Þetta staðfestir Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Ingibjörg tekur þó fram að skjálftahrinan sé í þannig fjarlægð frá Öskju að hún komi ekki til með að hafa áhrif á eldstöðina. Hún ítrekar að engin breyting hafi orðið á Öskju síðustu vikur og að virknin í eldstöðinni sé stöðug og hefðbundin.
Hún segir að skjálftahrinan sé nokkuð hefðbundin og að orsök hennar sé vegna flekahreyfinga. Hún bendir á að skjálftahrinan sé ekki í grennd við neina eldstöð sem jarðskjálftar að þessari stærð gætu haft áhrif á.
Hún tekur þó fram að um nokkuð óvenjulegan stað sé að ræða fyrir skjálftavirkni sem þessa. „Við höfum ekki séð þennan stað áður en ég ræddi við sérfræðing hérna á Veðurstofunni og hann sagði þetta vera tektóníska skjálfta.“
Ingibjörg tekur fram að Veðurstofan fylgist með skjálftahrinunni með hefðbundnum hætti en bætir þó við að ef aflögun eða landris mælist á svæðinu að þá muni þau fylgjast nánar með framvindu mála á svæðinu.