Hvað verður um Kára? Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 5. júlí 2024 14:01 Í Kópavogi býr sjö manna fjölskylda. Foreldrar, unglingur í menntaskóla, þrjú börn í Kópavogsskóla og svo er það Kári. Hann er krullhærður tveggja ára snáði sem elskar bæjarlistamanninn Herra Hnetusmjör. Og Spiderman. Hann hefur líka sérstakan áhuga á strætó og sjúkra- og slökkvibílum og hefur yndi af því að fara í gönguferðir með ömmu sinni og skoða blóm og fugla. Eins og gefur að skilja dugar ekkert minna en tvær fyrirvinnur til að greiða af húsnæðislánum sem eru ekki beint hagfelld ungu fólki og til að greiða fyrir síhækkandi matarkörfur, æfingagjöld í fótbolta, í skátunum og fimleikum. Til allrar óhamingju hefur Kári ekki enn fengið pláss á leikskóla í Kópavogi þó yfirstjórn bæjarins haldi því fram að öll börn 16 mánaða og eldri hafi nú þegar fengið pláss. Jafnvel þó innritunarfulltrúi bæjarins hafi gefið loforð um dagvistun í mars þá hafa endurtekin símtöl ekki skilað neinu nema bulli. Slegið er í og úr. Eitt í dag og annað á morgun. Ég er farin að halda að gæðastjórnunarkerfi bæjarins sé óvirkt. Síðasta samtal við fulltrúann endaði á þeim orðum að foreldrarnir gætu haft samband eftir sumarfrí í ágúst til að athuga hvort fundist hefur pláss fyrir barnið en það standi svo til að opna nýjan leikskóla í allt öðru hverfi í Kópavogi upphafi árs 2025. Við sem þekkjum regluna um tafir í opinberum framkvæmdum vitum hver raunveruleikinn verður. Ekki verður annað ráðið af þessum svörum að það þyki viðunandi lausn í Kópavogi að börn séu að verða þriggja ára eða komin á fjórða ár þegar þau loks fá pláss í leikskóla. Kópavogsbær kom á nýrri stefnu í leikskólamálum á síðasta ári. Fulltrúar meirihlutans hafa stært sig af henni æ síðan og stráð hana glimmeri og hnýtt hana rauðum borðum. Það hefur reyndar gleymst að gera grein fyrir neikvæðu hliðunum s.s. kostnaðarauka þeirra sem eru ekki í aðstöðu til að stytta vinnudagana sína í rúma 5 tíma en það er önnur saga. Nú er beinlínis logið til um árangurinn í Kópavogi. Rúmlega tveggja ára Kári, systkin hans fjögur og foreldrar hafa, þrátt fyrir loforð og yfirlýsingar, ekkert fast í hendi um að hann fái inni í leikskóla næsta vetur sem er forsenda þess að framfæra þessa fjölskyldu. Það er hin raunverulega birtingarmynd af leikskólamálum í Kópavogi. Höfundur er Kópvogsbúi og amma hans Kára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í Kópavogi býr sjö manna fjölskylda. Foreldrar, unglingur í menntaskóla, þrjú börn í Kópavogsskóla og svo er það Kári. Hann er krullhærður tveggja ára snáði sem elskar bæjarlistamanninn Herra Hnetusmjör. Og Spiderman. Hann hefur líka sérstakan áhuga á strætó og sjúkra- og slökkvibílum og hefur yndi af því að fara í gönguferðir með ömmu sinni og skoða blóm og fugla. Eins og gefur að skilja dugar ekkert minna en tvær fyrirvinnur til að greiða af húsnæðislánum sem eru ekki beint hagfelld ungu fólki og til að greiða fyrir síhækkandi matarkörfur, æfingagjöld í fótbolta, í skátunum og fimleikum. Til allrar óhamingju hefur Kári ekki enn fengið pláss á leikskóla í Kópavogi þó yfirstjórn bæjarins haldi því fram að öll börn 16 mánaða og eldri hafi nú þegar fengið pláss. Jafnvel þó innritunarfulltrúi bæjarins hafi gefið loforð um dagvistun í mars þá hafa endurtekin símtöl ekki skilað neinu nema bulli. Slegið er í og úr. Eitt í dag og annað á morgun. Ég er farin að halda að gæðastjórnunarkerfi bæjarins sé óvirkt. Síðasta samtal við fulltrúann endaði á þeim orðum að foreldrarnir gætu haft samband eftir sumarfrí í ágúst til að athuga hvort fundist hefur pláss fyrir barnið en það standi svo til að opna nýjan leikskóla í allt öðru hverfi í Kópavogi upphafi árs 2025. Við sem þekkjum regluna um tafir í opinberum framkvæmdum vitum hver raunveruleikinn verður. Ekki verður annað ráðið af þessum svörum að það þyki viðunandi lausn í Kópavogi að börn séu að verða þriggja ára eða komin á fjórða ár þegar þau loks fá pláss í leikskóla. Kópavogsbær kom á nýrri stefnu í leikskólamálum á síðasta ári. Fulltrúar meirihlutans hafa stært sig af henni æ síðan og stráð hana glimmeri og hnýtt hana rauðum borðum. Það hefur reyndar gleymst að gera grein fyrir neikvæðu hliðunum s.s. kostnaðarauka þeirra sem eru ekki í aðstöðu til að stytta vinnudagana sína í rúma 5 tíma en það er önnur saga. Nú er beinlínis logið til um árangurinn í Kópavogi. Rúmlega tveggja ára Kári, systkin hans fjögur og foreldrar hafa, þrátt fyrir loforð og yfirlýsingar, ekkert fast í hendi um að hann fái inni í leikskóla næsta vetur sem er forsenda þess að framfæra þessa fjölskyldu. Það er hin raunverulega birtingarmynd af leikskólamálum í Kópavogi. Höfundur er Kópvogsbúi og amma hans Kára.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun