Kæri Jón Kaldal Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 27. júní 2024 16:00 Jón Kaldal skrifar skoðanagrein í gær, þar sem hann fagnar því að frumvarp um lagareldi hafi ekki náð fram að ganga. Það er skiljanlegt að Jón, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, sé gagnrýninn á lagareldisfrumvarpið. Náttúruverndarsamtök spila mikilvægt hlutverk sem lýtur helst að því að veita aðhald og gagnrýna - ýta nálinni í rétta átt. Það er svo annars konar ábyrgð að vera kjörinn fulltrúi eða embættismaður og standa frammi fyrir viðamiklu verkefni sem lýtur að því að setja lagaramma utan um það ófremdarástand sem hefur ríkt í atvinnugreininni. VG var vissulega í ríkisstjórn þegar fiskeldisfrumvarpið, sem þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Kristján Þór Júlíusson lagði fram, náði fram að ganga. Það var lagt upp með það að lögin yrðu endurskoðuð að fimm árum liðnum. Matvælaráðherra VG tók frumkvæði að því að styrkja faglegar stoðir lagareldis með skýrslu BCG og stefnumótun, vinna sem hefur m.a. undirstrikað mikilvægi vandaðrar stjórnsýslu og sátt við náttúruna. Starfsfólk ráðuneytisins hefur síðan unnið ómælda vinnu við frumvarpið og þurft að sitja undir ómálefnalegri gagnrýni fyrir vikið. Það sem fylgir því að vera í embætti, hvort sem það er þingmaður eða innan ráðuneytis, er að vinna innan ákveðinna ramma sem krefst þess að finna málamiðlanir milli ólíkra sjónarmiða, finna leiðir til að ná markmiðunum. Það er mikilvægt að halda því til haga að þrátt fyrir allt, þá er líka ýmislegt sem hægt er að vera sammála um. Við Jón erum nefnilega sammála um margt. Við erum til dæmis sammála um að það sé nauðsynlegt að hverfa frá frjóum laxi í sjókvíum og að eldið verði í lokuðum kvíum. Frumvarpið innleiðir hvatakerfi sem ýta greininni í átt að því að framleiða ófrjóan lax og nýta lokaðar kvíar. Í meðferð nefndarinnar á frumvarpinu var það sérstaklega skoðað hvort raunhæft væri að setja sólarlagsákvæði um frjóan fisk í opnum kvíum. Tæknin er á fleygiferð og ég er viss um að innan fárra ára verður það raunhæft að setja slíkt ákvæði. Annað sem við Jón erum sammála um er mikilvægi þess að huga að velferð dýra. Við erum sammála um að ástandið er ekki boðlegt, afföllin eru of há. Það er mjög áhugavert að Jón nefni Noreg í samhengi affalla innan sjókvíeldis, því þrátt fyrir að vísindamenn hafi vissulega óskað eftir því að norsk stjórnvöld skikki norsk eldisfyrirtæki til að koma afföllum undir 5% á ári (10% á kynslóð), þá eru Norðmenn einmitt ekki með viðurlög vegna affalla, þar sem framleiðsluheimildir eru skertar ef afföll fara yfir ákveðið mark líkt og kveðið var á um í frumvarpinu. Það er því skrítið að hampa Noregi fyrir það. Eru 20% afföll á kynslóð, eða 10% á ársgrundvelli, hátt? Já, það er of hátt. Hins vegar er hugmyndin sú að markmiðið sé hvati fyrir fyrirtækin í áttina að 10% markmiðinu, enda eru líka hvatar fyrir fyrirtæki þar sem afföllin eru undir 10%. Friðun fjarða fyrir sjókvíaeldi er annað sem við Jón hljótum að vera sammála um. Það er mikilvægt að vernda viðkvæm náttúrusvæði og tryggja að sjókvíaeldi hafi ekki neikvæð áhrif á þessi svæði. Smitvarnarsvæði eru loks eitthvað sem dregur rekstaraðila til ábyrgðar og gerir það að verkum að sjúkdómar og sníkjudýr berist ekki auðveldlega milli eldisstöðva. Þetta er mikilvægt skref í átt að betri heilsu eldisdýra og að minnka áhættuna fyrir villta laxastofna. Eftirlit með hlutfalli kynþroska fiska er líka eitthvað sem ekki er gert í samanburðarlöndum okkar og er mikilvægt að halda kynþroska í lágmarki. En ég er líklega að tala fyrir daufum eyrum hér. Og ég skil það – það er ekki hlutverk Jóns að sjá jákvæðar hliðar frumvarpsins og ég skil og ber virðingu fyrir hans hlutverki að vera gagnrýninn. Þrátt fyrir að ég sýni Jóni skilning hvað þetta varðar, vil ég leggja áherslu á að VG hefur unnið hörðum höndum að því að bæta umhverfis- og dýravelferðarmál tengd sjókvíaeldi, og mun alltaf berjast fyrir náttúruvernd og vernd lífríkis Íslands. Mikið af vandamálunum eru arfur frá fyrri stefnumótun (og skort þar á) sem við höfum verið að vinna að breyta með því að meðal annars undirbyggja faglegan grunn lagastoðarinnar. Það að benda á þetta lagalega tómarúm er ekki að skorast undan ábyrgð, en það er heldur ekki að taka ábyrgð að láta sér fallast hendur og gera ekki neitt þegar hin fullkomna lausn er ekki í augsýn. Að því leiti þykir mér það sérstakt að kalla það áfangasigur að frumvarpið náði ekki fram að ganga. Það er líklega sama hvernig frumvarpið hefði komið út úr nefnd að hans mati, þar sem niðurstaðan hefði ekki verið að banna sjókvíaeldi. Ég þakka þó Jóni fyrir hans umsagnir og vinnu og tek gjarnan samtalið og efast reyndar ekki um að við munum fá fleiri tækifæri til að ræða þessi mál, en frábið mér þó frekara samtal á vettvangi skoðana á Vísi. Höfundur er þingmaður VG og nefndarmaður í Atvinnuveganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Alþingi Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Jón Kaldal skrifar skoðanagrein í gær, þar sem hann fagnar því að frumvarp um lagareldi hafi ekki náð fram að ganga. Það er skiljanlegt að Jón, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, sé gagnrýninn á lagareldisfrumvarpið. Náttúruverndarsamtök spila mikilvægt hlutverk sem lýtur helst að því að veita aðhald og gagnrýna - ýta nálinni í rétta átt. Það er svo annars konar ábyrgð að vera kjörinn fulltrúi eða embættismaður og standa frammi fyrir viðamiklu verkefni sem lýtur að því að setja lagaramma utan um það ófremdarástand sem hefur ríkt í atvinnugreininni. VG var vissulega í ríkisstjórn þegar fiskeldisfrumvarpið, sem þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Kristján Þór Júlíusson lagði fram, náði fram að ganga. Það var lagt upp með það að lögin yrðu endurskoðuð að fimm árum liðnum. Matvælaráðherra VG tók frumkvæði að því að styrkja faglegar stoðir lagareldis með skýrslu BCG og stefnumótun, vinna sem hefur m.a. undirstrikað mikilvægi vandaðrar stjórnsýslu og sátt við náttúruna. Starfsfólk ráðuneytisins hefur síðan unnið ómælda vinnu við frumvarpið og þurft að sitja undir ómálefnalegri gagnrýni fyrir vikið. Það sem fylgir því að vera í embætti, hvort sem það er þingmaður eða innan ráðuneytis, er að vinna innan ákveðinna ramma sem krefst þess að finna málamiðlanir milli ólíkra sjónarmiða, finna leiðir til að ná markmiðunum. Það er mikilvægt að halda því til haga að þrátt fyrir allt, þá er líka ýmislegt sem hægt er að vera sammála um. Við Jón erum nefnilega sammála um margt. Við erum til dæmis sammála um að það sé nauðsynlegt að hverfa frá frjóum laxi í sjókvíum og að eldið verði í lokuðum kvíum. Frumvarpið innleiðir hvatakerfi sem ýta greininni í átt að því að framleiða ófrjóan lax og nýta lokaðar kvíar. Í meðferð nefndarinnar á frumvarpinu var það sérstaklega skoðað hvort raunhæft væri að setja sólarlagsákvæði um frjóan fisk í opnum kvíum. Tæknin er á fleygiferð og ég er viss um að innan fárra ára verður það raunhæft að setja slíkt ákvæði. Annað sem við Jón erum sammála um er mikilvægi þess að huga að velferð dýra. Við erum sammála um að ástandið er ekki boðlegt, afföllin eru of há. Það er mjög áhugavert að Jón nefni Noreg í samhengi affalla innan sjókvíeldis, því þrátt fyrir að vísindamenn hafi vissulega óskað eftir því að norsk stjórnvöld skikki norsk eldisfyrirtæki til að koma afföllum undir 5% á ári (10% á kynslóð), þá eru Norðmenn einmitt ekki með viðurlög vegna affalla, þar sem framleiðsluheimildir eru skertar ef afföll fara yfir ákveðið mark líkt og kveðið var á um í frumvarpinu. Það er því skrítið að hampa Noregi fyrir það. Eru 20% afföll á kynslóð, eða 10% á ársgrundvelli, hátt? Já, það er of hátt. Hins vegar er hugmyndin sú að markmiðið sé hvati fyrir fyrirtækin í áttina að 10% markmiðinu, enda eru líka hvatar fyrir fyrirtæki þar sem afföllin eru undir 10%. Friðun fjarða fyrir sjókvíaeldi er annað sem við Jón hljótum að vera sammála um. Það er mikilvægt að vernda viðkvæm náttúrusvæði og tryggja að sjókvíaeldi hafi ekki neikvæð áhrif á þessi svæði. Smitvarnarsvæði eru loks eitthvað sem dregur rekstaraðila til ábyrgðar og gerir það að verkum að sjúkdómar og sníkjudýr berist ekki auðveldlega milli eldisstöðva. Þetta er mikilvægt skref í átt að betri heilsu eldisdýra og að minnka áhættuna fyrir villta laxastofna. Eftirlit með hlutfalli kynþroska fiska er líka eitthvað sem ekki er gert í samanburðarlöndum okkar og er mikilvægt að halda kynþroska í lágmarki. En ég er líklega að tala fyrir daufum eyrum hér. Og ég skil það – það er ekki hlutverk Jóns að sjá jákvæðar hliðar frumvarpsins og ég skil og ber virðingu fyrir hans hlutverki að vera gagnrýninn. Þrátt fyrir að ég sýni Jóni skilning hvað þetta varðar, vil ég leggja áherslu á að VG hefur unnið hörðum höndum að því að bæta umhverfis- og dýravelferðarmál tengd sjókvíaeldi, og mun alltaf berjast fyrir náttúruvernd og vernd lífríkis Íslands. Mikið af vandamálunum eru arfur frá fyrri stefnumótun (og skort þar á) sem við höfum verið að vinna að breyta með því að meðal annars undirbyggja faglegan grunn lagastoðarinnar. Það að benda á þetta lagalega tómarúm er ekki að skorast undan ábyrgð, en það er heldur ekki að taka ábyrgð að láta sér fallast hendur og gera ekki neitt þegar hin fullkomna lausn er ekki í augsýn. Að því leiti þykir mér það sérstakt að kalla það áfangasigur að frumvarpið náði ekki fram að ganga. Það er líklega sama hvernig frumvarpið hefði komið út úr nefnd að hans mati, þar sem niðurstaðan hefði ekki verið að banna sjókvíaeldi. Ég þakka þó Jóni fyrir hans umsagnir og vinnu og tek gjarnan samtalið og efast reyndar ekki um að við munum fá fleiri tækifæri til að ræða þessi mál, en frábið mér þó frekara samtal á vettvangi skoðana á Vísi. Höfundur er þingmaður VG og nefndarmaður í Atvinnuveganefnd.
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar