Kæri útskriftarárgangur 2024, grunnskólans í Stykkishólmi Rannveig Ernudóttir skrifar 4. júní 2024 20:30 Í dag, 4. júní, er útskriftardagurinn ykkar og er tilefni til að gleðjast og fagna.Við sem tilheyrum skólasamfélaginu í kringum ykkur, hvort sem það erum við fjölskyldurnar ykkar, vinir eða starfsfólk skólans hlökkum öll til að sjá hvað þið gerið í framtíðinni Við fjölskyldan fengum að fylgja og tilheyra hópnum ykkar síðasta árið ykkar af grunnskólagöngunni og langar okkur að deila reynslu okkar af því. Fyrir tæpu ári síðan tókum við fjölskyldan þá ákvörðun að rífa okkur upp úr miðborg Reykjavíkur og setjast að í einu fallegast bæjarstæði landsins, Stykkishólmi.Við erum sex manna fjölskylda sem í dag samanstendur af okkur foreldrunum og tveimur börnum, fædd 2008 og 2013. Ásamt einum ferfættum loðbolta, en auk þess eru tveir fullorðnir strákar hluti af okkur, sem eru fluttir að heiman. Ákvörðunin var áskorun og henni fylgdu ýmsar vangaveltur. Sumar kvíðvænlegar, aðrar spennandi. Mest veltum fyrir okkur áhrifunum á dóttur okkar, sem þá var að klára 9. bekk í sínum hverfisskóla. Hvernig yrði það fyrir hana að skipta um skóla á þessum tímapunkti? Búin að alast upp í sama hverfinu, þekkti allt og alla þar mjög vel og ræturnar sterkar hjá okkur fjölskyldunni í skólasamfélaginu, enda samvinna heimilis og skóla alltaf verið góð. Systkinin í ýmsum í tómstundum í hverfinu, bæði, og í báðum tilfellum, í tómstundum sem því miður var ekki hægt að halda áfram að iðka í nýju sveitarfélagi. En við vorum öll spennt og forvitin. Við heimsóttum Hólminn nokkrum sinnum yfir sumarið, skoðuðum skólann, fengum upplýsingar um hvað bærinn hefði að bjóða, eins og t.d. hvaða tómstundir stæðu til boða o.s.frv.Við fluttum seint um sumarið í bæinn og dóttir okkar fór beint í vinnuskólann og náði þar að kynnast nokkrum af væntanlegum skólafélögum.Þar heyrði hún alls konar sögur, m.a. að einelti væri vandamál í skólanum. Við fórum eðlilega að hafa smá áhyggjur á þeim tímapunkti.Það var nefnilega eitt annað sem hafði ýtt undir ákvörðun okkar að flytja í annað samfélag. Dóttir okkar var byrjuð að sýna einkenni vanlíðunar og örlaði á því að ekki væri allt í góðu hjá henni í gamla skólanum. Virtist ekki falla lengur inn í hópinn og átti erfitt uppdráttar.Hér væri auðvelt að setja niður alls konar hugleiðingar, jafnvel alhæfingar, um meint innræti bekkjarfélaganna, foreldra þeirra, getuleysi skólasamfélagsins, hugsanlegar greiningar o.s.frv. En hver væri tilgangurinn með slíkum skrifum? Við fórum og ákváðum að treysta á nýtt samfélag. Það skal tekið fram, svo það sé hafið allan vafa, að líðan dóttur okkar í gamla skólanum er á engan hátt áfellisdómur yfir það skólasamfélag. Ekki nemendurna eða foreldra þeirra, né skólann. Það var eitthvað í ólagi, en hver raunverulegur sökudólgurinn var er ekki endilega ljóst, margt getur hafa spilað þar inní.Okkar upplifun og reynsla af því skólasamfélagi var heilt yfir góð og ánægjuleg. Þegar upp er staðið hefði líklega eina góða niðurstaðan alltaf verið sú að skipta um skóla. Eins og kom fram hér að ofan höfðum við s.s. heyrt af eineltismálum í skólanum svo við vorum eðlilega fyrst um sinn vör um okkur. En vildum gefa þessu tíma fyrst um sinn. Nýr skólastjóri var tekinn við og við á engan hátt fær um að meta hvað hefði áður gengið á.Við fundum fljótlega að dóttur okkar virtist líða betur í nýja skólanum, þótt það væri ýmislegt þar sem henni fannst vera undarlegt, því auðvitað var mikill samanburður hjá henni úr gamla skólanum, enda margt öðruvísi í nýjum skóla, eins og eðlilegt er. En kæru útskriftarnemar! Það tók ekki langan tíma að átta okkur á að þessi stóra breyting var gæfuspor. Þið fóruð svo langt fram úr væntingum okkar að við finnum þörf til að segja ykkur það hátt og skýrt. Strax eftir fyrstu vikuna í skólanum var dóttir okkar, nýja bekkjarsystir ykkar, farin að upplifa hópinn sem náinn og vingjarnlegann. Þið væruð góðir krakkar sem væri gott að vera hluti af. Hún gat verið hún sjálf, þótt eðlilega skoðaði hún líka hvernig hún gæti bætt sín samskipti, enda er það þroskandi fyrir okkur öll að endurskoða reglulega eigin hegðun og framkomu.Í vetur komu auðvitað alveg upp alls kona átök og flókin mál innan hópsins. En heilt yfir tókst alltaf að vinna úr þeim, hvort sem þau gerðu það sjálf, eða með aðstoð frá kennurum og/eða foreldrunum. Við foreldrarnir fengum að kynnast samheldnum foreldrahóp og góðu starfsfólki sem alltaf var boðið og búið að hlusta, aðstoða og leiðbeina ef þörf var á. Nýr skólastjóri kom með gott andrúmsloft með sér og ljóst að hann náði vel til starfsmannahópsins, sem og til nemenda. Því miður kveðjum við hann eftir aðeins einn vetur, en það er ánægjuleg ástæða fyrir því. Bekkurinn fagnaði þessum merka áfanga í síðustu viku með útskriftarferð til Danmerkur, sem þau söfnuðu sér öll saman fyrir. Tókst sú ferð einstaklega vel.Hjartans þakkir til ykkar sem stóðu að þeirri ferð, bæði starfsfólk sem og bekkjarfulltrúar.Það var einmitt í þessari ferð sem það kom hvað skýrast fram hversu góður hópurinn er. Ferðin þjappaði þeim enn betur saman, að þeirra eigin sögn. Fyrir dóttur okkar var það henni afar kært að finna í þeirri ferð fyrir því hvað það er mikill kærleikur í hópnum. Þau pössuðu vel upp á hvert annað og skemmtu sér vel saman. Í fluginu hjálpuðust þau að við að veita dóttur okkar stuðning, spila við hana, spjalla og róa, en hún er mjög flughrædd. Þetta var ómetanlegt krakkar! Takk! Nú getum við fjölskyldan ekki metið hvað gekk á áður en við fluttum í bæinn. En við vitum að kallað var eftir faglegri aðstoð utanaðkomandi aðila til að taka á eineltismálum í skólanum. Reyndar var það líka gert í vetur, enda gott að viðhalda slíkri fræðslu, sem mikilvægri forvörn. Sú vinna hefur aldeilis skilað, því við fjölskyldan erum einstaklega þakklát fyrir skólaárið sem nú klárast. Við hlökkum til að fagna með ykkur í dag, að sjá ykkur öll prúðbúin og fín, þegar þið útskrifist úr grunnskólanum. Þið megið vera stolt af ykkur og spennt fyrir framtíðinni. Frá okkar dýpstu hjartans rótum, segjum við fjölskyldan við ykkur; Til hamingju og takk fyrir veturinn. Framtíðin er ykkar, grípið hana sem og tækifærin sem verða á vegi ykkar. Haldið áfram að vaxa og dafna svona fallega. Þið eruð núþegar með gott veganesti til þess, ykkur sjálf. Höfundur er forstöðukona Höfðaborgar, félags- og þjónustumiðstöðvar í Stykkishólmi, en fyrst og fremst foreldri og aðfluttur andskoti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Stykkishólmur Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 4. júní, er útskriftardagurinn ykkar og er tilefni til að gleðjast og fagna.Við sem tilheyrum skólasamfélaginu í kringum ykkur, hvort sem það erum við fjölskyldurnar ykkar, vinir eða starfsfólk skólans hlökkum öll til að sjá hvað þið gerið í framtíðinni Við fjölskyldan fengum að fylgja og tilheyra hópnum ykkar síðasta árið ykkar af grunnskólagöngunni og langar okkur að deila reynslu okkar af því. Fyrir tæpu ári síðan tókum við fjölskyldan þá ákvörðun að rífa okkur upp úr miðborg Reykjavíkur og setjast að í einu fallegast bæjarstæði landsins, Stykkishólmi.Við erum sex manna fjölskylda sem í dag samanstendur af okkur foreldrunum og tveimur börnum, fædd 2008 og 2013. Ásamt einum ferfættum loðbolta, en auk þess eru tveir fullorðnir strákar hluti af okkur, sem eru fluttir að heiman. Ákvörðunin var áskorun og henni fylgdu ýmsar vangaveltur. Sumar kvíðvænlegar, aðrar spennandi. Mest veltum fyrir okkur áhrifunum á dóttur okkar, sem þá var að klára 9. bekk í sínum hverfisskóla. Hvernig yrði það fyrir hana að skipta um skóla á þessum tímapunkti? Búin að alast upp í sama hverfinu, þekkti allt og alla þar mjög vel og ræturnar sterkar hjá okkur fjölskyldunni í skólasamfélaginu, enda samvinna heimilis og skóla alltaf verið góð. Systkinin í ýmsum í tómstundum í hverfinu, bæði, og í báðum tilfellum, í tómstundum sem því miður var ekki hægt að halda áfram að iðka í nýju sveitarfélagi. En við vorum öll spennt og forvitin. Við heimsóttum Hólminn nokkrum sinnum yfir sumarið, skoðuðum skólann, fengum upplýsingar um hvað bærinn hefði að bjóða, eins og t.d. hvaða tómstundir stæðu til boða o.s.frv.Við fluttum seint um sumarið í bæinn og dóttir okkar fór beint í vinnuskólann og náði þar að kynnast nokkrum af væntanlegum skólafélögum.Þar heyrði hún alls konar sögur, m.a. að einelti væri vandamál í skólanum. Við fórum eðlilega að hafa smá áhyggjur á þeim tímapunkti.Það var nefnilega eitt annað sem hafði ýtt undir ákvörðun okkar að flytja í annað samfélag. Dóttir okkar var byrjuð að sýna einkenni vanlíðunar og örlaði á því að ekki væri allt í góðu hjá henni í gamla skólanum. Virtist ekki falla lengur inn í hópinn og átti erfitt uppdráttar.Hér væri auðvelt að setja niður alls konar hugleiðingar, jafnvel alhæfingar, um meint innræti bekkjarfélaganna, foreldra þeirra, getuleysi skólasamfélagsins, hugsanlegar greiningar o.s.frv. En hver væri tilgangurinn með slíkum skrifum? Við fórum og ákváðum að treysta á nýtt samfélag. Það skal tekið fram, svo það sé hafið allan vafa, að líðan dóttur okkar í gamla skólanum er á engan hátt áfellisdómur yfir það skólasamfélag. Ekki nemendurna eða foreldra þeirra, né skólann. Það var eitthvað í ólagi, en hver raunverulegur sökudólgurinn var er ekki endilega ljóst, margt getur hafa spilað þar inní.Okkar upplifun og reynsla af því skólasamfélagi var heilt yfir góð og ánægjuleg. Þegar upp er staðið hefði líklega eina góða niðurstaðan alltaf verið sú að skipta um skóla. Eins og kom fram hér að ofan höfðum við s.s. heyrt af eineltismálum í skólanum svo við vorum eðlilega fyrst um sinn vör um okkur. En vildum gefa þessu tíma fyrst um sinn. Nýr skólastjóri var tekinn við og við á engan hátt fær um að meta hvað hefði áður gengið á.Við fundum fljótlega að dóttur okkar virtist líða betur í nýja skólanum, þótt það væri ýmislegt þar sem henni fannst vera undarlegt, því auðvitað var mikill samanburður hjá henni úr gamla skólanum, enda margt öðruvísi í nýjum skóla, eins og eðlilegt er. En kæru útskriftarnemar! Það tók ekki langan tíma að átta okkur á að þessi stóra breyting var gæfuspor. Þið fóruð svo langt fram úr væntingum okkar að við finnum þörf til að segja ykkur það hátt og skýrt. Strax eftir fyrstu vikuna í skólanum var dóttir okkar, nýja bekkjarsystir ykkar, farin að upplifa hópinn sem náinn og vingjarnlegann. Þið væruð góðir krakkar sem væri gott að vera hluti af. Hún gat verið hún sjálf, þótt eðlilega skoðaði hún líka hvernig hún gæti bætt sín samskipti, enda er það þroskandi fyrir okkur öll að endurskoða reglulega eigin hegðun og framkomu.Í vetur komu auðvitað alveg upp alls kona átök og flókin mál innan hópsins. En heilt yfir tókst alltaf að vinna úr þeim, hvort sem þau gerðu það sjálf, eða með aðstoð frá kennurum og/eða foreldrunum. Við foreldrarnir fengum að kynnast samheldnum foreldrahóp og góðu starfsfólki sem alltaf var boðið og búið að hlusta, aðstoða og leiðbeina ef þörf var á. Nýr skólastjóri kom með gott andrúmsloft með sér og ljóst að hann náði vel til starfsmannahópsins, sem og til nemenda. Því miður kveðjum við hann eftir aðeins einn vetur, en það er ánægjuleg ástæða fyrir því. Bekkurinn fagnaði þessum merka áfanga í síðustu viku með útskriftarferð til Danmerkur, sem þau söfnuðu sér öll saman fyrir. Tókst sú ferð einstaklega vel.Hjartans þakkir til ykkar sem stóðu að þeirri ferð, bæði starfsfólk sem og bekkjarfulltrúar.Það var einmitt í þessari ferð sem það kom hvað skýrast fram hversu góður hópurinn er. Ferðin þjappaði þeim enn betur saman, að þeirra eigin sögn. Fyrir dóttur okkar var það henni afar kært að finna í þeirri ferð fyrir því hvað það er mikill kærleikur í hópnum. Þau pössuðu vel upp á hvert annað og skemmtu sér vel saman. Í fluginu hjálpuðust þau að við að veita dóttur okkar stuðning, spila við hana, spjalla og róa, en hún er mjög flughrædd. Þetta var ómetanlegt krakkar! Takk! Nú getum við fjölskyldan ekki metið hvað gekk á áður en við fluttum í bæinn. En við vitum að kallað var eftir faglegri aðstoð utanaðkomandi aðila til að taka á eineltismálum í skólanum. Reyndar var það líka gert í vetur, enda gott að viðhalda slíkri fræðslu, sem mikilvægri forvörn. Sú vinna hefur aldeilis skilað, því við fjölskyldan erum einstaklega þakklát fyrir skólaárið sem nú klárast. Við hlökkum til að fagna með ykkur í dag, að sjá ykkur öll prúðbúin og fín, þegar þið útskrifist úr grunnskólanum. Þið megið vera stolt af ykkur og spennt fyrir framtíðinni. Frá okkar dýpstu hjartans rótum, segjum við fjölskyldan við ykkur; Til hamingju og takk fyrir veturinn. Framtíðin er ykkar, grípið hana sem og tækifærin sem verða á vegi ykkar. Haldið áfram að vaxa og dafna svona fallega. Þið eruð núþegar með gott veganesti til þess, ykkur sjálf. Höfundur er forstöðukona Höfðaborgar, félags- og þjónustumiðstöðvar í Stykkishólmi, en fyrst og fremst foreldri og aðfluttur andskoti.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar