Ungmenni séu byrjuð að átta sig á slæmum afleiðingum klámáhorfs Bjarki Sigurðsson skrifar 5. júní 2024 21:19 Snæ Humadóttir og Agla Björk Kristjánsdóttir eru nemendur í tíunda bekk. Vísir/Bjarni Sífellt fleiri nemendur í grunnskólum landsins kjósa að horfa ekki á klám. Verkefnastýra hjá Reykjavíkurborg segir það gleðitíðindi þar sem klámáhorf sé tengt vanlíðan barna á grunnskólaaldri. Unglingar fagna betri fræðslu. Árið 2021 sögðust helmingur drengja og 83 prósent stúlkna í áttunda bekk aldrei horfa á klám. Með hækkandi aldri jókst klámáhorf og fjöldi þeirra sem horfa aldri fór niður í 21 prósent hjá drengjum og 58 prósent hjá stúlkum í tíunda bekk. Klippa: „Fræða en ekki hræða“ Árið 2022 fjölgaði í hópi þeirra sem horfðu aldrei og í fyrra sögðust 78 prósent drengja í áttunda bekk horfa aldrei á klám og 95 prósent stúlkna. 46 drengja í tíunda bekk gera slíkt hið sama og 82 prósent stúlkna. Höfðu miklar áhyggjur Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur segir þetta gleðitíðindi. „Við höfum haft áhyggjur af þessu. Og árið 2018 höfðum við bara mjög miklar áhyggjur. Við sáum að hópur barna sem var að horfa mjög mikið á klám, og sérstaklega strákar, það var allt of stór hópur,“ segir Kolbrún. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar.Vísir Farið var í að fræða börn um muninn á kynlífi og klámi. Kolbrún segir ánægjulegt að sjá forvarnirnar skila árangri. Klámáhorf hafi áhrif á börn. „Eftir því sem þau horfa meira á klám, þá telja þau andlega heilsu sína verri. Þetta hefur áhrif á svefninn þeirra. Þau sofa ekki eins og vel og þau eru meira kvíðin. Sérstaklega stelpur sem horfa mikið á klám. Við sjáum mjög mikinn mun þar,“ segir Kolbrún. Fræða en ekki hræða Ungmenni á höfuðborgarsvæðinu telja umræðu um klám meðal jafnaldra sinna vera orðin meiri og betri. „Ég myndi segja að fræðslan sé meira þannig að það er talað við okkur en ekki bara lesið af glærum. Það er verið að segja hvað áhorf getur valdið. Ég held að unglingar séu byrjaðir að fatta: „Ókei já, ég kannski finn meira fyrir þessu ef ég er búinn að vera horfa meira á þetta“,“ segir Agla Björk Kristjánsdóttir, nemandi í tíunda bekk. Ungmenni átti sig á því að klám sé ekki endilega gott fyrir þau. „Um leið og við fáum fræðslu þá leitum við minna á netið. Og klámið er á netinu, allavega það sem við fáum svona beint í æð. Þannig ég held að fræðslan sé að skila sér. Fræða en ekki hræða,“ segir Snæ Humadóttir, einnig nemandi í tíunda bekk. Grunnskólar Klám Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Árið 2021 sögðust helmingur drengja og 83 prósent stúlkna í áttunda bekk aldrei horfa á klám. Með hækkandi aldri jókst klámáhorf og fjöldi þeirra sem horfa aldri fór niður í 21 prósent hjá drengjum og 58 prósent hjá stúlkum í tíunda bekk. Klippa: „Fræða en ekki hræða“ Árið 2022 fjölgaði í hópi þeirra sem horfðu aldrei og í fyrra sögðust 78 prósent drengja í áttunda bekk horfa aldrei á klám og 95 prósent stúlkna. 46 drengja í tíunda bekk gera slíkt hið sama og 82 prósent stúlkna. Höfðu miklar áhyggjur Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur segir þetta gleðitíðindi. „Við höfum haft áhyggjur af þessu. Og árið 2018 höfðum við bara mjög miklar áhyggjur. Við sáum að hópur barna sem var að horfa mjög mikið á klám, og sérstaklega strákar, það var allt of stór hópur,“ segir Kolbrún. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar.Vísir Farið var í að fræða börn um muninn á kynlífi og klámi. Kolbrún segir ánægjulegt að sjá forvarnirnar skila árangri. Klámáhorf hafi áhrif á börn. „Eftir því sem þau horfa meira á klám, þá telja þau andlega heilsu sína verri. Þetta hefur áhrif á svefninn þeirra. Þau sofa ekki eins og vel og þau eru meira kvíðin. Sérstaklega stelpur sem horfa mikið á klám. Við sjáum mjög mikinn mun þar,“ segir Kolbrún. Fræða en ekki hræða Ungmenni á höfuðborgarsvæðinu telja umræðu um klám meðal jafnaldra sinna vera orðin meiri og betri. „Ég myndi segja að fræðslan sé meira þannig að það er talað við okkur en ekki bara lesið af glærum. Það er verið að segja hvað áhorf getur valdið. Ég held að unglingar séu byrjaðir að fatta: „Ókei já, ég kannski finn meira fyrir þessu ef ég er búinn að vera horfa meira á þetta“,“ segir Agla Björk Kristjánsdóttir, nemandi í tíunda bekk. Ungmenni átti sig á því að klám sé ekki endilega gott fyrir þau. „Um leið og við fáum fræðslu þá leitum við minna á netið. Og klámið er á netinu, allavega það sem við fáum svona beint í æð. Þannig ég held að fræðslan sé að skila sér. Fræða en ekki hræða,“ segir Snæ Humadóttir, einnig nemandi í tíunda bekk.
Grunnskólar Klám Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira