Innlent

Flókið verk­efni og mikið tjón í Kringlunni

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mynd frá vettvangi.
Mynd frá vettvangi. Vísir/Viktor

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir að loksins nú virðist slökkvilið vera að ná tökum á eldi sem kviknaði í Kringlunni í dag. Um sé að ræða flókið verkefni.

„Við sendum allt það lið sem við vorum með á staðinn. Það var enginn var við um hvar upptökin voru, þannig að við fórum strax í það,“ sagði Jón í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hann segir að verkefnið sé flókið. Það þurfi að rjúfa þakið, sem er svokallað stólaþak, og það hlaupi eldur og reykur undir.

„Þannig það er erfitt að ná utan um þetta, en ég held að við séum að gera það núna. En því miður er kominn töluverður reykur í Kringluna og vatn niður á gólfið.“

Verkefnið er flókið að sögn slökkviliðsstjóra.Vísir/Viktor

Er þetta mikið tjón?

„Þetta er mikið tjón og við erum vonandi á næstu tuttugu, þrjátíu mínútur að hefja verðmætabjörgun í vestanverðri Kringlunni. Þannig ef einhver, búðareigandi eða álíka, þá megið þið koma að Kringlunni að vestanverðu. En alls ekki fara inn nema með leyfi frá slökkviliðinu.“

Jón Viðar segir að eldsupptökin liggi ekki fyrir að svo stöddu, en að það hafi verið vinna uppi á þaki Kringlunnar þegar eldurinn kviknaði. Það sé þó ekki staðfest að það tengist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×