Dularfulla hvarf rauða Zodiac-bátsins veldur gremju Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2024 15:38 Stefán er ósáttur. Hann segist hafa látið Lúther hjá Sportbátum hafa bátinn í febrúar í umboðssölu á síðasta ári en síðan hafi hann varla heyrt Lúter né séð og því síður bátinn sem hann nú auglýsir eftir. vísir/Tryggvi/Facebook Stefán Guðmundsson, sem rekur Gentle Giants á Húsavík, hefur auglýst eftir rauðum Zodiac-bát af tegundinni Mark III Futura. Hann er horfinn og Stefán heitir ríkulegum fundarlaunum. En hvernig má þetta vera? Stefán segist hafa látið Lúther Gestsson hjá Sportbátum fá bátinn í umboðssölu í febrúar 2023 og síðan hafi hann varla heyrt né séð Lúther. Né bátinn. Stefán heldur því fram að Lúther hafi einfaldlega stolið bátnum. Þar til annað kemur í ljós. Stefán hefur auglýst eftir honum á Facebook-hópnum Bátar & Búnaður undir 6 m. Þar segir Stefán að Lúter hafi auglýst Zodiac-inn sem „uppítökubát“ til sölu. Og sem seldan. Vagn fylgir. „Báturinn er ennþá skráður á okkar fyrirtæki. Höfum ekki séð krónu fyrir þennan bát og Lúther alla tíð neitað að segja okkur hvar hann er niðurkominn,“ segir Stefán á síðunni. Hann vandar Lúther ekki kveðjurnar og heitir ríkulegum fundarlaunum þeim sem getur vísað honum eða lögreglu á bátinn. Stefán auglýsti eftir bátnum í gær. Hann segir að færslunni hafi verið dreift 250 sinnum af síðunni Bátar & Búnaður og gerir ráð fyrir því að margfalda megi það. „Ég er búinn að fá slatta af símtölum. Ég hef aldrei séð svona viðtökur. Mönnum er í mun að þetta leysist og að maðurinn verði stoppaður,“ segir Stefán. Hann segist jafnframt ekki vera búinn að kæra hvarf bátsins til lögreglu. „Ég er seinþreyttur til vandræða og maður reynir að fara mjúku leiðina. En stundum hefur lögreglan líka frumkvæðisskyldu. Saga þessa manns ber öll þess merki að menn vilja að hann verði stoppaður.“ Sáu aldrei Zodiac-bátinn sem þau höfðu safnað fyrir Sagan sem Stefán vísar til má sjá á Vísi í frétt þar sem segir að Lúther hafi svikið Björgunarsveitina Skagfirðingasveit með svipuðum hætti. Skagfirðingasveit hafði safnað sér lengi fyrir Zodiac: „Við fengum tilboð hjá Sportbátum (Knarrarvogur ehf) og pöntuðum bátinn. Við pöntun greiddum við helming kaupverðs, eða 7.500.000.-. Mánuði síðar greiddum við 1.544.000.- fyrir tæki í bátinn sem versla átti innanlands. Samtals greiddum við kr. 9.044.000.- Stutta sagan er sú að enginn bátur var pantaður og engin tæki voru sótt eða greidd. Skagfirðingasveit var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Svo sagði í tilkynningu frá Skagfirðingasveit. Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar sagði þetta sorglegt og þau sögðu sögu sína í þeirri von að aðrir lentu ekki í öðru eins og þessu. Lúther ósáttur við fréttaflutninginn Ekki náðist í Lúther, ekki þá og ekki nú, en hann gaf nokkrum dögum frá því að sú frétt birtist út tilkynningu þar sem hann lýsti sig afar ósáttan við fréttaflutninginn. Skýringarnar sem hann hins vegar gaf voru sérstakar, en þar segir að Zodiac hafi einfaldlega tekið greiðsluna sem hann sendi upp í eldri skuld félagsins. „Eins og gefið er í skyn og beinlínis staðhæft í fréttinni að ég hafi haft huglægan ásetning að „féfletta“ viðskiptamenn, sem er alrangt. Þvert á móti fóru þær greiðslur til Zodiac, sem að mér forspurðum ráðstöfuðu greiðslunni upp í eldri skuld sem félagið var með við Zodiac,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá Lúther. Lúther hafnaði því á þeim forsendum að hafa haft nokkurn fjárhagslegan ávinning af pöntuninni. En neitaði alfarið að tjá sig að öðru leyti um málið við Vísi. Lögreglumál Norðurþing Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Sjá meira
En hvernig má þetta vera? Stefán segist hafa látið Lúther Gestsson hjá Sportbátum fá bátinn í umboðssölu í febrúar 2023 og síðan hafi hann varla heyrt né séð Lúther. Né bátinn. Stefán heldur því fram að Lúther hafi einfaldlega stolið bátnum. Þar til annað kemur í ljós. Stefán hefur auglýst eftir honum á Facebook-hópnum Bátar & Búnaður undir 6 m. Þar segir Stefán að Lúter hafi auglýst Zodiac-inn sem „uppítökubát“ til sölu. Og sem seldan. Vagn fylgir. „Báturinn er ennþá skráður á okkar fyrirtæki. Höfum ekki séð krónu fyrir þennan bát og Lúther alla tíð neitað að segja okkur hvar hann er niðurkominn,“ segir Stefán á síðunni. Hann vandar Lúther ekki kveðjurnar og heitir ríkulegum fundarlaunum þeim sem getur vísað honum eða lögreglu á bátinn. Stefán auglýsti eftir bátnum í gær. Hann segir að færslunni hafi verið dreift 250 sinnum af síðunni Bátar & Búnaður og gerir ráð fyrir því að margfalda megi það. „Ég er búinn að fá slatta af símtölum. Ég hef aldrei séð svona viðtökur. Mönnum er í mun að þetta leysist og að maðurinn verði stoppaður,“ segir Stefán. Hann segist jafnframt ekki vera búinn að kæra hvarf bátsins til lögreglu. „Ég er seinþreyttur til vandræða og maður reynir að fara mjúku leiðina. En stundum hefur lögreglan líka frumkvæðisskyldu. Saga þessa manns ber öll þess merki að menn vilja að hann verði stoppaður.“ Sáu aldrei Zodiac-bátinn sem þau höfðu safnað fyrir Sagan sem Stefán vísar til má sjá á Vísi í frétt þar sem segir að Lúther hafi svikið Björgunarsveitina Skagfirðingasveit með svipuðum hætti. Skagfirðingasveit hafði safnað sér lengi fyrir Zodiac: „Við fengum tilboð hjá Sportbátum (Knarrarvogur ehf) og pöntuðum bátinn. Við pöntun greiddum við helming kaupverðs, eða 7.500.000.-. Mánuði síðar greiddum við 1.544.000.- fyrir tæki í bátinn sem versla átti innanlands. Samtals greiddum við kr. 9.044.000.- Stutta sagan er sú að enginn bátur var pantaður og engin tæki voru sótt eða greidd. Skagfirðingasveit var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Svo sagði í tilkynningu frá Skagfirðingasveit. Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar sagði þetta sorglegt og þau sögðu sögu sína í þeirri von að aðrir lentu ekki í öðru eins og þessu. Lúther ósáttur við fréttaflutninginn Ekki náðist í Lúther, ekki þá og ekki nú, en hann gaf nokkrum dögum frá því að sú frétt birtist út tilkynningu þar sem hann lýsti sig afar ósáttan við fréttaflutninginn. Skýringarnar sem hann hins vegar gaf voru sérstakar, en þar segir að Zodiac hafi einfaldlega tekið greiðsluna sem hann sendi upp í eldri skuld félagsins. „Eins og gefið er í skyn og beinlínis staðhæft í fréttinni að ég hafi haft huglægan ásetning að „féfletta“ viðskiptamenn, sem er alrangt. Þvert á móti fóru þær greiðslur til Zodiac, sem að mér forspurðum ráðstöfuðu greiðslunni upp í eldri skuld sem félagið var með við Zodiac,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá Lúther. Lúther hafnaði því á þeim forsendum að hafa haft nokkurn fjárhagslegan ávinning af pöntuninni. En neitaði alfarið að tjá sig að öðru leyti um málið við Vísi.
Lögreglumál Norðurþing Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Sjá meira