Dularfulla hvarf rauða Zodiac-bátsins veldur gremju Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2024 15:38 Stefán er ósáttur. Hann segist hafa látið Lúther hjá Sportbátum hafa bátinn í febrúar í umboðssölu á síðasta ári en síðan hafi hann varla heyrt Lúter né séð og því síður bátinn sem hann nú auglýsir eftir. vísir/Tryggvi/Facebook Stefán Guðmundsson, sem rekur Gentle Giants á Húsavík, hefur auglýst eftir rauðum Zodiac-bát af tegundinni Mark III Futura. Hann er horfinn og Stefán heitir ríkulegum fundarlaunum. En hvernig má þetta vera? Stefán segist hafa látið Lúther Gestsson hjá Sportbátum fá bátinn í umboðssölu í febrúar 2023 og síðan hafi hann varla heyrt né séð Lúther. Né bátinn. Stefán heldur því fram að Lúther hafi einfaldlega stolið bátnum. Þar til annað kemur í ljós. Stefán hefur auglýst eftir honum á Facebook-hópnum Bátar & Búnaður undir 6 m. Þar segir Stefán að Lúter hafi auglýst Zodiac-inn sem „uppítökubát“ til sölu. Og sem seldan. Vagn fylgir. „Báturinn er ennþá skráður á okkar fyrirtæki. Höfum ekki séð krónu fyrir þennan bát og Lúther alla tíð neitað að segja okkur hvar hann er niðurkominn,“ segir Stefán á síðunni. Hann vandar Lúther ekki kveðjurnar og heitir ríkulegum fundarlaunum þeim sem getur vísað honum eða lögreglu á bátinn. Stefán auglýsti eftir bátnum í gær. Hann segir að færslunni hafi verið dreift 250 sinnum af síðunni Bátar & Búnaður og gerir ráð fyrir því að margfalda megi það. „Ég er búinn að fá slatta af símtölum. Ég hef aldrei séð svona viðtökur. Mönnum er í mun að þetta leysist og að maðurinn verði stoppaður,“ segir Stefán. Hann segist jafnframt ekki vera búinn að kæra hvarf bátsins til lögreglu. „Ég er seinþreyttur til vandræða og maður reynir að fara mjúku leiðina. En stundum hefur lögreglan líka frumkvæðisskyldu. Saga þessa manns ber öll þess merki að menn vilja að hann verði stoppaður.“ Sáu aldrei Zodiac-bátinn sem þau höfðu safnað fyrir Sagan sem Stefán vísar til má sjá á Vísi í frétt þar sem segir að Lúther hafi svikið Björgunarsveitina Skagfirðingasveit með svipuðum hætti. Skagfirðingasveit hafði safnað sér lengi fyrir Zodiac: „Við fengum tilboð hjá Sportbátum (Knarrarvogur ehf) og pöntuðum bátinn. Við pöntun greiddum við helming kaupverðs, eða 7.500.000.-. Mánuði síðar greiddum við 1.544.000.- fyrir tæki í bátinn sem versla átti innanlands. Samtals greiddum við kr. 9.044.000.- Stutta sagan er sú að enginn bátur var pantaður og engin tæki voru sótt eða greidd. Skagfirðingasveit var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Svo sagði í tilkynningu frá Skagfirðingasveit. Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar sagði þetta sorglegt og þau sögðu sögu sína í þeirri von að aðrir lentu ekki í öðru eins og þessu. Lúther ósáttur við fréttaflutninginn Ekki náðist í Lúther, ekki þá og ekki nú, en hann gaf nokkrum dögum frá því að sú frétt birtist út tilkynningu þar sem hann lýsti sig afar ósáttan við fréttaflutninginn. Skýringarnar sem hann hins vegar gaf voru sérstakar, en þar segir að Zodiac hafi einfaldlega tekið greiðsluna sem hann sendi upp í eldri skuld félagsins. „Eins og gefið er í skyn og beinlínis staðhæft í fréttinni að ég hafi haft huglægan ásetning að „féfletta“ viðskiptamenn, sem er alrangt. Þvert á móti fóru þær greiðslur til Zodiac, sem að mér forspurðum ráðstöfuðu greiðslunni upp í eldri skuld sem félagið var með við Zodiac,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá Lúther. Lúther hafnaði því á þeim forsendum að hafa haft nokkurn fjárhagslegan ávinning af pöntuninni. En neitaði alfarið að tjá sig að öðru leyti um málið við Vísi. Lögreglumál Norðurþing Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
En hvernig má þetta vera? Stefán segist hafa látið Lúther Gestsson hjá Sportbátum fá bátinn í umboðssölu í febrúar 2023 og síðan hafi hann varla heyrt né séð Lúther. Né bátinn. Stefán heldur því fram að Lúther hafi einfaldlega stolið bátnum. Þar til annað kemur í ljós. Stefán hefur auglýst eftir honum á Facebook-hópnum Bátar & Búnaður undir 6 m. Þar segir Stefán að Lúter hafi auglýst Zodiac-inn sem „uppítökubát“ til sölu. Og sem seldan. Vagn fylgir. „Báturinn er ennþá skráður á okkar fyrirtæki. Höfum ekki séð krónu fyrir þennan bát og Lúther alla tíð neitað að segja okkur hvar hann er niðurkominn,“ segir Stefán á síðunni. Hann vandar Lúther ekki kveðjurnar og heitir ríkulegum fundarlaunum þeim sem getur vísað honum eða lögreglu á bátinn. Stefán auglýsti eftir bátnum í gær. Hann segir að færslunni hafi verið dreift 250 sinnum af síðunni Bátar & Búnaður og gerir ráð fyrir því að margfalda megi það. „Ég er búinn að fá slatta af símtölum. Ég hef aldrei séð svona viðtökur. Mönnum er í mun að þetta leysist og að maðurinn verði stoppaður,“ segir Stefán. Hann segist jafnframt ekki vera búinn að kæra hvarf bátsins til lögreglu. „Ég er seinþreyttur til vandræða og maður reynir að fara mjúku leiðina. En stundum hefur lögreglan líka frumkvæðisskyldu. Saga þessa manns ber öll þess merki að menn vilja að hann verði stoppaður.“ Sáu aldrei Zodiac-bátinn sem þau höfðu safnað fyrir Sagan sem Stefán vísar til má sjá á Vísi í frétt þar sem segir að Lúther hafi svikið Björgunarsveitina Skagfirðingasveit með svipuðum hætti. Skagfirðingasveit hafði safnað sér lengi fyrir Zodiac: „Við fengum tilboð hjá Sportbátum (Knarrarvogur ehf) og pöntuðum bátinn. Við pöntun greiddum við helming kaupverðs, eða 7.500.000.-. Mánuði síðar greiddum við 1.544.000.- fyrir tæki í bátinn sem versla átti innanlands. Samtals greiddum við kr. 9.044.000.- Stutta sagan er sú að enginn bátur var pantaður og engin tæki voru sótt eða greidd. Skagfirðingasveit var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Svo sagði í tilkynningu frá Skagfirðingasveit. Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar sagði þetta sorglegt og þau sögðu sögu sína í þeirri von að aðrir lentu ekki í öðru eins og þessu. Lúther ósáttur við fréttaflutninginn Ekki náðist í Lúther, ekki þá og ekki nú, en hann gaf nokkrum dögum frá því að sú frétt birtist út tilkynningu þar sem hann lýsti sig afar ósáttan við fréttaflutninginn. Skýringarnar sem hann hins vegar gaf voru sérstakar, en þar segir að Zodiac hafi einfaldlega tekið greiðsluna sem hann sendi upp í eldri skuld félagsins. „Eins og gefið er í skyn og beinlínis staðhæft í fréttinni að ég hafi haft huglægan ásetning að „féfletta“ viðskiptamenn, sem er alrangt. Þvert á móti fóru þær greiðslur til Zodiac, sem að mér forspurðum ráðstöfuðu greiðslunni upp í eldri skuld sem félagið var með við Zodiac,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá Lúther. Lúther hafnaði því á þeim forsendum að hafa haft nokkurn fjárhagslegan ávinning af pöntuninni. En neitaði alfarið að tjá sig að öðru leyti um málið við Vísi.
Lögreglumál Norðurþing Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira