Glútenlaust gull á grillið Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 4. júlí 2024 08:01 Nú er ég á leið út á land og þurfti því að birgja okkur upp af glútenlausu fæði þar sem það er víst af skornum skammti á landsbyggðinni, úrvalið takmarkað og hillurnar oft orðnar tómar á föstudögum. Til að ná í það sem þurfti varð ég að fara í Melabúðina til að ná í glútenlaust brauð en það var ekki til. Fór svo í Nettó á Granda til að ná í glútenlaus snittubrauð en það er sjaldnast til annarsstaðar. Fór svo í Krónuna á Granda til að ná í glútenlausa pizzabotna því þeir eru 100 kalli ódýrari en í Nettó. En þeir voru ekki til í Krónunni þannig að ég fór aftur í Nettó. Glútenlaus pylsubrauð eiga víst að vera til í Krónunni en ég hef aldrei séð þau. Svo fór ég í Bónus í Miðhrauni til að ná í glútenlaus orkustykki, það voru þó til færri en ég vildi kaupa. Fór í þessa Bónusbúð því ég þurfti líka í Kost þarna við hliðina því það er eini staðurinn sem selur glútenlaust mac n' cheese. Svo kom ég við í Firði og fann þar blessuð pylsubrauðin í tveimur stærðum. Þau minni taka hálfa pylsu, XL brauðin passa fyrir íslenska pylsu. Ég keypti 5 pakka af hvorri stærð, 20 pylsubrauð til að eiga næstu vikurnar, tvö eru í hverjum pakka. Einn pakki með tveimur stórum pylsubrauðum kostar 658 krónur eða 329 krónur brauðið. Einn pakki með tveimur litlum kostar 584 krónur eða 292 krónur brauðið. Ég keypti 20 glútenlaus pylsubrauð á 6210 krónur. Venjuleg pylsubrauð frá Myllunni kosta 287, 5 í pakkanum, stykkið á 57 krónur. Krónupylsubrauð kosta enn minna, 256 krónur eða 51 krónu stykkið. 20 Myllu pylsubrauð kosta 1148 kr. 20 Krónu pylsubrauð kosta 1024 kr. 20 glútenlaus pylsubrauð kosta 6210. Þetta er bara eitt dæmi um kostnaðinn á glútenlausu fæði. Glútenlaust fæði er „lyf“ fólks með selíak-sjúkdóm sem oft er kallað glútenóþol eða glútenofnæmi. Selíak er þó ekki eiginlegt ofnæmi heldur sjálfsofnæmissjúkdómur og er eina meðhöndlunin sem til er við sjúkdómnum glútenlaust fæði ævilangt. Án þess ræðst líkaminn á þarmana, veldur bólgum, fletur út þarmatotur og kemur í veg fyrir næringarupptöku. Ómeðhöndlað getur selíak haft alvarlegar afleiðingar, valdið öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum, sykursýki, ófrjósemi, taugaröskunum, hjartasjúkdómum, næringarskorti, vaxtarskerðingu og vannæringu og krabbameini í þörmum svo eitthvað sé nefnt, með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Glútenlaust fæði er ekki lífstíll, ekki val fyrir fólk með selíak né eitthvað hollustufæði. Það varð að tískubólu því fólk hélt að það væri svo megrandi. Svo er ekki. Nema þú étir bara gulrætur og annað hreint fæði sem er glútenlaust frá náttúrunnar hendi og borðar enga unna matvöru. Það er ekki hægt að bjóða barni upp á það þegar allir eru í pylsupartýi. Ríkið tekur engan þátt í kostnaði við kaup á „lyfjum“ barns sem þarf að vera á glútenlausu fæði. Einu sinni styrkti ríkið börn á glútenlausu fæði en því var hætt árið 2019. Ástæðan skv. lögfræðingi heilbrigðisráðuneytisins er svo hljóðandi: „Reglugerðinni var breytt á sínum tíma þar sem vöruúrval glútenlausra matvara er orðið mun fjölbreyttara og betra en það var, vörurnar aðgengilegar í venjulegum matvöruverslunum og verð á vörum oft á tíðum sambærilegt við sömu vörur með glúteni“. Ég fór í fimm búðir til að finna það sem ég þurfti þannig að „aðgengilegra“ er afstætt hugtak í þessu samhengi þó ég hafi ekki þurft að fara í heilsubúð sem var eini staðurinn sem seldi þessar vörur dýrum dómum fyrir 10-20 árum. 20 Myllu pylsubrauð kosta 1148 kr. 20 Krónu pylsubrauð kosta 1024 kr. 20 glútenlaus pylsubrauð kosta 6210 kr. 6210 kr. 6210 kr. 6210 kr. Fyrir 20 pylsubrauð... glútenlaus. Hvað þýðir „sambærilegt“ í huga lögfræðings heilbrigðisráðuneytisins? Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri og móðir barns með selíak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Verðlag Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er ég á leið út á land og þurfti því að birgja okkur upp af glútenlausu fæði þar sem það er víst af skornum skammti á landsbyggðinni, úrvalið takmarkað og hillurnar oft orðnar tómar á föstudögum. Til að ná í það sem þurfti varð ég að fara í Melabúðina til að ná í glútenlaust brauð en það var ekki til. Fór svo í Nettó á Granda til að ná í glútenlaus snittubrauð en það er sjaldnast til annarsstaðar. Fór svo í Krónuna á Granda til að ná í glútenlausa pizzabotna því þeir eru 100 kalli ódýrari en í Nettó. En þeir voru ekki til í Krónunni þannig að ég fór aftur í Nettó. Glútenlaus pylsubrauð eiga víst að vera til í Krónunni en ég hef aldrei séð þau. Svo fór ég í Bónus í Miðhrauni til að ná í glútenlaus orkustykki, það voru þó til færri en ég vildi kaupa. Fór í þessa Bónusbúð því ég þurfti líka í Kost þarna við hliðina því það er eini staðurinn sem selur glútenlaust mac n' cheese. Svo kom ég við í Firði og fann þar blessuð pylsubrauðin í tveimur stærðum. Þau minni taka hálfa pylsu, XL brauðin passa fyrir íslenska pylsu. Ég keypti 5 pakka af hvorri stærð, 20 pylsubrauð til að eiga næstu vikurnar, tvö eru í hverjum pakka. Einn pakki með tveimur stórum pylsubrauðum kostar 658 krónur eða 329 krónur brauðið. Einn pakki með tveimur litlum kostar 584 krónur eða 292 krónur brauðið. Ég keypti 20 glútenlaus pylsubrauð á 6210 krónur. Venjuleg pylsubrauð frá Myllunni kosta 287, 5 í pakkanum, stykkið á 57 krónur. Krónupylsubrauð kosta enn minna, 256 krónur eða 51 krónu stykkið. 20 Myllu pylsubrauð kosta 1148 kr. 20 Krónu pylsubrauð kosta 1024 kr. 20 glútenlaus pylsubrauð kosta 6210. Þetta er bara eitt dæmi um kostnaðinn á glútenlausu fæði. Glútenlaust fæði er „lyf“ fólks með selíak-sjúkdóm sem oft er kallað glútenóþol eða glútenofnæmi. Selíak er þó ekki eiginlegt ofnæmi heldur sjálfsofnæmissjúkdómur og er eina meðhöndlunin sem til er við sjúkdómnum glútenlaust fæði ævilangt. Án þess ræðst líkaminn á þarmana, veldur bólgum, fletur út þarmatotur og kemur í veg fyrir næringarupptöku. Ómeðhöndlað getur selíak haft alvarlegar afleiðingar, valdið öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum, sykursýki, ófrjósemi, taugaröskunum, hjartasjúkdómum, næringarskorti, vaxtarskerðingu og vannæringu og krabbameini í þörmum svo eitthvað sé nefnt, með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Glútenlaust fæði er ekki lífstíll, ekki val fyrir fólk með selíak né eitthvað hollustufæði. Það varð að tískubólu því fólk hélt að það væri svo megrandi. Svo er ekki. Nema þú étir bara gulrætur og annað hreint fæði sem er glútenlaust frá náttúrunnar hendi og borðar enga unna matvöru. Það er ekki hægt að bjóða barni upp á það þegar allir eru í pylsupartýi. Ríkið tekur engan þátt í kostnaði við kaup á „lyfjum“ barns sem þarf að vera á glútenlausu fæði. Einu sinni styrkti ríkið börn á glútenlausu fæði en því var hætt árið 2019. Ástæðan skv. lögfræðingi heilbrigðisráðuneytisins er svo hljóðandi: „Reglugerðinni var breytt á sínum tíma þar sem vöruúrval glútenlausra matvara er orðið mun fjölbreyttara og betra en það var, vörurnar aðgengilegar í venjulegum matvöruverslunum og verð á vörum oft á tíðum sambærilegt við sömu vörur með glúteni“. Ég fór í fimm búðir til að finna það sem ég þurfti þannig að „aðgengilegra“ er afstætt hugtak í þessu samhengi þó ég hafi ekki þurft að fara í heilsubúð sem var eini staðurinn sem seldi þessar vörur dýrum dómum fyrir 10-20 árum. 20 Myllu pylsubrauð kosta 1148 kr. 20 Krónu pylsubrauð kosta 1024 kr. 20 glútenlaus pylsubrauð kosta 6210 kr. 6210 kr. 6210 kr. 6210 kr. Fyrir 20 pylsubrauð... glútenlaus. Hvað þýðir „sambærilegt“ í huga lögfræðings heilbrigðisráðuneytisins? Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri og móðir barns með selíak.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun