Rolluhótel sárabót fyrir að missa gistiheimilið Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júní 2024 12:52 Hermann Ólafsson, eigandi Stakkavíkur, er bæði útvegs- og sauðfjárbóndi í Grindavík. Einar Árnason Útvegsbóndinn Hermann Ólafsson í Grindavík er kominn með rolluhótel skammt vestan bæjarins þar sem hann hýsir stóran hluta af sauðfé Grindvíkinga. Hann segir þetta sárabót vegna gistiheimilis sem hann neyddist til að loka vegna hamfaranna. Í fréttum Stöðvar 2 var farið í Staðarhverfi sem er um þrjá kílómetra vestan Grindavíkurbæjar. Þar er golfvöllur Grindvíkinga en þar er einnig sauðfjárbóndi, það er að segja hobbíbóndi, með aðstöðu fyrir fé sitt. Þar hittum við Hermann Ólafsson, eiganda sjávarútvegsfyrirtæksins Stakkavíkur, sem bendir á að þar sé hann fjær eldsumbrotunum en í bænum sjálfum. „Hér erum við fimm sex kílómetra frá. Þetta er allt í lagi hérna. Þetta er ekkert vesen hér, ekkert hraun að koma hingað,” segir Hermann. Hann segir að það hafi gerst strax í desember að sauðfjárbændur hafi verið reknir burt úr Grindavík með fé sitt. Svo hafi þeir farið að tínast til baka. „Þá fengu þeir leyfi til þess að koma með þær hingað til mín. Þá var ég kominn með allan hópinn, bara 150 fjár hingað.” Hermann gefur kindunum brauð á túnunum í Staðarhverfi vestan Grindavíkur.Einar Árnason Hermann segir þetta fé frá fimm eða sex bændum og sé stór hluti af sauðfjáreign Grindvíkinga. Fyrir sauðburðinn hafi hinir tekið féð aftur til sín þannig að ærnar báru hjá þeim í Grindavík „Þá kemur þetta gos aftur núna þannig að þeir keyrðu fénu bara öllu aftur til mín. Það er allt hérna inn í húsi hjá mér, nóg pláss.” Hann segir áformað núna um helgina að gefa ormalyf og fara síðan með féð á fjall, austur í Krýsuvík í beitarhólf þar. Hermann var einnig hótelhaldari fyrir mannfólk í Grindavík en segist núna vera kominn með rolluhótel. „Þetta er svona sárabót fyrir að missa hótelið. Ég var með gistiheimili í Grindavík og það er lokað. Þetta er svona aðeins smá sárabót að vera með rolluhótel,” segir Hermann og hlær. „Að vísu fæ ég ekkert fyrir þetta nema bara vinnuna, sko. En það er bara gaman að þessu, að fá þetta allt í heimsókn, þetta fólk og fé,” segir útvegsbóndinn Hermann Ólafsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má heyra formann bæjarráðs Grindavíkur, Hjálmar Hallgrímsson, í fyrradag ræða stöðuna ofan á einum varnargarðanna sem varið hafa bæinn: Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Landbúnaður Tengdar fréttir „Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. 30. maí 2024 17:01 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var farið í Staðarhverfi sem er um þrjá kílómetra vestan Grindavíkurbæjar. Þar er golfvöllur Grindvíkinga en þar er einnig sauðfjárbóndi, það er að segja hobbíbóndi, með aðstöðu fyrir fé sitt. Þar hittum við Hermann Ólafsson, eiganda sjávarútvegsfyrirtæksins Stakkavíkur, sem bendir á að þar sé hann fjær eldsumbrotunum en í bænum sjálfum. „Hér erum við fimm sex kílómetra frá. Þetta er allt í lagi hérna. Þetta er ekkert vesen hér, ekkert hraun að koma hingað,” segir Hermann. Hann segir að það hafi gerst strax í desember að sauðfjárbændur hafi verið reknir burt úr Grindavík með fé sitt. Svo hafi þeir farið að tínast til baka. „Þá fengu þeir leyfi til þess að koma með þær hingað til mín. Þá var ég kominn með allan hópinn, bara 150 fjár hingað.” Hermann gefur kindunum brauð á túnunum í Staðarhverfi vestan Grindavíkur.Einar Árnason Hermann segir þetta fé frá fimm eða sex bændum og sé stór hluti af sauðfjáreign Grindvíkinga. Fyrir sauðburðinn hafi hinir tekið féð aftur til sín þannig að ærnar báru hjá þeim í Grindavík „Þá kemur þetta gos aftur núna þannig að þeir keyrðu fénu bara öllu aftur til mín. Það er allt hérna inn í húsi hjá mér, nóg pláss.” Hann segir áformað núna um helgina að gefa ormalyf og fara síðan með féð á fjall, austur í Krýsuvík í beitarhólf þar. Hermann var einnig hótelhaldari fyrir mannfólk í Grindavík en segist núna vera kominn með rolluhótel. „Þetta er svona sárabót fyrir að missa hótelið. Ég var með gistiheimili í Grindavík og það er lokað. Þetta er svona aðeins smá sárabót að vera með rolluhótel,” segir Hermann og hlær. „Að vísu fæ ég ekkert fyrir þetta nema bara vinnuna, sko. En það er bara gaman að þessu, að fá þetta allt í heimsókn, þetta fólk og fé,” segir útvegsbóndinn Hermann Ólafsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má heyra formann bæjarráðs Grindavíkur, Hjálmar Hallgrímsson, í fyrradag ræða stöðuna ofan á einum varnargarðanna sem varið hafa bæinn:
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Landbúnaður Tengdar fréttir „Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. 30. maí 2024 17:01 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. 30. maí 2024 17:01