Segir engum báti hafa verið stolið Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2024 13:52 Lúther Gestsson segir sárt að vera þjófkenndur að ósekju. Hann hafi ekki stungið neinu í eigin vasa. Facebook Lúther Gestsson er langt því frá sáttur við ásakanir Stefáns Guðmundssonar hjá Gentle Giants og segir hann fara frjálslega með. „Stefán afhenti mér bátinn á Húsavík til að selja hann, að ég hafi milligöngu um það. Báturinn var seldur í Reykjavík um mánaðarmótin maí-júní á síðasta ári. Og þetta veit Stefán allan tímann,“ segir Lúther í samtali við Vísi. Í gær var greint frá því að Stefán hafi auglýst eftir rauðum Zodiac-bát og lýst því yfir að honum hafi verið stolið. Lúther segir ýmislegt fara á milli mála í frásögn Stefáns. „Það eru til sms-skeyti milli okkar Stefáns. Að hann hafi ekki heyrt í mér í margar vikur er kjaftæði. Og ég er með gögn sem sýna það,“ segir Lúther og sendir blaðamanni eitt slíkt því til sönnunar. Það sem svo gerist verður til þess að málin flækjast. Kaupandinn sem Lúther er kominn með þarf að fara í aðgerð og við það dragast kaupin um viku. Lúther segir Stefán samþykkja þetta allt. Kaupandinn komi þá, greiði fyrir bátinn og hann er afhentur. Málin taka að flækjast „Það sem síðan gerist er að Stefán verður eitthvað ósáttur við verðið á bátnum,“ segir Lúther. En verðið var 950 þúsund krónur. Lúther segir Stefán vilja fá hálfri milljón meira fyrir bátinn. En það er verð sem Lúther segir ekki raunhæft. Þá vilji Stefán að kaupin gangi til baka. Hann vill fá bátinn aftur norður á Húsavík. Lúther gengur í að reyna að rifta kaupunum en kaupandinn, sem er úti á landi, segist ekki vilja það. Hann sé farinn að nota bátinn. Lúther reynir að fá Stefán til að tala milliliðalaust við manninn en Stefán segist eiga þetta við hann einan, og hann vilji bátinn aftur. Og það sem meira er, hann neitar að taka við greiðslunni. Lúther segist hafa boðist til að ganga í að kaupa fyrir hann nýrri bát en allt kemur fyrir ekki. Síðan gerist það að fyrirtæki Lúthers fer í gjaldþrot. Hann segist sannarlega að hann hefði gert eitt og annað rangt í tengslum við reksturinn. Og var þarna farinn að elta skottið á sjálfum sér og greiða gjaldfallna reikninga sem hann meðal annars notaði greiðsluna sem hann fékk fyrir bátinn í að gera. Og þar standi þetta mál í raun. Sjálfur eigi hann ekki neitt og hafi ekki átt síðan fyrirtækið hans Sportbátar fóru í gjaldþrot sem var 18. janúar 2024. Ég er ekki þjófur „Það er alls ekki rétt að ég hafi notað þessa peninga í sjálfan mig. Ég er ekki þjófur,“ segir Lúther. Lúther rifjar upp málið sem snýr að Björgunarsveit Skagfirðingasveit, þar sem hann var sakaður um að hafa haft af sveitinni 9 milljónir króna. Allt þetta hafi verið rannsakað og engin kæra liggi fyrir á hendur honum. Nú sé öll sú martröð endurvakin með ásökunum Stefáns á hendur honum. Sem sé óskemmtilegt. „Hann var farinn að hóta lögreglu, hún hringdi í mig og ég útskýri þetta fyrir henni,“ segir Lúther. Hann bendir á að engin kæra liggi fyrir á hendur honum, sem segi sína söguna. Honum þykir vissulega leitt hvernig þetta fór, sjálfur eigi hann ekkert og hafi verið atvinnulaus allt frá því að hann fór í gjaldþrot. Gjaldþrotamál séu alltaf erfið. En þannig standa málið. „Ég hef reynt að hafa samband við Stefán undanfarna daga, til að leysa þetta mál, en hann hefur ekki svarað.“ Lögreglumál Gjaldþrot Norðurþing Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
„Stefán afhenti mér bátinn á Húsavík til að selja hann, að ég hafi milligöngu um það. Báturinn var seldur í Reykjavík um mánaðarmótin maí-júní á síðasta ári. Og þetta veit Stefán allan tímann,“ segir Lúther í samtali við Vísi. Í gær var greint frá því að Stefán hafi auglýst eftir rauðum Zodiac-bát og lýst því yfir að honum hafi verið stolið. Lúther segir ýmislegt fara á milli mála í frásögn Stefáns. „Það eru til sms-skeyti milli okkar Stefáns. Að hann hafi ekki heyrt í mér í margar vikur er kjaftæði. Og ég er með gögn sem sýna það,“ segir Lúther og sendir blaðamanni eitt slíkt því til sönnunar. Það sem svo gerist verður til þess að málin flækjast. Kaupandinn sem Lúther er kominn með þarf að fara í aðgerð og við það dragast kaupin um viku. Lúther segir Stefán samþykkja þetta allt. Kaupandinn komi þá, greiði fyrir bátinn og hann er afhentur. Málin taka að flækjast „Það sem síðan gerist er að Stefán verður eitthvað ósáttur við verðið á bátnum,“ segir Lúther. En verðið var 950 þúsund krónur. Lúther segir Stefán vilja fá hálfri milljón meira fyrir bátinn. En það er verð sem Lúther segir ekki raunhæft. Þá vilji Stefán að kaupin gangi til baka. Hann vill fá bátinn aftur norður á Húsavík. Lúther gengur í að reyna að rifta kaupunum en kaupandinn, sem er úti á landi, segist ekki vilja það. Hann sé farinn að nota bátinn. Lúther reynir að fá Stefán til að tala milliliðalaust við manninn en Stefán segist eiga þetta við hann einan, og hann vilji bátinn aftur. Og það sem meira er, hann neitar að taka við greiðslunni. Lúther segist hafa boðist til að ganga í að kaupa fyrir hann nýrri bát en allt kemur fyrir ekki. Síðan gerist það að fyrirtæki Lúthers fer í gjaldþrot. Hann segist sannarlega að hann hefði gert eitt og annað rangt í tengslum við reksturinn. Og var þarna farinn að elta skottið á sjálfum sér og greiða gjaldfallna reikninga sem hann meðal annars notaði greiðsluna sem hann fékk fyrir bátinn í að gera. Og þar standi þetta mál í raun. Sjálfur eigi hann ekki neitt og hafi ekki átt síðan fyrirtækið hans Sportbátar fóru í gjaldþrot sem var 18. janúar 2024. Ég er ekki þjófur „Það er alls ekki rétt að ég hafi notað þessa peninga í sjálfan mig. Ég er ekki þjófur,“ segir Lúther. Lúther rifjar upp málið sem snýr að Björgunarsveit Skagfirðingasveit, þar sem hann var sakaður um að hafa haft af sveitinni 9 milljónir króna. Allt þetta hafi verið rannsakað og engin kæra liggi fyrir á hendur honum. Nú sé öll sú martröð endurvakin með ásökunum Stefáns á hendur honum. Sem sé óskemmtilegt. „Hann var farinn að hóta lögreglu, hún hringdi í mig og ég útskýri þetta fyrir henni,“ segir Lúther. Hann bendir á að engin kæra liggi fyrir á hendur honum, sem segi sína söguna. Honum þykir vissulega leitt hvernig þetta fór, sjálfur eigi hann ekkert og hafi verið atvinnulaus allt frá því að hann fór í gjaldþrot. Gjaldþrotamál séu alltaf erfið. En þannig standa málið. „Ég hef reynt að hafa samband við Stefán undanfarna daga, til að leysa þetta mál, en hann hefur ekki svarað.“
Lögreglumál Gjaldþrot Norðurþing Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira