„Stökk upp í rúm og sparkaði ítrekað í höfuðið á honum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. júní 2024 17:31 Maðurinn lést í íbúð Dagbjartar í Bátavogi. Vísir/Vilhelm Par sem var með Dagbjörtu Rúnarsdóttur og manninum sem hún er grunuð um að hafa orðið að bana sömu helgi og atvikið átti sér stað lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þegar hún stökk upp í rúm og sparkaði í höfuð mannsins þar sem hann lá stuttu áður en að maðurinn lést. Í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð Bátavogs málsins svokallaða en líklegast mun dómur falla í málinu fyrir sumarlokun dómsins í lok júlí. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp en hún er grunuð um að hafa orðið sextugum manni að bana í íbúð sinni í Bátavogi í september á síðasta ári. Hinn látni hafi sagt við parið stuttu fyrir atvikið að hann ætlaði að fara frá Dagbjörtu og koma sér fyrir erlendis. Parið sagði að maðurinn átti það til að segja svona lagað eftir mikla áfengisdrykkju. Var í sturlunarástandi vegna hundsins „Við vorum í neyslu þarna. Ég og kærasta mín erum með þeim og erum yfir nótt og förum með Dagbjörtu niður í bæ og síðan komum við þarna aftur seinna og þá komum við bara að henni í sturlunarástandi og hundurinn upp á borði,“ sagði maður sem lýsti sér sem kunningja Dagbjartar. Þau höfðu þá verið í íbúðinni í Bátavogi að neyta áfengis og amfetamíns áður en þau fóru í miðbæ Reykjavíkur en þegar þau komu til baka var hundur Dagbjartar dauður. Maðurinn sagði að við það hafi Dagbjört orðið alveg brjáluð. „Hún stökk upp í rúm og sparkaði ítrekað í höfuðið á honum. Hún stendur í rúminu og sparkar í hann liggjandi. Hann gerði ekki neitt. Öskraði bara. Ég stoppaði hana strax af,“ sagði maðurinn. Stakk upp á því að setja hundinn í frystinn Hann tók fram að áður en þau fóru úr íbúðinni hafi brotaþoli komið fram og verið valtur á fótum og að það hafi sést að hann væri undir áhrifum áfengis. Dagbjört hafi verið undir miklum áhrifum af neyslu amfetamíns og í miklu uppnámi vegna dauða hundsins. Maðurinn stakk þá upp á því að setja hundinn í frystinn áður en hann yrði jarðaður við sumarbústað. Þegar parið yfirgaf íbúðina hafi Dagbjört og maðurinn verið grátandi í faðmlögum. Parið gerði ráð fyrir að þau væru búin að sættast en stuttu síðar lést maðurinn af áverkum í öndunarvegi. Kýldi brotaþola ítrekað í gríni Parið tók fram að þeim þætti ólíklegt að maðurinn hafi drepið hundinn. Maðurinn segir þó að Dagbjört hafi ítrekað sakað brotaþola um dráp hundsins. Parið kippti sér ekki mikið upp við ofbeldi Dagbjartar gagnvart manninum en þau nefndu að hún hafi átt það til að kýla hann ítrekað. Maðurinn sagði þó að það hafi í mestu verið gert í gríni og hafi ekki verið alvarlegt. Hann tók fram að brotaþoli hafi aldrei beitt hana ofbeldi svo hann vissi og að hann hafi verið ljúfur maður. Sváfu í sama rúmi Parið vissi ekki til þess hvort að Dagbjört og hinn látni hafi verið í ástarsambandi þó að þau hafi sofið í sama rúmi. Þau hafi ávallt sagst vera góðir vinir. „Þetta voru bara eins og venjuleg samskipti þeirra á milli. Hún kýldi hann og síðan voru þau orðin vinir strax aftur,“ sagði kunningi þeirra Parið sagði Dagbjörtu hafa sambönd í undirheimum Íslands og að hún hafi verið að selja amfetamín og annað slíkt. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð Bátavogs málsins svokallaða en líklegast mun dómur falla í málinu fyrir sumarlokun dómsins í lok júlí. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp en hún er grunuð um að hafa orðið sextugum manni að bana í íbúð sinni í Bátavogi í september á síðasta ári. Hinn látni hafi sagt við parið stuttu fyrir atvikið að hann ætlaði að fara frá Dagbjörtu og koma sér fyrir erlendis. Parið sagði að maðurinn átti það til að segja svona lagað eftir mikla áfengisdrykkju. Var í sturlunarástandi vegna hundsins „Við vorum í neyslu þarna. Ég og kærasta mín erum með þeim og erum yfir nótt og förum með Dagbjörtu niður í bæ og síðan komum við þarna aftur seinna og þá komum við bara að henni í sturlunarástandi og hundurinn upp á borði,“ sagði maður sem lýsti sér sem kunningja Dagbjartar. Þau höfðu þá verið í íbúðinni í Bátavogi að neyta áfengis og amfetamíns áður en þau fóru í miðbæ Reykjavíkur en þegar þau komu til baka var hundur Dagbjartar dauður. Maðurinn sagði að við það hafi Dagbjört orðið alveg brjáluð. „Hún stökk upp í rúm og sparkaði ítrekað í höfuðið á honum. Hún stendur í rúminu og sparkar í hann liggjandi. Hann gerði ekki neitt. Öskraði bara. Ég stoppaði hana strax af,“ sagði maðurinn. Stakk upp á því að setja hundinn í frystinn Hann tók fram að áður en þau fóru úr íbúðinni hafi brotaþoli komið fram og verið valtur á fótum og að það hafi sést að hann væri undir áhrifum áfengis. Dagbjört hafi verið undir miklum áhrifum af neyslu amfetamíns og í miklu uppnámi vegna dauða hundsins. Maðurinn stakk þá upp á því að setja hundinn í frystinn áður en hann yrði jarðaður við sumarbústað. Þegar parið yfirgaf íbúðina hafi Dagbjört og maðurinn verið grátandi í faðmlögum. Parið gerði ráð fyrir að þau væru búin að sættast en stuttu síðar lést maðurinn af áverkum í öndunarvegi. Kýldi brotaþola ítrekað í gríni Parið tók fram að þeim þætti ólíklegt að maðurinn hafi drepið hundinn. Maðurinn segir þó að Dagbjört hafi ítrekað sakað brotaþola um dráp hundsins. Parið kippti sér ekki mikið upp við ofbeldi Dagbjartar gagnvart manninum en þau nefndu að hún hafi átt það til að kýla hann ítrekað. Maðurinn sagði þó að það hafi í mestu verið gert í gríni og hafi ekki verið alvarlegt. Hann tók fram að brotaþoli hafi aldrei beitt hana ofbeldi svo hann vissi og að hann hafi verið ljúfur maður. Sváfu í sama rúmi Parið vissi ekki til þess hvort að Dagbjört og hinn látni hafi verið í ástarsambandi þó að þau hafi sofið í sama rúmi. Þau hafi ávallt sagst vera góðir vinir. „Þetta voru bara eins og venjuleg samskipti þeirra á milli. Hún kýldi hann og síðan voru þau orðin vinir strax aftur,“ sagði kunningi þeirra Parið sagði Dagbjörtu hafa sambönd í undirheimum Íslands og að hún hafi verið að selja amfetamín og annað slíkt.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira