Er Katrín, Halla T eða Halla Hrund líklegar til þess að eina þjóðina? Reynir Böðvarsson skrifar 30. maí 2024 20:01 Sú furðulega staða er nú uppi að af þeim þremur þremur frambjóðendum sem eru líklegastir samkvæmt skoðanakönnunum að ná kjöri, allt konur sem er náttúrulega sögulegt, þá er sú rótækasta til vinstri með mikin stuðning frá hægrinu og sú lengst til hægri jafnvel með stuðning frá vinstrinu. Allt er einhvernvegin öðruvísi en venjulega og fólk jafnvel mjög áttavillt. Margir virðast meira vilja ekki einhvern sérstakan frekar en að vilja einhvern. Sérstaklega á þetta við um Katrínu Jakobsdóttur þar sem fólk á samfélagsmiðlum virðast hatast svo við hana að allt annað sé betra. Ég furða mig á þassari afstöðu og vil benda fólki á að það sé ekki nóg að skoða sögu Katrínar, það þurfi þá líka að skoða sögu annara framjóðenda sem þau eru kanski í þann veg að kjósa. „Það er því nauðsynlegt að tala um fortíð frambjóðenda, þar kemur fram hver þau eru en ekki það sem þau vilja vera í þessari kosningabaráttu. Ef einhver þarf að taka afstöðu gegn fyrri athöfnum eða skoðunum þá þarf það að vera mjög vel rökfært til þess að geta talist trúverðugt. Ef það flaug ekki sem dúfa, kvakaði ekki sem dúfa en virðist gera það nú þá er það að öllum líkindum samt sem áður ekki dúfa, kanski haukur.“ Þetta skrifaði ég í kommrnti fyrir einhverjum mínútum síðan og held að margir ættu að hugleiða í jafn ríkum mæli þegar þeir ætla að kjósa gegn einhverjum að skoða vel hver annara frambjóðenda í raun sé sá frambjóðandi sem þeim líkar best. Þrjár ágætar krónur eru nokkurnveigin að jöfnu, líklegastar til þess að bera sigur úr býtum, bara ein gerir það þó. Er einhver þeirra líklegri en önnur til þess að sameina þjóðina? Er eitthvað hjá hverri og einni sem kemur í veg fyrir að geta orðið sameiningartákn þannig að þjóðin fylgi sér að baki? Ég held að þetta séu þær spurningar sem margir velti fyrir sér. Líkur eru á að jafnvel undir 30% atkvæða fylgi kjörnum forseta. Þá er mikilvægt að hin prósentin geti með tímanum sætt sig sæmilega við þann sem varð kjörinn. Katrínu Jakobsdóttur þekkjum við öll, forsætisráðherra okkar í 7 ár. Voru það mögur ár í ljósi þeirra harmfara sem gengu yfir landið, Covid og eldgos við Grindavík? Já að mínu mati vegna þess að Bjarni Benediktssin og Sjálfstæðisflokkurinn fengu að ráð nánast öllu eins og venjan er þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Þó tel ég að Katrín Jakobsdóttir hafi staðið í veginum fýrir mörgum nýfrjálshyggjusjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins og ég tel næst víst að hún hafi verið trygging fyrir því að mögulega er að vænta friðar á íslenskum vinnumarkaði. Katrín er fjölhæfu og sjarmerandi manneskja sem mundi sóma sér á Bessastöðum. Halla Tómasdóttir er náttúrulega hæf til þess að sinna þessu embætti en það getur enginn komist fram hjá því að hún væri fulltrúi fjármagnseigenda vegna þess einfaldlega að hún er ein af þeim. Hún er stór fjárfestir og hún lifir í allt öðrum heim en flest okkar. Ég efast ekki eitt sugnarblik um að hún er ágætis manneskja en ég efast um hvar hennar tryggð liggur þegar kemur að hugsanlegum og ófyrirsjáanlegum málu. Er hennar tryggð við okkur, venjulegt fólk, eða kæmi hún til með að liggja hjá félögum hennar, fjármagnseigendum? Við, mörg okkar treystum ekki þessu, annars ágæta, fólki fyrir hagsmunum okkar þegar á bjátar. Við viljum einfaldlega ekki peningavaldið á Bessastaði! Halla Hrund Logadóttir er sá frambjóðandi sem kemur úr okkar röðum, úr röðum venjulegs fólks sem hefur eftir atvikum aflað sér menntunar, mikillar eða minni, og vinnur dagana langa til þess að sjá fjölskyldu sinni farborða. Halla Hrund kemur úr umhverfi sem við flest þekkjum en hefur með eigin þrautseigju og hæfileikum brjótist á framabraut. Halla Hrund svaraði mörgum spurningum í einhverri kosningaprófi öðruvísi en ég, sumum nokkuð afgerandi öðruvísi, en ég held fast við að hún sé eini frambjóðandinn, af þessum þremur, sem hafi möguleika á að fá þjóðina að baki sér. Hún hefur sjarma Vigdísar, þekkingu Kristjáns og auðmýkt Guðna, hún hefur allt nema fortíð sem þarf að fela eða tala hljótt um. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Reynir Böðvarsson Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sú furðulega staða er nú uppi að af þeim þremur þremur frambjóðendum sem eru líklegastir samkvæmt skoðanakönnunum að ná kjöri, allt konur sem er náttúrulega sögulegt, þá er sú rótækasta til vinstri með mikin stuðning frá hægrinu og sú lengst til hægri jafnvel með stuðning frá vinstrinu. Allt er einhvernvegin öðruvísi en venjulega og fólk jafnvel mjög áttavillt. Margir virðast meira vilja ekki einhvern sérstakan frekar en að vilja einhvern. Sérstaklega á þetta við um Katrínu Jakobsdóttur þar sem fólk á samfélagsmiðlum virðast hatast svo við hana að allt annað sé betra. Ég furða mig á þassari afstöðu og vil benda fólki á að það sé ekki nóg að skoða sögu Katrínar, það þurfi þá líka að skoða sögu annara framjóðenda sem þau eru kanski í þann veg að kjósa. „Það er því nauðsynlegt að tala um fortíð frambjóðenda, þar kemur fram hver þau eru en ekki það sem þau vilja vera í þessari kosningabaráttu. Ef einhver þarf að taka afstöðu gegn fyrri athöfnum eða skoðunum þá þarf það að vera mjög vel rökfært til þess að geta talist trúverðugt. Ef það flaug ekki sem dúfa, kvakaði ekki sem dúfa en virðist gera það nú þá er það að öllum líkindum samt sem áður ekki dúfa, kanski haukur.“ Þetta skrifaði ég í kommrnti fyrir einhverjum mínútum síðan og held að margir ættu að hugleiða í jafn ríkum mæli þegar þeir ætla að kjósa gegn einhverjum að skoða vel hver annara frambjóðenda í raun sé sá frambjóðandi sem þeim líkar best. Þrjár ágætar krónur eru nokkurnveigin að jöfnu, líklegastar til þess að bera sigur úr býtum, bara ein gerir það þó. Er einhver þeirra líklegri en önnur til þess að sameina þjóðina? Er eitthvað hjá hverri og einni sem kemur í veg fyrir að geta orðið sameiningartákn þannig að þjóðin fylgi sér að baki? Ég held að þetta séu þær spurningar sem margir velti fyrir sér. Líkur eru á að jafnvel undir 30% atkvæða fylgi kjörnum forseta. Þá er mikilvægt að hin prósentin geti með tímanum sætt sig sæmilega við þann sem varð kjörinn. Katrínu Jakobsdóttur þekkjum við öll, forsætisráðherra okkar í 7 ár. Voru það mögur ár í ljósi þeirra harmfara sem gengu yfir landið, Covid og eldgos við Grindavík? Já að mínu mati vegna þess að Bjarni Benediktssin og Sjálfstæðisflokkurinn fengu að ráð nánast öllu eins og venjan er þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Þó tel ég að Katrín Jakobsdóttir hafi staðið í veginum fýrir mörgum nýfrjálshyggjusjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins og ég tel næst víst að hún hafi verið trygging fyrir því að mögulega er að vænta friðar á íslenskum vinnumarkaði. Katrín er fjölhæfu og sjarmerandi manneskja sem mundi sóma sér á Bessastöðum. Halla Tómasdóttir er náttúrulega hæf til þess að sinna þessu embætti en það getur enginn komist fram hjá því að hún væri fulltrúi fjármagnseigenda vegna þess einfaldlega að hún er ein af þeim. Hún er stór fjárfestir og hún lifir í allt öðrum heim en flest okkar. Ég efast ekki eitt sugnarblik um að hún er ágætis manneskja en ég efast um hvar hennar tryggð liggur þegar kemur að hugsanlegum og ófyrirsjáanlegum málu. Er hennar tryggð við okkur, venjulegt fólk, eða kæmi hún til með að liggja hjá félögum hennar, fjármagnseigendum? Við, mörg okkar treystum ekki þessu, annars ágæta, fólki fyrir hagsmunum okkar þegar á bjátar. Við viljum einfaldlega ekki peningavaldið á Bessastaði! Halla Hrund Logadóttir er sá frambjóðandi sem kemur úr okkar röðum, úr röðum venjulegs fólks sem hefur eftir atvikum aflað sér menntunar, mikillar eða minni, og vinnur dagana langa til þess að sjá fjölskyldu sinni farborða. Halla Hrund kemur úr umhverfi sem við flest þekkjum en hefur með eigin þrautseigju og hæfileikum brjótist á framabraut. Halla Hrund svaraði mörgum spurningum í einhverri kosningaprófi öðruvísi en ég, sumum nokkuð afgerandi öðruvísi, en ég held fast við að hún sé eini frambjóðandinn, af þessum þremur, sem hafi möguleika á að fá þjóðina að baki sér. Hún hefur sjarma Vigdísar, þekkingu Kristjáns og auðmýkt Guðna, hún hefur allt nema fortíð sem þarf að fela eða tala hljótt um. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar