Almannahagsmunir að slíkar upplýsingar séu opinberar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. júní 2024 14:01 Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir mikilvægt að fólk viti hvað er að fara úrskeiðis í velferðarmálum og hvað er verið að gera til að vinna að umbótum. Vísir Forstjóri Gæða-og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir úrskurð Persónuverndar um greinargerð um meðferðarheimilið Laugaland/Varpholt hafa komið á óvart. Í honum fólst að fjarlægja þurfti greinargerð af vef stofnunarinnar. Slík mál eigi erindi við almenning og eigi ekki við um úttektir sem stofnunin vinnur að í dag. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála þurfti um síðustu áramót eftir úrskurð Persónuverndar að fjarlægja greinargerð sem gerð var um meðferðarheimili fyrir unglinga, aðallega stelpur sem var staðsett á Varpholti og Laugalandi á árunum 1997-2007. Í skýrslunni sem hafði þá verið fjórtán mánuði í birtingu kom fram að næstum allir viðmælendur sem dvöldu á heimilinu hefðu upplifað andlegt ofbeldi eins og óttastjórnun, harðræði og niðurbrot. Um helmingur sagðist hafa hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Þá kom fram að eftirlit barnaverndaryfirvalda brást. Kom á óvart Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir aðspurð að úrskurður Persónuverndar hafi komið á óvart. „Þetta kom mér svolítið á óvart. Þetta var auðvitað niðurstaða Persónuverndar sem við sem stjórnvald verðum að hlýta sama hversu sammála eða ósammála við erum honum. Hins vegar hefur þessi úrskurður engin áhrif á niðurstöðu rannsóknarinnar. Þá var lögð heilmikil vinna áður en við birtum greinargerðina á sínum tíma að yfirstrika allar viðkvæmar upplýsingar úr henni. Við nutum meira að segja ráðgjafar frá Persónuvernd um hvernig væri best að hafa þessu,“ segir Herdís. Þau sem voru sem ungmenni á meðferðarheimilinu geti ekki lengur fengið skýrsluna senda til sín. „Okkur er líka óheimilt að dreifa henni,“ segir Herdís. Fyrrverandi stjórnendur meðferðarheimilisins hafi kvartað til Persónuverndar. „Mér skilst að það hafi verið stjórnendur og þeir sem ráku heimilið sem sendu inn kvörtunina,“ segir Herdís. Ekki áhrif á birtingu annarra gagna Herdís segir að önnur lög hafi gilt um Gæða- og eftirlitsstofnun þegar greinargerðin var gerð en í dag og því um lagatæknilegt atriði að ræða. „Þetta hefur ekki áhrif á birtingu annarra greinargerða sem við erum að vinna í rauntíma. Stofnunin leggur mikla áherslu á að birta allar upplýsingar um eftirlit okkar sem varðar hagsmuni almennings í landinu,“ segir Herdís. Okkur finnst mikilvægt að fólk viti hvað er að fara úrskeiðis og hvað er verið að gera til að vinna að umbótum. Sérstök lög um eldri mál Herdís telur hins vegar heppilegast að sérstök lög verði sett í framtíðinni þegar ákveðið verður að rannsaka eldri mál. Þá mál sem hafa átt sér stað yfir langan tíma þar sem grunur vaknar um ofbeldi gagnvart börnum á opinberum stofnunum. „Ekki ósvipað og gert var með vöggustofuverkefnið. Það þyrfti að skapa sérstaka umgjörð í kringum rannsókn af þessum toga þegar þetta er svona langt aftur í tímann.Þessi úrskurður hefur hins vegar ekki áhrif á eftirlitsverkefni sem við sinnum í dag og birtingu á niðurstöðum þeirra,“ segir Herdís að lokum. Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Alþingi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála þurfti um síðustu áramót eftir úrskurð Persónuverndar að fjarlægja greinargerð sem gerð var um meðferðarheimili fyrir unglinga, aðallega stelpur sem var staðsett á Varpholti og Laugalandi á árunum 1997-2007. Í skýrslunni sem hafði þá verið fjórtán mánuði í birtingu kom fram að næstum allir viðmælendur sem dvöldu á heimilinu hefðu upplifað andlegt ofbeldi eins og óttastjórnun, harðræði og niðurbrot. Um helmingur sagðist hafa hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Þá kom fram að eftirlit barnaverndaryfirvalda brást. Kom á óvart Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir aðspurð að úrskurður Persónuverndar hafi komið á óvart. „Þetta kom mér svolítið á óvart. Þetta var auðvitað niðurstaða Persónuverndar sem við sem stjórnvald verðum að hlýta sama hversu sammála eða ósammála við erum honum. Hins vegar hefur þessi úrskurður engin áhrif á niðurstöðu rannsóknarinnar. Þá var lögð heilmikil vinna áður en við birtum greinargerðina á sínum tíma að yfirstrika allar viðkvæmar upplýsingar úr henni. Við nutum meira að segja ráðgjafar frá Persónuvernd um hvernig væri best að hafa þessu,“ segir Herdís. Þau sem voru sem ungmenni á meðferðarheimilinu geti ekki lengur fengið skýrsluna senda til sín. „Okkur er líka óheimilt að dreifa henni,“ segir Herdís. Fyrrverandi stjórnendur meðferðarheimilisins hafi kvartað til Persónuverndar. „Mér skilst að það hafi verið stjórnendur og þeir sem ráku heimilið sem sendu inn kvörtunina,“ segir Herdís. Ekki áhrif á birtingu annarra gagna Herdís segir að önnur lög hafi gilt um Gæða- og eftirlitsstofnun þegar greinargerðin var gerð en í dag og því um lagatæknilegt atriði að ræða. „Þetta hefur ekki áhrif á birtingu annarra greinargerða sem við erum að vinna í rauntíma. Stofnunin leggur mikla áherslu á að birta allar upplýsingar um eftirlit okkar sem varðar hagsmuni almennings í landinu,“ segir Herdís. Okkur finnst mikilvægt að fólk viti hvað er að fara úrskeiðis og hvað er verið að gera til að vinna að umbótum. Sérstök lög um eldri mál Herdís telur hins vegar heppilegast að sérstök lög verði sett í framtíðinni þegar ákveðið verður að rannsaka eldri mál. Þá mál sem hafa átt sér stað yfir langan tíma þar sem grunur vaknar um ofbeldi gagnvart börnum á opinberum stofnunum. „Ekki ósvipað og gert var með vöggustofuverkefnið. Það þyrfti að skapa sérstaka umgjörð í kringum rannsókn af þessum toga þegar þetta er svona langt aftur í tímann.Þessi úrskurður hefur hins vegar ekki áhrif á eftirlitsverkefni sem við sinnum í dag og birtingu á niðurstöðum þeirra,“ segir Herdís að lokum.
Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Alþingi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira