Oddviti Garðarbæjarlistans hættir í Samfylkingunni Jón Þór Stefánsson skrifar 16. júní 2024 17:42 Þorbjörg Þorvaldsdóttir mun halda áfram sem oddviti Garðarbæjarlistans. Vísir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðarbæ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni vegna áherslu flokksins í útlendingamálum. Kornið sem virðist hafa fyllt mælinn hjá Þorbjörgu var að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi setið hjá þegar kosið var um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra í vikunni. Þorbjörg er oddviti Garðarbæjarlistans, sem er sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata í Garðarbæ. Hún segist ætla að halda áfram sem oddviti listans óháð. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Þorbjargar. „Samfylkingin er í stjórnarandstöðu, segist draga línu í sandinn þegar kemur að fjölskyldusameiningum - en er samt ekki á rauðu við atkvæðagreiðsluna? Hver er tilgangurinn með því að standa ekki með jaðarsettasta fólkinu á Íslandi?“ spyr hún í færslu sinni. Að sögn Þorbjargar kemur afgreiðsla Samfylkingarinnar í kjölfar langrar þagnar um mannréttindamál og skrýtinna ummæla forystu flokksins um útlendingamál. Hún segist skynja aukna þjóðernishyggju í framsetningu flokksins. Þá segir hún ræður Samfylkingarfólks vera farnar að hljóma eins og „Miðflokkurinn hafi skrifað þær“. „Mér er það orðið algjörlega ljóst að fólk með mínar áherslur mun ekki fá svigrúm til þess að hafa áhrif innan flokksins á næstu misserum og satt best að segja vil ég ekki láta bendla mig lengur við flokk sem finnst í lagi að gera aðstæður flóttafólks á Íslandi ennþá ömurlegri en orðið er - og koma beinlínis í veg fyrir að fólkið sem ég tek stundum á móti í vinnunni fái tækifæri til þess að leita betra lífs,“ segir Þorbjörg. „Ég hef ekki lengur áhuga á því að hlusta á flokksfélaga mína réttlæta þessa stefnubreytingu og segja mér að hún hafi ekki orðið. En staðan er greinilega sú að það virðist vera orðið of róttækt fyrir Samfylkinguna að tala skýrt fyrir mannréttindum. Það hefði verið svo auðvelt að halda þeim á lofti samhliða öllu hinu, því mannleg reisn og meðvitund um að fólk býr við mismunandi aðstæður og tækifæri kemur við sögu í öllum málaflokkum. Ég er þess fullviss að Samfylkingin er að gera reginmistök.“ Þorbjörg segist ekki lengur treysta Samfylkingunni fyrir sínum hjartans málum í pólitík. „Ég ákvað þess vegna hér í blíðunni á Ítalíu að segja mig úr flokknum. Ég mun halda áfram sem oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar, óháð, enda erum við þverpólitískt félagshyggjuframboð. Ég óska vinum mínum og samstarfsfélögum í Samfylkingunni alls hins besta.“ Samfylkingin Garðabær Alþingi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Þorbjörg er oddviti Garðarbæjarlistans, sem er sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata í Garðarbæ. Hún segist ætla að halda áfram sem oddviti listans óháð. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Þorbjargar. „Samfylkingin er í stjórnarandstöðu, segist draga línu í sandinn þegar kemur að fjölskyldusameiningum - en er samt ekki á rauðu við atkvæðagreiðsluna? Hver er tilgangurinn með því að standa ekki með jaðarsettasta fólkinu á Íslandi?“ spyr hún í færslu sinni. Að sögn Þorbjargar kemur afgreiðsla Samfylkingarinnar í kjölfar langrar þagnar um mannréttindamál og skrýtinna ummæla forystu flokksins um útlendingamál. Hún segist skynja aukna þjóðernishyggju í framsetningu flokksins. Þá segir hún ræður Samfylkingarfólks vera farnar að hljóma eins og „Miðflokkurinn hafi skrifað þær“. „Mér er það orðið algjörlega ljóst að fólk með mínar áherslur mun ekki fá svigrúm til þess að hafa áhrif innan flokksins á næstu misserum og satt best að segja vil ég ekki láta bendla mig lengur við flokk sem finnst í lagi að gera aðstæður flóttafólks á Íslandi ennþá ömurlegri en orðið er - og koma beinlínis í veg fyrir að fólkið sem ég tek stundum á móti í vinnunni fái tækifæri til þess að leita betra lífs,“ segir Þorbjörg. „Ég hef ekki lengur áhuga á því að hlusta á flokksfélaga mína réttlæta þessa stefnubreytingu og segja mér að hún hafi ekki orðið. En staðan er greinilega sú að það virðist vera orðið of róttækt fyrir Samfylkinguna að tala skýrt fyrir mannréttindum. Það hefði verið svo auðvelt að halda þeim á lofti samhliða öllu hinu, því mannleg reisn og meðvitund um að fólk býr við mismunandi aðstæður og tækifæri kemur við sögu í öllum málaflokkum. Ég er þess fullviss að Samfylkingin er að gera reginmistök.“ Þorbjörg segist ekki lengur treysta Samfylkingunni fyrir sínum hjartans málum í pólitík. „Ég ákvað þess vegna hér í blíðunni á Ítalíu að segja mig úr flokknum. Ég mun halda áfram sem oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar, óháð, enda erum við þverpólitískt félagshyggjuframboð. Ég óska vinum mínum og samstarfsfélögum í Samfylkingunni alls hins besta.“
Samfylkingin Garðabær Alþingi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira