Slökkvilið undirbýr hraunkælingu við varnargarð við Svartsengi Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júní 2024 18:36 Einar Sveinn segirhraunkælinguna ekki tæknilega flóka en mikið umfang að setja hana upp. Vísir/Vilhelm Í dag fór lítil spýja úr eldgosinu við Sundhnúk yfir varnargarð við Sýlingafell. Varnargarðurinn ver orkuverið í Svartsengi. Slökkvilið Grindavíkur vinnur á vettvangi auk ýmissa verktaka á vegum almannavarna á vinnutækjum sem eru reyna að reyna að stöðva flæði yfir varnargarðinn. Ekki hefur sú aðferð verið notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu 1973. „Við erum að gera okkur klára í hraunkælingu,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Grindavíkur. Hann segir hraunið ekki hafa runnið langt yfir varnargarðinn og að ef varnargarðurinn opnast þá vilja þeir vera klárir til að taka á móti. „Það eru menn á vinnuvélum upp á varnargarðinum. Þeir eru að reyna að stoppa þennan straum,“ segir Einar Sveinn. „Það er töluvert í Svartsengið en við viljum ekki fá neitt rennsli yfir garðinn.“ Ekki notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu Hraunkæling hefur ekki verið notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu árið 1973. Einar Sveinn segir þetta ekki tæknilega flókið en það þurfi að nota mikið vatn ef aðgerðin á að hafa einhver áhrif. „Það þarf að nota stórar lagnir og mikið af vatni. Það er umfang að setja upp svona kerfi. Við fáum vatn frá Orkuverinu í Svartsengi. Við erum með hjálp frá Isavia og Brunavörnum Suðurnesja og Brunavörnum Árnesinga. Ásamt dyggu fólki frá almannavarnadeildinni,“ segir Einar Sveinn. Hann veit ekki hversu lengi verður unnið á vettvangi en þau verði þarna eins og þörf er á. „Við tökum kvöldinu eins og höndum ber og sjáum hvað það ber í skauti sér.“ Stöðugt hraunflæði Fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni í dag að eldgosið væri nokkuð stöðugt og að það gjósi úr einum gíg. Þá sagði að hraunið flæddi að mestu til norðurs meðfram Sýlingafelli. Enn er landris í Svartsengi og er það á svipuðum hraða en þó minni hraða áður en eldgosið hófst. Hjördís Guðmundsdóttir hjá almannavörnum segir hraunflæðið ekki hratt en að þau ætli að láta reyna á hraunkælingu til að koma í veg fyrir frekara flæði að orkuverinu. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Slökkvilið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Eldgosið stöðugt og gosmengun til norðurs Eldgosið á Reykjanesi er stöðugt og áfram gýs úr einum gýg. Hraun flæðir mestmegnis til norðurs meðfram Sýlingarfelli. Landris heldur áfram í Svartsengi á svipuðum hraða, sem er þó minni en áður en eldgosið hófst. Gasmengun fer til norðvesturs og síðar norðurs í dag og mun mælast á norðanverðu Reykjanesi. Færist í átt til höfuðborgarsvæðisins á morgun. 18. júní 2024 14:10 Fáu spáð en vel fylgst með Vangaveltur eru margar um goslok við Grindavík, landris og -sig við Svartsengi og tengsl gosvirkninnar og þriggja eldgosa við Fagradalsfjall. Grunnmæligögn eru traust, um jarðskorpuhreyfingar, rúmmálsbreytingar í geymsluhólfi kviku og efnasamsetningu hennar, bæði úr gosunum við Grindavík og Fagradalsfjall. Gögnin segja forvitnilega sögu. 14. júní 2024 15:00 Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Við erum að gera okkur klára í hraunkælingu,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Grindavíkur. Hann segir hraunið ekki hafa runnið langt yfir varnargarðinn og að ef varnargarðurinn opnast þá vilja þeir vera klárir til að taka á móti. „Það eru menn á vinnuvélum upp á varnargarðinum. Þeir eru að reyna að stoppa þennan straum,“ segir Einar Sveinn. „Það er töluvert í Svartsengið en við viljum ekki fá neitt rennsli yfir garðinn.“ Ekki notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu Hraunkæling hefur ekki verið notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu árið 1973. Einar Sveinn segir þetta ekki tæknilega flókið en það þurfi að nota mikið vatn ef aðgerðin á að hafa einhver áhrif. „Það þarf að nota stórar lagnir og mikið af vatni. Það er umfang að setja upp svona kerfi. Við fáum vatn frá Orkuverinu í Svartsengi. Við erum með hjálp frá Isavia og Brunavörnum Suðurnesja og Brunavörnum Árnesinga. Ásamt dyggu fólki frá almannavarnadeildinni,“ segir Einar Sveinn. Hann veit ekki hversu lengi verður unnið á vettvangi en þau verði þarna eins og þörf er á. „Við tökum kvöldinu eins og höndum ber og sjáum hvað það ber í skauti sér.“ Stöðugt hraunflæði Fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni í dag að eldgosið væri nokkuð stöðugt og að það gjósi úr einum gíg. Þá sagði að hraunið flæddi að mestu til norðurs meðfram Sýlingafelli. Enn er landris í Svartsengi og er það á svipuðum hraða en þó minni hraða áður en eldgosið hófst. Hjördís Guðmundsdóttir hjá almannavörnum segir hraunflæðið ekki hratt en að þau ætli að láta reyna á hraunkælingu til að koma í veg fyrir frekara flæði að orkuverinu.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Slökkvilið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Eldgosið stöðugt og gosmengun til norðurs Eldgosið á Reykjanesi er stöðugt og áfram gýs úr einum gýg. Hraun flæðir mestmegnis til norðurs meðfram Sýlingarfelli. Landris heldur áfram í Svartsengi á svipuðum hraða, sem er þó minni en áður en eldgosið hófst. Gasmengun fer til norðvesturs og síðar norðurs í dag og mun mælast á norðanverðu Reykjanesi. Færist í átt til höfuðborgarsvæðisins á morgun. 18. júní 2024 14:10 Fáu spáð en vel fylgst með Vangaveltur eru margar um goslok við Grindavík, landris og -sig við Svartsengi og tengsl gosvirkninnar og þriggja eldgosa við Fagradalsfjall. Grunnmæligögn eru traust, um jarðskorpuhreyfingar, rúmmálsbreytingar í geymsluhólfi kviku og efnasamsetningu hennar, bæði úr gosunum við Grindavík og Fagradalsfjall. Gögnin segja forvitnilega sögu. 14. júní 2024 15:00 Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Eldgosið stöðugt og gosmengun til norðurs Eldgosið á Reykjanesi er stöðugt og áfram gýs úr einum gýg. Hraun flæðir mestmegnis til norðurs meðfram Sýlingarfelli. Landris heldur áfram í Svartsengi á svipuðum hraða, sem er þó minni en áður en eldgosið hófst. Gasmengun fer til norðvesturs og síðar norðurs í dag og mun mælast á norðanverðu Reykjanesi. Færist í átt til höfuðborgarsvæðisins á morgun. 18. júní 2024 14:10
Fáu spáð en vel fylgst með Vangaveltur eru margar um goslok við Grindavík, landris og -sig við Svartsengi og tengsl gosvirkninnar og þriggja eldgosa við Fagradalsfjall. Grunnmæligögn eru traust, um jarðskorpuhreyfingar, rúmmálsbreytingar í geymsluhólfi kviku og efnasamsetningu hennar, bæði úr gosunum við Grindavík og Fagradalsfjall. Gögnin segja forvitnilega sögu. 14. júní 2024 15:00
Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40