem skiptir miklu máli þegar kemur að embætti forseta Íslands. Hann er nefnilega líka sérfræðingur í stöðu smáríkja í heiminum, þekkir stjórnskipan landsins afar vel og hefur skrifað meira um utanríkisstefnu Íslands en flest. Mig langar hins vegar að lyfta sérstaklega upp þeim mikilvæga og lýsandi eiginleika að sinna og viðhalda fallegum og heilbrigðum samböndum í samsettri fjölskyldu. Þar eru þeir Baldur og Felix miklar fyrirmyndir fyrir hefðbundnar fjölskyldur og fyrir nýjar fjölskyldugerðir. Samband þeirra við börn og barnabörn er einstaklega fallegt og ekki síður samband þeirra við barnsmæður sínar sem báðar hafa einlæglega lýst yfir stuðningi við Baldur. Það að viðhalda svona heilbrigðu fjölskyldusambandi eftir skilnað getur sagt mikið um einstakling. Til þess þarf þroska, ríka tilfinningagreind og góða aðlögunarhæfni. Báðir eru þeir, Baldur og Felix, miklir mannvinir með fallega framkomu og myndu sóma sér vel á Bessastöðum eða hvar sem þeir kæmu fram fyrir hönd þjóðarinnar. Það er mikilvægt að forseti geti sýnt stillingu og hafi þolinmæði fyrir öðru fólki og skoðunum þess. Framkoma sumra í síðasta pallborði Heimildarinnar sýndi að frambjóðendur mátast misvel í hlutverk forseta Íslands. Það er mikilvægt að sýna samferðafólki sínu virðingu og forseti landsins á að fara fram með góðu fordæmi. Að koma fram af virðingu við samferðafólk sitt, líka þá sem þú ert ósammála eða ert að keppa við, er eitthvað sem fólk ætti að tileinka sér, ekki síst fólk sem er í valdastöðum samfélagsins eða sækist eftir að komast í slíkar. Baldur er hreinn og beinn. Á bakvið hann standa hvorki valdaelítur né hópur fjármagnseigenda heldur er framboðið drifið áfram með starfi grasrótarinnar. Ég þarf að geta treyst því að forsetinn standi með almenningi og þess vegna kýs ég Baldur. Höfundur er flugfreyja og nemi í viðskiptafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Forseti Íslands á fyrst og fremst að vera fólksins. Hann þarf að vera mannlegur, búa yfir góðri samvinnuhæfni og vera fær í samskiptum. Þar stendur Baldur Þórhallsson sannarlega sterkur eins og í mörgu öðru sem skiptir miklu máli þegar kemur að embætti forseta Íslands. Hann er nefnilega líka sérfræðingur í stöðu smáríkja í heiminum, þekkir stjórnskipan landsins afar vel og hefur skrifað meira um utanríkisstefnu Íslands en flest. Mig langar hins vegar að lyfta sérstaklega upp þeim mikilvæga og lýsandi eiginleika að sinna og viðhalda fallegum og heilbrigðum samböndum í samsettri fjölskyldu. Þar eru þeir Baldur og Felix miklar fyrirmyndir fyrir hefðbundnar fjölskyldur og fyrir nýjar fjölskyldugerðir. Samband þeirra við börn og barnabörn er einstaklega fallegt og ekki síður samband þeirra við barnsmæður sínar sem báðar hafa einlæglega lýst yfir stuðningi við Baldur. Það að viðhalda svona heilbrigðu fjölskyldusambandi eftir skilnað getur sagt mikið um einstakling. Til þess þarf þroska, ríka tilfinningagreind og góða aðlögunarhæfni. Báðir eru þeir, Baldur og Felix, miklir mannvinir með fallega framkomu og myndu sóma sér vel á Bessastöðum eða hvar sem þeir kæmu fram fyrir hönd þjóðarinnar. Það er mikilvægt að forseti geti sýnt stillingu og hafi þolinmæði fyrir öðru fólki og skoðunum þess. Framkoma sumra í síðasta pallborði Heimildarinnar sýndi að frambjóðendur mátast misvel í hlutverk forseta Íslands. Það er mikilvægt að sýna samferðafólki sínu virðingu og forseti landsins á að fara fram með góðu fordæmi. Að koma fram af virðingu við samferðafólk sitt, líka þá sem þú ert ósammála eða ert að keppa við, er eitthvað sem fólk ætti að tileinka sér, ekki síst fólk sem er í valdastöðum samfélagsins eða sækist eftir að komast í slíkar. Baldur er hreinn og beinn. Á bakvið hann standa hvorki valdaelítur né hópur fjármagnseigenda heldur er framboðið drifið áfram með starfi grasrótarinnar. Ég þarf að geta treyst því að forsetinn standi með almenningi og þess vegna kýs ég Baldur. Höfundur er flugfreyja og nemi í viðskiptafræði.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar