Vísbendingar um að lúsmýið sé komið á kreik Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 11:40 Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir að lúsmýið geri oft vart við sig í miðjum júní. Vísir/Vilhelm Borið hefur á því að fólk á höfuðborgarsvæðinu vakni með bit með tilheyrandi útbrotum og kláða. Vatnalíffræðingur segir að ekki sé hægt að fullyrða að um lúsmý sé að ræða, bitin gætu verið flóabit eða eftir bitmý. Lúsmýið geri þó einmitt yfirleitt atlögu að nóttu til og fari venjulega á kreik í júnímánuði. „Ég var nú uppi í Kjós um helgina og var bitinn af bitmý. Ég sá það bíta mig þegar ég var að slá í kringum bústaðinn. En lúsmýið gæti verið komið á kreik, það fer venjulega á kreik á þessum tíma,“ segir Gísli Már Gíslason vatnalíffræðingur. Hann segir að bitmýið bíti bara úti en lúsmýið bíti bæði inni og úti. Til að lúsmýið geti bitið þurfi að vera algjört logn. „Þess vegna verður fólk vart við lúsmýbit inni þegar það sefur,“ segir Gísli. Mikill kláði fylgir gjarnan bitunum eftir lúsmýVísir/Vilhelm Gísli segir að á þessum árstíma sæki flær úr fuglahreiðrum einnig í fólk, núna þegar ungarnir eru að fara úr hreiðrum. Þær bíti fólk oft við kálfana. Hálfómögulegt sé að greina bitin út frá útbrotunum eingöngu. „Sko það tekur tíma eftir svona kuldakast fyrir þetta að fara af stað. Við fylgdumst með þessu í Kjósinni í fyrra og mesta lúsmýið byrjaði að koma í byrjun júlí. En ég hef líka orðið var við það í miðjum júní ef vel viðrar,“ segir Gísli. Gísli segir að áframhaldandi rannsóknir verði í sumar á lúsmý og skyldleika stofnsins við aðrar tegundir. Reynt verði að komast að því hvaðan þær klekjast, vísbendingar séu um að það sé úr votlendi. Tvær tegundir af lúsmý séu í Færeyjum, en þær komið frá skítahaugum við fjárhús. Í Danmörku klekst lúsmýið oft í kringum svínabúin. „Þannig við eigum eftir að leita í þessum búsvæðum hér á landi, við geymum þær rannsóknir þar til allt annað hefur verið kannað,“ segir Gísli. Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07 Lúsmýið muni halda áfram að dreifa sér um land allt Líffræðiprófessor segir að kalda vorið í ár muni ekki hafa teljanleg áhrif á fjölda skordýra heldur aðeins seinka lífsferlum þeirra. Hann telur að útbreiðslusvæði lúsmýs muni líklega stækka enn frekar og dreifa sér um land allt. 11. júlí 2023 17:17 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
„Ég var nú uppi í Kjós um helgina og var bitinn af bitmý. Ég sá það bíta mig þegar ég var að slá í kringum bústaðinn. En lúsmýið gæti verið komið á kreik, það fer venjulega á kreik á þessum tíma,“ segir Gísli Már Gíslason vatnalíffræðingur. Hann segir að bitmýið bíti bara úti en lúsmýið bíti bæði inni og úti. Til að lúsmýið geti bitið þurfi að vera algjört logn. „Þess vegna verður fólk vart við lúsmýbit inni þegar það sefur,“ segir Gísli. Mikill kláði fylgir gjarnan bitunum eftir lúsmýVísir/Vilhelm Gísli segir að á þessum árstíma sæki flær úr fuglahreiðrum einnig í fólk, núna þegar ungarnir eru að fara úr hreiðrum. Þær bíti fólk oft við kálfana. Hálfómögulegt sé að greina bitin út frá útbrotunum eingöngu. „Sko það tekur tíma eftir svona kuldakast fyrir þetta að fara af stað. Við fylgdumst með þessu í Kjósinni í fyrra og mesta lúsmýið byrjaði að koma í byrjun júlí. En ég hef líka orðið var við það í miðjum júní ef vel viðrar,“ segir Gísli. Gísli segir að áframhaldandi rannsóknir verði í sumar á lúsmý og skyldleika stofnsins við aðrar tegundir. Reynt verði að komast að því hvaðan þær klekjast, vísbendingar séu um að það sé úr votlendi. Tvær tegundir af lúsmý séu í Færeyjum, en þær komið frá skítahaugum við fjárhús. Í Danmörku klekst lúsmýið oft í kringum svínabúin. „Þannig við eigum eftir að leita í þessum búsvæðum hér á landi, við geymum þær rannsóknir þar til allt annað hefur verið kannað,“ segir Gísli.
Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07 Lúsmýið muni halda áfram að dreifa sér um land allt Líffræðiprófessor segir að kalda vorið í ár muni ekki hafa teljanleg áhrif á fjölda skordýra heldur aðeins seinka lífsferlum þeirra. Hann telur að útbreiðslusvæði lúsmýs muni líklega stækka enn frekar og dreifa sér um land allt. 11. júlí 2023 17:17 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07
Lúsmýið muni halda áfram að dreifa sér um land allt Líffræðiprófessor segir að kalda vorið í ár muni ekki hafa teljanleg áhrif á fjölda skordýra heldur aðeins seinka lífsferlum þeirra. Hann telur að útbreiðslusvæði lúsmýs muni líklega stækka enn frekar og dreifa sér um land allt. 11. júlí 2023 17:17