Ráðherra segir fyrirkomulag borgaraþjónustunnar á Spáni ósjálfbært Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2024 06:47 Spánn er það erlenda ríki þar sem flestir íslenskir ríkisborgarar hafa búsetu eða dvelja tímabundið til lengri eða skemmri tíma þar sem ekki er rekin íslensk sendiskrifstofa, segir í svörum ráðherra. Vísir/Einar Utanríkisráðuneytið telur núverandi fyrirkomulag borgaraþjónustu á Spáni ósjálfbært til skemmri og lengri tíma. Áætlaður kostnaður við sendiskrifstofu er um 132 milljónir króna á ári að viðbættum stofnkostnaði fyrsta árið. Þetta kemur fram í svörum utanríkisráðherra, Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, við fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata, um sendiráð eða sendiskrifstofu á Spáni. Þar segir að ráðuneytið hafi skoðað mögulegar útfærslur og lagt til stofnun sendiskrifstofu með tvo útsenda starfsmenn úr ráðuneytinu auk staðarráðinna starfsmanna. Ráðuneytið telji æskilegra að sendiherra fari með forstöðu skrifstofunnar enda sé skyldur gistiríkis meiri gagnvart sendiherra en öðru útsendu starfsfólki, „sem liðkar fyrir úrvinnslu þeirra mála sem rata á borð sendiráðs“. Í svörunum segir að um það bil 80 prósent af erindum og verkefnum sem berast borgaraþjónustudeild utanríkisráðuneytisins séu vegna aðstoðarbeiðna á Spáni. Gísli óskaði eftir upplýsingum um fjölda erinda síðustu fimm ár en samkvæmt svörum ráðuneytisins hefur ekki verið haldið utan um fjölda erinda sem hafa borist ellefu kjörræðismönnum Íslands á Spáni, þar sem þeir starfa í sjálfboðavinnu. „Almennt er gert ráð fyrir að kjörræðismaður sinni einstaka erindum á ársgrundvelli en álag á flesta kjörræðismenn Íslands á Spáni er langt umfram það sem eðlilegt getur talist, bæði vegna fjölda erinda og eðlis þeirra. Veiting borgaraþjónustu til stórs hóps Íslendinga á Spáni byggist því að stórum hluta á því að net sjálfboðaliða í landinu sé burðugt til að sinna vaxandi og sífelldu álagi vegna fjölda aðstoðarbeiðna. Ráðuneytið telur að þetta fyrirkomulag borgaraþjónustu á Spáni sé ósjálfbært til bæði lengri og skemmri tíma,“ segir í svörum ráðherra. Utanríkismál Spánn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslendingar erlendis Sendiráð Íslands Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum utanríkisráðherra, Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, við fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata, um sendiráð eða sendiskrifstofu á Spáni. Þar segir að ráðuneytið hafi skoðað mögulegar útfærslur og lagt til stofnun sendiskrifstofu með tvo útsenda starfsmenn úr ráðuneytinu auk staðarráðinna starfsmanna. Ráðuneytið telji æskilegra að sendiherra fari með forstöðu skrifstofunnar enda sé skyldur gistiríkis meiri gagnvart sendiherra en öðru útsendu starfsfólki, „sem liðkar fyrir úrvinnslu þeirra mála sem rata á borð sendiráðs“. Í svörunum segir að um það bil 80 prósent af erindum og verkefnum sem berast borgaraþjónustudeild utanríkisráðuneytisins séu vegna aðstoðarbeiðna á Spáni. Gísli óskaði eftir upplýsingum um fjölda erinda síðustu fimm ár en samkvæmt svörum ráðuneytisins hefur ekki verið haldið utan um fjölda erinda sem hafa borist ellefu kjörræðismönnum Íslands á Spáni, þar sem þeir starfa í sjálfboðavinnu. „Almennt er gert ráð fyrir að kjörræðismaður sinni einstaka erindum á ársgrundvelli en álag á flesta kjörræðismenn Íslands á Spáni er langt umfram það sem eðlilegt getur talist, bæði vegna fjölda erinda og eðlis þeirra. Veiting borgaraþjónustu til stórs hóps Íslendinga á Spáni byggist því að stórum hluta á því að net sjálfboðaliða í landinu sé burðugt til að sinna vaxandi og sífelldu álagi vegna fjölda aðstoðarbeiðna. Ráðuneytið telur að þetta fyrirkomulag borgaraþjónustu á Spáni sé ósjálfbært til bæði lengri og skemmri tíma,“ segir í svörum ráðherra.
Utanríkismál Spánn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslendingar erlendis Sendiráð Íslands Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sjá meira