Biðla til stjórnvalda að klára málið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. júní 2024 19:00 Þær Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík, Brynja Skúladóttir og Kolbrún Þorsteinsdóttir biðla til stjórnvalda að gangast við mistökum sem hafi verið gerð á vistheimili sem þær og aðrar konur dvöldu á sem unglingar. Vísir/Rúnar Konur segja stjórnvöld hafa sýnt þeim algjört tómlæti í næstum tvö ár þrátt fyrir að opinber greinargerð sýni að þær voru beittar alvarlegu ofbeldi á meðferðarstofnun sem unglingar. Þær segja að vistin þar hafi skilið eftir djúp sár og margar þeirra glími enn við afleiðingarnar. Stjórnvöld þurfi að viðurkenna mistökin og bera ábyrgð. Fjölmargar konur hafa stigið fram síðustu ár í fjölmiðlum og í þáttaröðinni Vistheimilin á Stöð 2 og lýst hvernig stjórnendur á meðferðarheimili á Varpholti síðar Laugalandi hafi beitt alvarlegu ofbeldi meðan þær voru þar sem unglingar. Í fréttum okkar hefur svo komið fram að formgalli hafi verið á opinberri greinargerð sem gerð var um heimilið þar sem ofbeldinu er lýst, barnamálaráðherra hafi ekki mátt láta Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála gera hana sem hafi svo ekki mátt birta hana. Forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála hefur hins vegar sagt að það séu almannahagsmunir að slík greinargerð sé gerð opinber. Stjórnvalda að taka á klúðrinu Konur sem voru á viðkomandi heimili sem unglingar segja þetta bætast ofan á röð vonbrigða í málsmeðferðinni. „Við treystum stjórnvöldum og þessari stofnun til að fara rétt með málið. Mér finnst þetta algjört klúður. Það eru algjör undirstöðuatriði sem klúðraðist í þessari málsmeðferð,“ segir Brynja Skúladóttir sem var vistuð 14-16 ára á heimilinu á árunum 1998-2000. Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík var vistuð á heimilinu þegar hún var fjórtán ára á árunum 2004-2005. Hún lýsir yfir miklum vonbrigðum með málsmeðferðina en biðlar til stjórnvalda að klára málið. „Það eina í stöðunni núna er að takast á við þetta klúður sem hefur átt sér stað af hálfu ríkisstjórnarinnar og þeirra sem hafa komið að rannsókninni. Það þarf að setja málið í flýtimeðferð og klára það. Við getum ekki beðið endalaust af því opinberir aðilar gerðu einhverja formgalla,“ segir Teresa. Teresa segir að svo mörg mistök hafi verið gerð af hálfu opinberra aðila í málinu. Fyrstu kvartanirnar um heimilið koma þarna hjá Umboðsmanni árið 2001. Ef það hefði verið hlustað á það þá hefði ég aldrei farið þarna. Þá væri skaðinn ekki skeður. Opinberir aðilar klúðruðu þessu máli algjörlega. Vistin hafi skilið eftir sig djúp sár Þær segja að vistin á Laugalandi og Varpholti hafi skilið eftir djúp sár og margar þeirra sem þar dvöldu glími enn við afleiðingar vistarinnar. Stjórnvöld þurfi að viðurkenna mistökin og bera ábyrgð. „Stjórnvöld þurfa að gangast við því að hafa gert mistök og greiða þann miska sem við urðum fyrir. Við höfum ekki einu sinni fengið tækifæri á að fá sálfræðitíma greidda síðan málið komst í opinbera umræðu,“ segir Brynja. Kolbrún Þorsteinsdóttir sem var vistuð þegar hún var 15-16 ára á heimilinu á árunum 1999-2001 segir að afar erfitt hafi verið að koma fram í fjölmiðlum og segja frá þeirri sáru reynslu sem hún hafi orðið fyrir. Hún hafi hins vegar gert það til að ná fram réttlæti komi fram í málinu Þá hafi málsmeðferð stjórnvalda líka tekið á. Þetta er bara búið að reyna gríðarlega á og ég veit að það er búið að gera það fyrir margar okkar,“ segir Kolbrún. Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Fjölmargar konur hafa stigið fram síðustu ár í fjölmiðlum og í þáttaröðinni Vistheimilin á Stöð 2 og lýst hvernig stjórnendur á meðferðarheimili á Varpholti síðar Laugalandi hafi beitt alvarlegu ofbeldi meðan þær voru þar sem unglingar. Í fréttum okkar hefur svo komið fram að formgalli hafi verið á opinberri greinargerð sem gerð var um heimilið þar sem ofbeldinu er lýst, barnamálaráðherra hafi ekki mátt láta Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála gera hana sem hafi svo ekki mátt birta hana. Forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála hefur hins vegar sagt að það séu almannahagsmunir að slík greinargerð sé gerð opinber. Stjórnvalda að taka á klúðrinu Konur sem voru á viðkomandi heimili sem unglingar segja þetta bætast ofan á röð vonbrigða í málsmeðferðinni. „Við treystum stjórnvöldum og þessari stofnun til að fara rétt með málið. Mér finnst þetta algjört klúður. Það eru algjör undirstöðuatriði sem klúðraðist í þessari málsmeðferð,“ segir Brynja Skúladóttir sem var vistuð 14-16 ára á heimilinu á árunum 1998-2000. Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík var vistuð á heimilinu þegar hún var fjórtán ára á árunum 2004-2005. Hún lýsir yfir miklum vonbrigðum með málsmeðferðina en biðlar til stjórnvalda að klára málið. „Það eina í stöðunni núna er að takast á við þetta klúður sem hefur átt sér stað af hálfu ríkisstjórnarinnar og þeirra sem hafa komið að rannsókninni. Það þarf að setja málið í flýtimeðferð og klára það. Við getum ekki beðið endalaust af því opinberir aðilar gerðu einhverja formgalla,“ segir Teresa. Teresa segir að svo mörg mistök hafi verið gerð af hálfu opinberra aðila í málinu. Fyrstu kvartanirnar um heimilið koma þarna hjá Umboðsmanni árið 2001. Ef það hefði verið hlustað á það þá hefði ég aldrei farið þarna. Þá væri skaðinn ekki skeður. Opinberir aðilar klúðruðu þessu máli algjörlega. Vistin hafi skilið eftir sig djúp sár Þær segja að vistin á Laugalandi og Varpholti hafi skilið eftir djúp sár og margar þeirra sem þar dvöldu glími enn við afleiðingar vistarinnar. Stjórnvöld þurfi að viðurkenna mistökin og bera ábyrgð. „Stjórnvöld þurfa að gangast við því að hafa gert mistök og greiða þann miska sem við urðum fyrir. Við höfum ekki einu sinni fengið tækifæri á að fá sálfræðitíma greidda síðan málið komst í opinbera umræðu,“ segir Brynja. Kolbrún Þorsteinsdóttir sem var vistuð þegar hún var 15-16 ára á heimilinu á árunum 1999-2001 segir að afar erfitt hafi verið að koma fram í fjölmiðlum og segja frá þeirri sáru reynslu sem hún hafi orðið fyrir. Hún hafi hins vegar gert það til að ná fram réttlæti komi fram í málinu Þá hafi málsmeðferð stjórnvalda líka tekið á. Þetta er bara búið að reyna gríðarlega á og ég veit að það er búið að gera það fyrir margar okkar,“ segir Kolbrún.
Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira