„Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2024 21:38 Svava Johansen, eigandi Gallerí 17. Vísir/Bjarni Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins skömmu eftir miðnætti en þá hafði hann logað í um níu klukkutíma. Um nóttina fengu eigendur verslana í Kringlunni að vitja eigna sinna og skoða hvernig ástandið var. Mikið vatn hafði streymt inn í verslunarmiðstöðina og enn var mikill reykur þar inni. Tíu verslanir urðu fyrir altjóni vegna brunans og vatnsskemmda. Dagurinn í dag fór í að lofta út, meta tjón og bjarga því sem bjarga má. Þegar fréttastofa leit við í dag var enn mikil brunalykt þar inni, þá einna helst um miðbik Kringlunnar, en bruninn varð í þakinu þar. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir tryggingafélögin nú meta tjón og aðstæður. Frá aðgerðum við Kringluna í dagVísir/Viktor „Það má alveg gera ráð fyrir því að það sé töluvert meira tjón varðandi reykinn og lyktina og annað. Mögulega vatnstjón. Þannig við eigum eftir að meta það en semsagt tíu altjón,“ segir Baldvina. Kringlan var rýmd í gær og lokuð í dag. Á morgun verður einnig lokað en stefnt er á að opna hluta verslunarmiðstöðvarinnar á þriðjudag. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu að eldurinn hafi getað breitt mun meira úr sér en raun bar vitni. „Guð minn góður, mér finnst þetta alveg nógu slæmt eins og þetta var. Það var ótrúlegt afrek hjá slökkviliðinu að ná þannig séð fljótt tökum á eldinum. Þegar eldur brýst út í svona þaki þá getur hann læðst og verið fljótur að breiðast út. Húsið er líka þannig byggt að það eru hólf sem er ekki auðvelt að brjótast í gegnum. Það bjargaði mjög miklu. Það fór betur en á horfðist á tímabili,“ segir Baldvina. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri KringlunnarVísir/Bjarni Verslunin Gallerí 17 kom hvað verst út úr brunanum. „Ég var í vinnuferð og hélt þetta væri bara eitthvað lítið. Svo kom ég heim í gærkvöldi og fór beint hingað upp í Kringlu og var hér í alla nótt. Þetta var bara eins og hryðjuverk, þetta var bara skelfilegt. Það var allt í reyk og maður gat ekki séð lengra en tvo metra fyrir framan sig,“ segir Svava Johansen, eigandi Gallerí 17. Gallerí sautján kom hvað verst út úr brunanum.Vísir/Viktor Loftið í versluninni er að hruni komið vegna vatnsskemmda. „Mér líður bara mjög illa með þetta. Þetta er rosalegt tjón fyrir okkur. Þetta er mikill skellur, bara mjög mikill skellur. Næstu daga og vikur verðum við bara að finna lausnir á því hvernig næstu skref eru,“ segir Svava. Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins skömmu eftir miðnætti en þá hafði hann logað í um níu klukkutíma. Um nóttina fengu eigendur verslana í Kringlunni að vitja eigna sinna og skoða hvernig ástandið var. Mikið vatn hafði streymt inn í verslunarmiðstöðina og enn var mikill reykur þar inni. Tíu verslanir urðu fyrir altjóni vegna brunans og vatnsskemmda. Dagurinn í dag fór í að lofta út, meta tjón og bjarga því sem bjarga má. Þegar fréttastofa leit við í dag var enn mikil brunalykt þar inni, þá einna helst um miðbik Kringlunnar, en bruninn varð í þakinu þar. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir tryggingafélögin nú meta tjón og aðstæður. Frá aðgerðum við Kringluna í dagVísir/Viktor „Það má alveg gera ráð fyrir því að það sé töluvert meira tjón varðandi reykinn og lyktina og annað. Mögulega vatnstjón. Þannig við eigum eftir að meta það en semsagt tíu altjón,“ segir Baldvina. Kringlan var rýmd í gær og lokuð í dag. Á morgun verður einnig lokað en stefnt er á að opna hluta verslunarmiðstöðvarinnar á þriðjudag. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu að eldurinn hafi getað breitt mun meira úr sér en raun bar vitni. „Guð minn góður, mér finnst þetta alveg nógu slæmt eins og þetta var. Það var ótrúlegt afrek hjá slökkviliðinu að ná þannig séð fljótt tökum á eldinum. Þegar eldur brýst út í svona þaki þá getur hann læðst og verið fljótur að breiðast út. Húsið er líka þannig byggt að það eru hólf sem er ekki auðvelt að brjótast í gegnum. Það bjargaði mjög miklu. Það fór betur en á horfðist á tímabili,“ segir Baldvina. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri KringlunnarVísir/Bjarni Verslunin Gallerí 17 kom hvað verst út úr brunanum. „Ég var í vinnuferð og hélt þetta væri bara eitthvað lítið. Svo kom ég heim í gærkvöldi og fór beint hingað upp í Kringlu og var hér í alla nótt. Þetta var bara eins og hryðjuverk, þetta var bara skelfilegt. Það var allt í reyk og maður gat ekki séð lengra en tvo metra fyrir framan sig,“ segir Svava Johansen, eigandi Gallerí 17. Gallerí sautján kom hvað verst út úr brunanum.Vísir/Viktor Loftið í versluninni er að hruni komið vegna vatnsskemmda. „Mér líður bara mjög illa með þetta. Þetta er rosalegt tjón fyrir okkur. Þetta er mikill skellur, bara mjög mikill skellur. Næstu daga og vikur verðum við bara að finna lausnir á því hvernig næstu skref eru,“ segir Svava.
Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira