Árangursríkur þingvetur skilar samfélaginu í rétta átt Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 26. júní 2024 08:00 Á Íslandi er gott að búa og hér höfum við byggt upp öflugt velferðarsamfélag; samfélag sem gefur atvinnulífi og einstaklingum súrefni til að vaxa og dafna, samhliða því að styðja við barnafjölskyldur og þá hópa sem höllum fæti standa. Um það sjást augljós merki nú við þinglok. Hér á landi er meiri hagvöxtur en í nágrannaríkjunum, atvinnustig er sterkt og hér hefur verið vaxandi kaupmáttur heimilanna ár eftir ár. Allt skiptir þetta máli og þegar ég horfi á stóru myndina er ég stoltur af okkar góða samfélagi sem hefur vissulega þurft að glíma við áskoranir síðustu misseri líkt og samfélög um heim allan. Verjum lífskjör og velferð Utanaðkomandi þættir sem við höfum litla sem enga stjórn á hafa haft óvenju mikil áhrif á okkar daglega líf. Verkefni stjórnvalda er að bregðast við með skynsamlegum aðgerðum sem miða að því að milda áhrifin á samfélagið og létta þeim byrðar sem þyngstar bera nú um stundir. Hér ætla ég að nefna sérstaklega nýgerða langtímakjarasamninga. Þeir auka á fyrirsjáanleika þar sem markmiðið er að ná niður vöxtum og verðbólgu samhliða því að verja lífskjör og velferð hér á landi. Við gerð þessara samninga var lögð sérstök áhersla á vaxandi velsæld og stuðning við barnafjölskyldur, t.a.m. með gjaldfrjálsum skólamáltíðum og hækkun barnabóta, sérstökum vaxtastuðningi og stuðningi við leigjendur ásamt hærri fæðingarorlofsgreiðslum. Fyrir þessum raunverulegu aðgerðum hefur fólk fundið. Fjárhagsleg staða eldri borgara á Íslandi er almennt sterk og hafa kjör hópsins batnað umtalsvert síðastliðinn áratug. Gildir það hvort sem litið er til tekna, kaupmáttar eða eigna- og skuldastöðu. Kjör hópsins á ýmsum sviðum hafa batnað umfram yngri aldurshópa. Samhliða hafa útgjöld almannatrygginga til eldri borgara aukist verulega. Kaupmáttur 67 ára og eldri hefur undanfarinn áratug vaxið um að jafnaði tæplega 4% á ári. Sömuleiðis hafa útgjöld ríkisins til málefna aldraðra aukist um 25% að raunvirði frá árinu 2017 og um 91% frá árinu 2014. Margar jákvæðar fréttir Markvisst hefur verið unnið að því að tryggja öllum landsmönnum aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Eftir áralangt samningsleysi hefur nú verið samið við sérgreinalækna, sjúkraþjálfara og tannlækna. Með þessum samningum lækkar greiðsluþátttaka einstaklinga sem hefur hækkað jafnt og þétt í samningsleysinu. Að draga úr greiðsluþátttöku almennings við heilbrigðisþjónustu er liður í því að jafna aðgengi að þjónustunni óháð efnahag. Á þeim forsendum var styrkur til almennra tannréttinga tæplega þrefaldaður og hækkaði úr 150 þúsund krónum í 430 þúsund krónur þann 1. september síðastliðinn. Við breytinguna lækkar kostnaðarþátttaka almennings í almennum tannréttingum um 500 milljónir á ári. Risastór skref hafa verið tekin á þessu kjörtímabili í þágu menningar í landinu. Það hefur sýnt sig að ógrynni tækifæra felast í því að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi. Verkefni af þessum toga eru atvinnu- og gjaldeyrisskapandi og landið öðlast kynningu erlendis sem getur skilað sér í jákvæðari ímynd og auknum gjaldeyristekjum vegna komu ferðamanna hingað til lands. Það er morgunljóst að stuðningur við listir og skapandi greinar skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Áfram er unnið að því að efla verk- og starfsnám. Samfélagið hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og atvinnulífið kallar á slíka menntun. Mennta- og barnamálaráðherra hefur af því tilefni lagt ríka áherslu á uppbyggingu verk- og starfsnámsaðstöðu og stefnt er að byggja 12.000 fm fyrir námið um land allt auk þess sem nýr Tækniskóli mun rísa í Hafnarfirði. Lífeyrissjóðir og heilbrigður leigumarkaður Alþingi samþykkti nú fyrir þinglok breytingar á ákvæðum um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða. Þar er lagt til að heimila lífeyrissjóðum að fjárfesta hluta eignasafns síns í félögum sem hafa það að meginstarfsemi að leigja út íbúðarhúsnæði til einstaklinga og til viðbótar að þeim verði heimilt að eiga stærri hlut en 20% í hverju leigufélagi sem hefur þá meginstarfsemi að leigja út íbúðarhúsnæði til langs tíma til einstaklinga. Hlutur hvers lífeyrissjóðs má þó ekki vera stærri en 50% í slíku félagi. Ég hef á undanförnum árum skrifað fjölmargar greinar um stöðuna á húsnæðismarkaði og komið með tillögur að aðgerðum sem ég hef talið nauðsynlegt að ráðast í. Ein af þeim tillögum er meðal annars að auðvelda lífeyrissjóðum að fjárfesta í leigufélögum sem ég tel bæði mjög skynsamlega og brýna aðgerð á þeirri vegferð að byggja upp heilbrigðari leigumarkað en hér hefur verið til staðar með meira öryggi og fyrirsjáanleika fyrir fólk. Það var því sérstaklega ánægjulegt að vera framsögumaður á þessu mikilvæga máli og að um málið hafi verið samstaða, þvert á flokka, í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Það skiptir máli, enda skref í rétta átt. Við höfum enn verk að vinna Verðbólga hefur lækkað, en hún er enn of há. Það verður áfram verkefni okkar stjórnmálamanna þar sem við þurfum að halda áfram að vinna að því að ná henni enn frekar niður með skynsamlegum og raunhæfum aðgerðum. Við getum í því sambandi nefnt stöðuna á húsnæðismarkaði, en þar eru að mínu mati áskoranir sem hægt er að leysa hratt og örugglega sé viljinn til staðar. Þar þurfa ríki og sveitarfélög að taka höndum saman – af mun meiri krafti og festu en hingað til. Hér þarf að halda áfram þeim góðu opinberu aðgerðum stjórnvalda til að tryggja nægt framboð af fjölbreyttu húsnæði, en jafnframt skapa umhverfi svo fýsilegt sé fyrir framkvæmdaaðila á almennum markaði að byggja húsnæði. Fólki á Íslandi er að fjölga hratt og það er fyrirséð að hér þurfi að byggja meira. Við vorum á réttri leið, en það hefur komið bakslag á síðustu árum og það má helst rekja til skorts á byggingarhæfum lóðum á nýjum svæðum. Þar hefur höfuðborgin á vakt Samfylkingarinnar borið mesta ábyrgð. Seðlabankinn hefur boðið upp á eitraðan kokteil með sinni stefnu. Hátt vaxtastig sem meðal annars eykur kostnað við byggingu húsnæðis og dregur úr vilja framkvæmdaaðila og hert lánþegaskilyrði sem torvelda kaupendum að stíga skref inn á fasteignamarkaðinn. Þannig hefur verið hlaðið í snjóhengju kynslóða sem bíða eftir tækifæri til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Þvert á það sem þörf er á. Að lokum Við höfum þann eiginleika að vera tiltölulega bjartsýn þjóð. Við búum í góðu samfélagi og ég hef hér farið yfir margar góðar aðgerðir en líka þá hlið þar sem við þurfum að gera betur. Það er hægt. Við skulum tala samfélagið okkar upp, en ekki niður. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er gott að búa og hér höfum við byggt upp öflugt velferðarsamfélag; samfélag sem gefur atvinnulífi og einstaklingum súrefni til að vaxa og dafna, samhliða því að styðja við barnafjölskyldur og þá hópa sem höllum fæti standa. Um það sjást augljós merki nú við þinglok. Hér á landi er meiri hagvöxtur en í nágrannaríkjunum, atvinnustig er sterkt og hér hefur verið vaxandi kaupmáttur heimilanna ár eftir ár. Allt skiptir þetta máli og þegar ég horfi á stóru myndina er ég stoltur af okkar góða samfélagi sem hefur vissulega þurft að glíma við áskoranir síðustu misseri líkt og samfélög um heim allan. Verjum lífskjör og velferð Utanaðkomandi þættir sem við höfum litla sem enga stjórn á hafa haft óvenju mikil áhrif á okkar daglega líf. Verkefni stjórnvalda er að bregðast við með skynsamlegum aðgerðum sem miða að því að milda áhrifin á samfélagið og létta þeim byrðar sem þyngstar bera nú um stundir. Hér ætla ég að nefna sérstaklega nýgerða langtímakjarasamninga. Þeir auka á fyrirsjáanleika þar sem markmiðið er að ná niður vöxtum og verðbólgu samhliða því að verja lífskjör og velferð hér á landi. Við gerð þessara samninga var lögð sérstök áhersla á vaxandi velsæld og stuðning við barnafjölskyldur, t.a.m. með gjaldfrjálsum skólamáltíðum og hækkun barnabóta, sérstökum vaxtastuðningi og stuðningi við leigjendur ásamt hærri fæðingarorlofsgreiðslum. Fyrir þessum raunverulegu aðgerðum hefur fólk fundið. Fjárhagsleg staða eldri borgara á Íslandi er almennt sterk og hafa kjör hópsins batnað umtalsvert síðastliðinn áratug. Gildir það hvort sem litið er til tekna, kaupmáttar eða eigna- og skuldastöðu. Kjör hópsins á ýmsum sviðum hafa batnað umfram yngri aldurshópa. Samhliða hafa útgjöld almannatrygginga til eldri borgara aukist verulega. Kaupmáttur 67 ára og eldri hefur undanfarinn áratug vaxið um að jafnaði tæplega 4% á ári. Sömuleiðis hafa útgjöld ríkisins til málefna aldraðra aukist um 25% að raunvirði frá árinu 2017 og um 91% frá árinu 2014. Margar jákvæðar fréttir Markvisst hefur verið unnið að því að tryggja öllum landsmönnum aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Eftir áralangt samningsleysi hefur nú verið samið við sérgreinalækna, sjúkraþjálfara og tannlækna. Með þessum samningum lækkar greiðsluþátttaka einstaklinga sem hefur hækkað jafnt og þétt í samningsleysinu. Að draga úr greiðsluþátttöku almennings við heilbrigðisþjónustu er liður í því að jafna aðgengi að þjónustunni óháð efnahag. Á þeim forsendum var styrkur til almennra tannréttinga tæplega þrefaldaður og hækkaði úr 150 þúsund krónum í 430 þúsund krónur þann 1. september síðastliðinn. Við breytinguna lækkar kostnaðarþátttaka almennings í almennum tannréttingum um 500 milljónir á ári. Risastór skref hafa verið tekin á þessu kjörtímabili í þágu menningar í landinu. Það hefur sýnt sig að ógrynni tækifæra felast í því að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi. Verkefni af þessum toga eru atvinnu- og gjaldeyrisskapandi og landið öðlast kynningu erlendis sem getur skilað sér í jákvæðari ímynd og auknum gjaldeyristekjum vegna komu ferðamanna hingað til lands. Það er morgunljóst að stuðningur við listir og skapandi greinar skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Áfram er unnið að því að efla verk- og starfsnám. Samfélagið hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og atvinnulífið kallar á slíka menntun. Mennta- og barnamálaráðherra hefur af því tilefni lagt ríka áherslu á uppbyggingu verk- og starfsnámsaðstöðu og stefnt er að byggja 12.000 fm fyrir námið um land allt auk þess sem nýr Tækniskóli mun rísa í Hafnarfirði. Lífeyrissjóðir og heilbrigður leigumarkaður Alþingi samþykkti nú fyrir þinglok breytingar á ákvæðum um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða. Þar er lagt til að heimila lífeyrissjóðum að fjárfesta hluta eignasafns síns í félögum sem hafa það að meginstarfsemi að leigja út íbúðarhúsnæði til einstaklinga og til viðbótar að þeim verði heimilt að eiga stærri hlut en 20% í hverju leigufélagi sem hefur þá meginstarfsemi að leigja út íbúðarhúsnæði til langs tíma til einstaklinga. Hlutur hvers lífeyrissjóðs má þó ekki vera stærri en 50% í slíku félagi. Ég hef á undanförnum árum skrifað fjölmargar greinar um stöðuna á húsnæðismarkaði og komið með tillögur að aðgerðum sem ég hef talið nauðsynlegt að ráðast í. Ein af þeim tillögum er meðal annars að auðvelda lífeyrissjóðum að fjárfesta í leigufélögum sem ég tel bæði mjög skynsamlega og brýna aðgerð á þeirri vegferð að byggja upp heilbrigðari leigumarkað en hér hefur verið til staðar með meira öryggi og fyrirsjáanleika fyrir fólk. Það var því sérstaklega ánægjulegt að vera framsögumaður á þessu mikilvæga máli og að um málið hafi verið samstaða, þvert á flokka, í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Það skiptir máli, enda skref í rétta átt. Við höfum enn verk að vinna Verðbólga hefur lækkað, en hún er enn of há. Það verður áfram verkefni okkar stjórnmálamanna þar sem við þurfum að halda áfram að vinna að því að ná henni enn frekar niður með skynsamlegum og raunhæfum aðgerðum. Við getum í því sambandi nefnt stöðuna á húsnæðismarkaði, en þar eru að mínu mati áskoranir sem hægt er að leysa hratt og örugglega sé viljinn til staðar. Þar þurfa ríki og sveitarfélög að taka höndum saman – af mun meiri krafti og festu en hingað til. Hér þarf að halda áfram þeim góðu opinberu aðgerðum stjórnvalda til að tryggja nægt framboð af fjölbreyttu húsnæði, en jafnframt skapa umhverfi svo fýsilegt sé fyrir framkvæmdaaðila á almennum markaði að byggja húsnæði. Fólki á Íslandi er að fjölga hratt og það er fyrirséð að hér þurfi að byggja meira. Við vorum á réttri leið, en það hefur komið bakslag á síðustu árum og það má helst rekja til skorts á byggingarhæfum lóðum á nýjum svæðum. Þar hefur höfuðborgin á vakt Samfylkingarinnar borið mesta ábyrgð. Seðlabankinn hefur boðið upp á eitraðan kokteil með sinni stefnu. Hátt vaxtastig sem meðal annars eykur kostnað við byggingu húsnæðis og dregur úr vilja framkvæmdaaðila og hert lánþegaskilyrði sem torvelda kaupendum að stíga skref inn á fasteignamarkaðinn. Þannig hefur verið hlaðið í snjóhengju kynslóða sem bíða eftir tækifæri til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Þvert á það sem þörf er á. Að lokum Við höfum þann eiginleika að vera tiltölulega bjartsýn þjóð. Við búum í góðu samfélagi og ég hef hér farið yfir margar góðar aðgerðir en líka þá hlið þar sem við þurfum að gera betur. Það er hægt. Við skulum tala samfélagið okkar upp, en ekki niður. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun