Skoðun

Mikil­vægi dýranna: Þau hafa sitt vit

Matthildur Björnsdóttir skrifar

Steinsteypuvæðing heims er að drepa lífríkið og dýrin, og um leið jörðina.

Ég man eftir að hafa heyrt þau orð á Íslandi, að dýrin væru bjánar. Ég trúði hinsvegar ekki að neitt lifandi á jörðu væri án þess vits sem þau þyrftu fyrir sig og sinn tilgang. En eins og með margt annað, gat ég ekki tjáð mig um það þá enda ekki með neina persónulega reynslu af neinu dýri þá.

Allt frá stóru dýrunum til litlu veranna undir í jörðinni sem eru með mikilvæg hlutverk til að viðhalda öllu kerfinu sem sköpun setti upp fyrir og handa henni.

Það hafa fáir bent á hið mikilvæga hlutverk skordýra fyrir lífríkið, en það er mikilvægara fyrir jörðina en flest okkar mannvera eru fyrir hana. David Attenborough er mikilvægur fulltrúi jarðar og lífs annars en okkar mannkyns. Og það eru líka allir dásamlegu dýralæknarnir hér í Ástralíu, og um allan heim.

Þegar ég kom í heimsókn til Ástralíu til að fara í mikla ferð um landið með Malcolm, elskaði ég að sjá þessi passlega stóru hús og stóra garða í kring um þau og mikinn gróður.

Svo flutti ég til Ástralíu þegar ég var fertug. Þá tel ég heilabú mitt hafa virkilega farið að fá þá langþráðu víðáttumiklu heilaörvun sem hafði vantað.

Það fyrsta sem ég fékk sem vísbendingu um dýr sem ég vissi ekki að væri til, var pinni með kóala frá Malcolm sem hann gaf mér eftir að við höfðum kynnst á Íslandi og orðið vinir. Það var kona í næsta húsi við vinnustað minn sem svo minntist á það við að sjá hann á mér, af því að hún var héðan.

Líf mitt fór auðvitað á nýtt ferli við að koma hingað, og ég að gera eitt og annað.

En alvöru upplifun og vitnun á viti og mikilvægi dýra fyrir jörðina og okkur öll fór svo að aukast helling þegar líf mitt varð rólegra.

Fyrsta reynslan um samband við dýr var þó ansi óvænt á Íslandi árið 1992 með ketti sem dóttir mín hafði fengið. Ég kom í heimsókn til að verja tíma með þeim sem unglingum sem höfðu snúið til baka, en líf mitt er hér. Þessi köttur hét Seasar. Um leið og ég kom inn í íbúðina kaus hann mig sem sinn félaga, og var í kjöltu minni allar stundir þegar ég var heima.

Hann var mikil félagsvera, og stökk inn þegar hann sá marga bíla fyrir utan. Þá vissi hann að það yrði gaman, og sat á kjöltu minni um leið og hann var ákafur í að taka inn það sem rætt var við borðið. Kaus svo að sofa á gólfinu í herbergingu sem ég svaf í. Mikið vildi ég hafa getið lesið hugsanir hans við að hlusta á okkur við matarborðið.

Dæmi um úrræðasemi hans og þörf fyrir að teygja líf sitt inn á fleiri heimili sýndi mikla úrræðasemi. Það kom fram þegar dóttir mín áttaði sig á að fleiri væru að gefa honum að borða. Hún setti því miða undir hálsólina hans með þeirri spurningu.

Hann kom svo heim með miða frá tveim aðilum, sem sýndi fyrir víst að hann ætlaði sér aldrei að vera svangur eða einmana. Og hvarf svo eftir að ég fór.

Harry dýralæknir hér í Ástralíu myndi vera svo með í þessu viti hans.

Ríkidæmi dýralífs Ástralíu er unaður en steinsteypuvæðing að ógna því

Kóalar eru þau krúttlegustu dýr sem hafa sína einstöku siði að borða bara eucolyptus lauf, kúra í trjám og oft með lítinn ungan kóala í pokanum á maganum. Svo ferðast þeir frá einu tréi til annars þegar búið er að borða mest af laufum þess trés.

Svo þarf auðvitað að fara á flakk til að finna maka til að hafa svo annan lítinn sætan Joyey í sínum snillingspoka sem skaparinn lét ýmis af dýrum Ástralíu fá.

Ég get ekki hugsað þá hugsun að steinsteypuvæðing muni útrýma þeim frá fellingu trjáa og græðgi í aukinn mannfjölda. Af því að Ástralía fékk þessa gjöf frá skaparanum af óteljandi ástæðum sem sum væru gróðurinn hér birtan og fleira.

Svo fyrir um fimmtán árum eða svo fengu yfirvöld steinsteypu æði og leyfðu að hús væru brotin niður, og svæðið fyllt af steinsteypu húsum sem fylla allt svæðið sem húsið og garðurinn hafði. Með þeim afleiðingum að við þau nýju íbúðarhús voru engir garðar eftir.

Það eru sem betur fer enn slatti af eldri útgáfum múrsteinshúsa með görðum til, eins og við eigum. En það er búið að eyðileggja og drepa of mikið af lífríki sem var bæði undir og ofan á í þeim görðum.

Kengúrur hoppa almennt ekki um í borgum og úthverfum, heldur úti í náttúrunni. Það eru til ótal tegundir kengúra af ýmsum stærðum.

Það er meiriháttar að sjá þær stökkva eða næstum fljúga um eins og flugvélar á jörðu. Þær hafa líka þetta frábæra kerfi að hafa poka framan á maganum þar sem ungi joeyinn situr. Horfir út á víðáttuna og gróðurinn og lærir um framtíð sína frá því að vera þar og skoða lífið. Stundum eru nokkrir aðrir í vinnslu á sama tíma inni í henni, þegar sá sem er tilbúinn fyrir heiminn kemur upp og skoðar.

Wombatinn er svo enn ein athyglisverð tegund dýrs sem einnig hefur poka en hann er í annarri stöðu. Er þungur og gengur á fjórum fótum eins og hundar og kettir og búfé, en er ekki notaður sem slíkur. Hann er ekki hópdýr eins og hin heldur mest með sjálfum sér þannig séð. Ég hef ekki séð tvo af þeim saman sem par, svo að ég veit ekki hvernig það dæmi fjölgunar á sér stað. Hann er næturdýr sem grefur sér holur til að fela sig. Þá hitta þeir víst maka sína og nýja kynslóð þeirra sést ekki fyrr en þau eru orðin nógu stór til að vera til sýnis.

Possums eru svo mun minni dýr sem hanga í trjám og flakka um á hæðum en virðast ekki vera mikið á jörðu. Þeir eiga það líka til að taka sér búsetu í þökum húsa og í bílskúrum.

Það gerðist hjá okkur, að einn eða tveir fundu sér leið og bústað í bílskúrnum okkar hér í úthverfi. Þá kom í ljós að þeir haga sér þar eins og barn í svaka reiðis eða orku sterku ástandi. Þeir skilja auðvitað ekki skemmdir sem þeir valda í að reyna að finna sér eitthvað að borða í bílskúr sem hefur ekki neina fæðu fyrir þá. Þessi hegðun var umborin um tíma, en svo kom að því að það var ekki hægt lengur. Þá fór Malcolm í að fylla í raufir á þakinu og gera bílskúrinn Possum öruggan. En það stóð alls ekki til að drepa hann eða þá.

Svo eru það starfslið dýragarða og hinn yndislegi Harry dýralæknir

Þau hafa svo virkilega sýnt inn í vit og skilning dýra á ótal vegu sem staðfestir að þau eru hér á jörðu og í Ástralíu í mikilvægum tilgangi. Harry er sérfræðingur í tilfinningalífi dýra og hefur heimsótt ótal gælu-dýraeigendur sem kvörtuðu yfir hegðun dýrs, hunds, kattar, páfagauks og kanínu. Og svo framvegis.

Þá lýsir hann því fyrir eigendum hvað sé í gangi í huga og tilfinningum dýrsins. Og annaðhvort gefur lyf eða ráðleggur eiganda um hvernig þeir þurfi að breyta hlutum í húsinu, eða hegðun sinni. Svo stundum viðhorfum eins og þegar þau hafa hund sem er ætlað sem vinnudýr fyrir búfé, en ekki líf í borgum.

Þá lærist að þær eru algerlega hliðstæðar við þær sem við mannverur höfum, einmanaleik, afbrýðisemi, söknuð og svo mætti lengi telja.

Við að horfa á starfslið í dýragörðum er einnig meiriháttar að sjá hvaða dýr sem það er bregðast við þeim starfsmanni með skilningi sem er að vinna með þau. Það var einstakt að sjá konu undirbúa sel fyrir flutning í annan dýragarð. Það er hluti af kerfum dýragarða til að koma í veg fyrir úrkynjun dýra. Hann átti að hressa upp á genin í selum þar, svo að þau yrðu ekki úrkynja.

Það var meiriháttar að sjá hann ferðast með henni um dýragarðinn færandi sig áfram með henni með hreifum sínum í algerum samhrynjandi með henni, og því sem hún var að fræða hann um. Það sást á svipbrigðum hans að hann skildi hana. Kannski með orkunni í orðum hennar sem hann væri fær um að nema og túlka.

Fílar hafa sýnt að þeir læra frá einni rannsókn á þeim fyrir löngu og gera svo það sem þarf næst fyrir aðra rannsókn. Þeir hafa langtíma minni og eru mikil fjölskyldudýr sýna djúpan söknuð og svo framvegis þegar eitt þeirra deyr.

Guð minn góður magn fuglategunda hér er meiriháttar. Ég vildi óska að ég gæti skilið hvað þeir eru að segja þegar það er heill kórsöngur þeirra hér á morgnana eins og þeir séu að skipuleggja og semja um hvar þeir ætli að vera þann daginn.

Svo eru það svörtu svanirnir og Emu fuglinn sem flýgur samt ekki. Emuar eru skyldir storkum og hafa jafnrétti í þessu með að ala upp afkomendur. Kvendýrið verpur eggjunum sem karldýrið sér svo um að unga út og ala upp.

Það eru mikið fleiri dýrategundir hér sem eru einstakar fyrir þetta land sem ekki er hægt að setja í litla grein. Bilby er enn eitt og er mun minna og er líka með poka framan á sér fyrir afkvæmin og þessi dýr með það eru kölluð „Marsupials“ sem kannski er kallað pokadýr á Íslensku. Svo eru það snákar, eðlur og krókódílar sem ég sé ekki sem krúttleg dýr. Þau eru auðvitað hér af ástæðu og í tilgangi. Svo bæti ég við smá sögu sem gerðist hér í húsinu heima hjá okkur.

Fimm stjörnu músarhótelið

Það var einn dag fyrir einhverjum mánuðum síðan árið 2017 að við Malcolm höfðum séð að mús hafði flutt inn í húsið okkar. Hún var mjög slungin í að láta sem minnst af sér vita, en samt sáum við hana af og til skjótast á milli felustaða á hraða ljóssins.

Hún vissi um öll heimilisföngin fyrir sig í hverju herbergi. En ég tel að svefnherbergið hafi ekki verið séð sem hafa nógu gott heimilisfang. Svo lærðum við einn daginn að það var ekki bara ein mús í húsinu heldur tvær. Af því að ég sá þær koma undan ísskápnum einn daginn, og voru vandræðalegar að sjá að við höfðum séð þær.

Og þar sem mannkyn vill í raun ekki deila hýbílum sínum með músum, þá reyndum við allskonar góðgæti til að geta sent þær inn í músa himnaríki. En í marga mánuði kom allt fyrir ekki. Sem staðfesti úrræðasemi þeirra sem hafa verið á jörðu löngu áður en mannverur urðu til. Og mannkyn lengi viljað útrýma, en ekki tekist það. Það sýnir að skaparinn skapaði ekki neitt dýr án þekkingar, visku og sjálfsbjargarviðleitni.

Heimili okkar fyrir þeim varð þá auðvitað einskonar Fimm stjörnu hótel. Smá mulningar á gólfi eða kex pakki á borði var alger veisla fyrir agnarlitla líkama, og veitti svaka orku.

Malcolm kom með margar gerðir af góðgæti til að senda þær til músa himnaríkis en allt kom fyrir ekki. Þær litu ekki við því, enda þekktu þær greinilega lyktina af því og höfðu lært sína lexíu, að það væri betra að sleppa að borða það. Þeim leið greinilega vel hér með öll sín sér herbergi.

Herbergin voru mörg, þau voru undir og á bak við eldavél. Á bak við eða undir örbylgjuofninum. Ég sá þær þjóta á hraða ljóssins frá svæðinu að baki eldavélarinnar og framhjá vaskinum yfir bekkinn undir og á bak við samlokugrillið. Svo til baka í skjól á bak við örbylgjuofninn. Svo voru það samskonar ferðir til baka sem við sáum ekki.

Önnur herbergi þeirra voru á bak við bókahillur, undir skattholi og uppáhaldið var undir sófanum þar sem þeir komu stundum fram að brún til að kíkja hvort það væri öruggt að skjótast í annað rými. Hvað þessi ferðalög voru um munum við aldrei vita.

Það var svo ekki fyrr en Malcolm kom inn með nýja gildru og góðgæti hannað handa rottum, að það að lokum sendi eina eða tvær til músahimnaríkis, þar sem ég vona að þeim líði vel.

Nú bara vonum við að það hafi ekki borist orðspor til músaheims um að þessi staður sé frábært Fimm stjörnu hótel. Alla vega höfum við ekki séð neinar núna né nein merki um ferðalög þeirra um undirheima sína hér síðan það árið. Og ekkert að þrífa upp eftir þær ferðir lengur sem ég er mjög fegin. Auðvitað ber ég vissa virðingu fyrir úrræðasemi og úthaldi mýsna sem hafa verið undir hæl mannkyns um aldir í þeim tilgangi að útrýma þeim. Þær hafa lifað út ótal aðrar skapanir á dýrum frá upphafi, og eru greinilegar snillingar í aðlögun á lífsskilyrðum.

Að lokum segi ég eins og þeir segja í Star Wars myndunum „megi heimsaflið vera með þeim“ „May the force be with them“ í því hlutverki sem þeim var gefið að hafa, en samt ætlað að vera utanhúss.

Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur til langs tíma í Ástralíu.




Skoðun

Skoðun

1969

Tómas A. Tómasson skrifar

Sjá meira


×