Fullir á rafhlaupahjóli mega búast við sektum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2024 11:59 Rafnhlaupahjól hafa notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin ár. Hopp er með langflest hjólin. Vísir/Vilhelm Ölvunarakstur rafhlaupahjóla er orðinn refsiverður með breytingu á umferðarlögum sem samþykkt voru fyrir frestun Alþingis fram á haust. Miðað er við sömu mörk og akstur bíla og annarra vélknúinna ökutækja. Rafhlaupahjól voru áður í flokki með reiðhjólum en með breyttum lögum fara þau í flokk smáfarartækja. Í greinargerð með frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á umferðarlögum var vísað til vinnu starfshóps um rafhlaupahjól. Þar kom fram að aukin notkun þeirra hefði leitt til þess að 17 prósent þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðinni árið 2021 voru á rafhlaupahjólum. Umferð þeirra væri þó innan við 1% af allri umferð. 42% alvarlega slasaðra í umferðinni árið 2021 voru gangandi, hjólandi eða á rafhlaupahjóli og stór hluti slíkra slysa átti sér stað seint á föstudögum eða laugardögum og eftir miðnætti að þeim liðnum. „Ölvun var áberandi hjá þeim sem slösuðust á fyrrgreindum tíma og samkvæmt könnun höfðu 40% þeirra vegfarenda á aldrinum 18 til 24 ára sem ekið höfðu rafhlaupahjóli á sex mánaða tímabili gert það undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.“ Þeir sem nota rafhlaupahjólin undir áhrifum eiga nú von á sektum fyrir athæfið. Guðbrandur Sigurðsson hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði embættið vera að kynna sér breytingarnar á lögunum. Fram kom í skýrslu sama starfshóps að í hópi þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðinni árið 2021 hefðu ungmenni verið áberandi og mörg ung börn, allt niður í átta ára gömul, hefðu komið á neyðarmóttöku Landspítala vegna slysa á rafhlaupahjólum. Með breyttum lögum er kveðið á um þrettán ára aldurstakmark til að aka rafhlaupahjólum. Hjálmaskylda er hjá börnum undir sextán ára aldri. Þá er nú bannað að eiga við hjólin og breyta þannig mögulegum hámarkshraða undir vélarafli. Á það við um rafhlaupahjól en einnig rafmagnsreiðhjól og létt bifhjól. Starfshópurinn benti einnig á samfélagslegan ávinning rafhlaupahjóla sem væri auðséður. Þar mætti nefna samdrátt í koltvísýringslosun, minni umferðarhávaða og minni umferðartafir. Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgöngur Samgönguslys Alþingi Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Rafhlaupahjól voru áður í flokki með reiðhjólum en með breyttum lögum fara þau í flokk smáfarartækja. Í greinargerð með frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á umferðarlögum var vísað til vinnu starfshóps um rafhlaupahjól. Þar kom fram að aukin notkun þeirra hefði leitt til þess að 17 prósent þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðinni árið 2021 voru á rafhlaupahjólum. Umferð þeirra væri þó innan við 1% af allri umferð. 42% alvarlega slasaðra í umferðinni árið 2021 voru gangandi, hjólandi eða á rafhlaupahjóli og stór hluti slíkra slysa átti sér stað seint á föstudögum eða laugardögum og eftir miðnætti að þeim liðnum. „Ölvun var áberandi hjá þeim sem slösuðust á fyrrgreindum tíma og samkvæmt könnun höfðu 40% þeirra vegfarenda á aldrinum 18 til 24 ára sem ekið höfðu rafhlaupahjóli á sex mánaða tímabili gert það undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.“ Þeir sem nota rafhlaupahjólin undir áhrifum eiga nú von á sektum fyrir athæfið. Guðbrandur Sigurðsson hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði embættið vera að kynna sér breytingarnar á lögunum. Fram kom í skýrslu sama starfshóps að í hópi þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðinni árið 2021 hefðu ungmenni verið áberandi og mörg ung börn, allt niður í átta ára gömul, hefðu komið á neyðarmóttöku Landspítala vegna slysa á rafhlaupahjólum. Með breyttum lögum er kveðið á um þrettán ára aldurstakmark til að aka rafhlaupahjólum. Hjálmaskylda er hjá börnum undir sextán ára aldri. Þá er nú bannað að eiga við hjólin og breyta þannig mögulegum hámarkshraða undir vélarafli. Á það við um rafhlaupahjól en einnig rafmagnsreiðhjól og létt bifhjól. Starfshópurinn benti einnig á samfélagslegan ávinning rafhlaupahjóla sem væri auðséður. Þar mætti nefna samdrátt í koltvísýringslosun, minni umferðarhávaða og minni umferðartafir.
Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgöngur Samgönguslys Alþingi Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda