Flokkurinn standi ekki lengur með mannréttindum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. júní 2024 11:52 Þorbjörg Þorvaldsdóttir hefur sagt sig úr Samfylkingunni, vegna áherslna flokksins í útlendingamálum. Baldur Hrafnkell Jónsson Bæjarfulltrúi í Garðabæ segist hafa sagt sig úr Samfylkingunni vegna áherslna flokksins í útlendingamálum. Hann treystir flokknum ekki lengur í mannréttindamálum. Kornið sem fyllti mælinn hjá Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa og verkefnastjóra hjá Samtökunum 78, var hjáseta þingflokks Samfylkingarinnar í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra í síðustu viku. Hún segir flokkinn hafa sýnt fram á það með atkvæðagreiðslunni og framgöngu sinni í þinginu að þau geti ekki staðið með mannréttindum. Athugasemdir við takmarkanir á fjölskyldusameiningum „Ég er að tala um útlendingafrumvarpið. Ef að fólk er tilbúið til að gefa afslátt þar, þá veit ég ekki hvar það endar, og það er það sem mér finnst óþægilegt,“ segir Þorbjörg. Samfylkingin gerði athugasemdir við ákvæði frumvarpsins sem snéru að takmörkunum á fjölskyldusameiningum. Logi Einarsson þingmaður flokksins sagði í viðtali við mbl í síðustu viku, að flokkurinn hefði tekið undir markmið laganna er lutu að því að auka skilvirkni, mannúð og samræmingu við önnur nágrannalönd í verklagi.“ Hann segir frumvarpið hins vegar hafa fallið á prófum er varða þessi atriði, með tilliti til takmarkana á fjölskyldusameiningum. Flokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Þorbjörg gerir einnig athugasamdir við fleiri atriði nýju útlendingalaganna. „Ég er líka mjög óánægð með þær breytingar sem snúa að því að fólk getur ekki fengið efnislega meðferð hafi það fengið vernd í öðru landi,“ segir Þorbjörg. Hún segir að fólk sem hún hittir í sinni vinnu hafi sumt fengið vernd í Grikklandi og orðið þar fyrir ofbeldi og búi við óviðunandi aðstæður. Þau hafi núna engan séns á því að fá efnislega meðferð hér á landi. Hún segir ljóst að fólk með hennar áherslur muni ekki fá svigrúm til þess að hafa áhrif innan flokksins á næstu misserum, eftir stefnubreytingu flokksins í útlendingamálum. „Ég myndi segja fyrst og fremst þessi breyting að vera endalaust að tala um að við þurfum að verja hérna landamærin, að það þurfi að setja flóttafólk upp sem einhvers konar ógn við innviði, og það er allt gert með óbeinum hætti. Mér fannst þetta bara kristallast í þessari atkvæðagreiðslu, að þau eru ekki tilbúin til þess að standa með jaðarsettasta fólkinu, sem þarf á sterkum jafnaðarmannaflokki að halda,“ segir Þorbjörg. Hún greindi frá úrsögninni á Feisbúkksíðu sinni í gær: Samfylkingin Garðabær Mannréttindi Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Kornið sem fyllti mælinn hjá Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa og verkefnastjóra hjá Samtökunum 78, var hjáseta þingflokks Samfylkingarinnar í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra í síðustu viku. Hún segir flokkinn hafa sýnt fram á það með atkvæðagreiðslunni og framgöngu sinni í þinginu að þau geti ekki staðið með mannréttindum. Athugasemdir við takmarkanir á fjölskyldusameiningum „Ég er að tala um útlendingafrumvarpið. Ef að fólk er tilbúið til að gefa afslátt þar, þá veit ég ekki hvar það endar, og það er það sem mér finnst óþægilegt,“ segir Þorbjörg. Samfylkingin gerði athugasemdir við ákvæði frumvarpsins sem snéru að takmörkunum á fjölskyldusameiningum. Logi Einarsson þingmaður flokksins sagði í viðtali við mbl í síðustu viku, að flokkurinn hefði tekið undir markmið laganna er lutu að því að auka skilvirkni, mannúð og samræmingu við önnur nágrannalönd í verklagi.“ Hann segir frumvarpið hins vegar hafa fallið á prófum er varða þessi atriði, með tilliti til takmarkana á fjölskyldusameiningum. Flokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Þorbjörg gerir einnig athugasamdir við fleiri atriði nýju útlendingalaganna. „Ég er líka mjög óánægð með þær breytingar sem snúa að því að fólk getur ekki fengið efnislega meðferð hafi það fengið vernd í öðru landi,“ segir Þorbjörg. Hún segir að fólk sem hún hittir í sinni vinnu hafi sumt fengið vernd í Grikklandi og orðið þar fyrir ofbeldi og búi við óviðunandi aðstæður. Þau hafi núna engan séns á því að fá efnislega meðferð hér á landi. Hún segir ljóst að fólk með hennar áherslur muni ekki fá svigrúm til þess að hafa áhrif innan flokksins á næstu misserum, eftir stefnubreytingu flokksins í útlendingamálum. „Ég myndi segja fyrst og fremst þessi breyting að vera endalaust að tala um að við þurfum að verja hérna landamærin, að það þurfi að setja flóttafólk upp sem einhvers konar ógn við innviði, og það er allt gert með óbeinum hætti. Mér fannst þetta bara kristallast í þessari atkvæðagreiðslu, að þau eru ekki tilbúin til þess að standa með jaðarsettasta fólkinu, sem þarf á sterkum jafnaðarmannaflokki að halda,“ segir Þorbjörg. Hún greindi frá úrsögninni á Feisbúkksíðu sinni í gær:
Samfylkingin Garðabær Mannréttindi Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira