Hart er sótt að Hamarsdal Stefán Skafti Steinólfsson skrifar 8. júlí 2024 09:30 Góðir lesendur það hefur verið áhugavert að fylgjast með umsagnarferli í samráðsgátt stjórnvalda, er varðar afgreiðslu verkefnastjórnar 5 áfanga rammaáætlunar á fyrirhuguðum virkjanaáformum í Hamarsdal í fyrrum Djúpavogshreppi. Þar leggur verkefnastjórn til að svæðið fari í verndarflokk þar sem það á sannarlega heima. Í umsögnum kristallast það að náttúruvernd á Íslandi er í skötulíki. Sveitarstjórnir í Múlaþingi,Fjarðarbyggð og jafnvel Hafnar í Hornafirði leggjast gegn vernd dalsins þó rök verkefnastjórnar rammaáætlunar séu mjög sterk. Það eru vonbrigði að sjá hve náttúruvernd vigtar lítið innan stjórnsýslunnar . Mörgum finnst skorta á hugsun um náttúruvernd,enda eru náttúruverndarnefndir faldar innan skipulagsnefnda og alltof sjaldan minnst á náttúruvernd eða friðlýsingar. Náttúruvernd hvorki fugl né fiskur í stjórnsýslunni. Þó er einn stærsti vaxtarbroddur austurlands ferðaþjónusta. Það er sannað með könnunum að ferðamenn sækjast eftir að skoða lítt snortna náttúru. Sjálfboðaliðasamtök sem bera hag náttúru landsins mega sín lítils gegn fjársterkum aðilum Svo virðist sem erlend fyrirtæki hafi beinan aðgang að sveitarstjórnum í nafni orkuskifta með fulltingi íslenskra undanfara. Síðan koma hersingar af verkfræði og lögfræðistofum sem keyptar eru til að skrifa þverhandarþykkar skýrslur um ágæti verkefnanna,að bjarga heimamönnum Loftslagsvandinn er orðinn að risastóru beitarhólfi þar sem erfitt er skilja kjarnann frá hisminu. Bæði Arctic Hydro og CIP/Fjarðaorka leggja allt í sölurnar til að krækja í Hamarsdal. Mikil er hugulsemi þessara erlendu fyrirtækja að þeir hika ekki við að eyðileggja fallegan dal í nafni orkuskifta. Orkuskifti fyrir hverja ? Í útvarpsfréttum fyrir skemmstu mátti heyra formann bæjarráðs Fjarðabyggðar lýsa vonbrigðum með afgreiðslu verkefnastjórnar sem er þó vel rökstudd. Eftir stórkostlegt inngrip Kárahnjúkavirkjunar og þau sár sem aldrei gróa,var náttúru austurlands heitið griðum. Hverjar eru efndirnar ? Hversvegna beita sveitarstjórnir og forsvarsmenn Fjarðaorku sér ekki að glatvarmanum í túnfætinum í stað þess að ráðast að fögrum dal í nágrannasveitarfélagi. Vill meirihlutinn í Fjarðarbyggð og Múlaþingi gína yfir Sviðinhornahrauni líka ? Hvenær liggur fyrir að fanga glatvarmann frá álveri Alcoa og fiskimjölsverksmiðjum svæðisins ? Hversvegna kaupa fiskimjölsverksmiðjurnar skerðanlega orku ? Að mörgu er að hyggja og hví skyldi náttúran ekki njóta vafans ? Á austurlandi er raforkuframleiðsla með því mesta sem þekkist,um 135 MW st/íbúa. Ekkert réttlætir það að ryðjast inn á ný svæði til frekari raforkuframleiðslu. Tengingar Kárahnúkavirkjunar við deifikerfið er mun árangursríkara atriði fyrir íbúa svæðisins. Sé skortur á rafmagni er það minni skaði að keyra díselrafstöðvar á álagspunktum heldur en að valda landsspjöllum. Grænþvottur má ekki valda óafturkræfum skemmdum á landi. Hvorki er mikið atvinnuleysi né skortur á öflugu atvinnulífi í fjórðungnum. Frekar snúa vandamálin að því að manna þau fyrirtæki sem eru til staðar. Mikilvægast er að dreifa raforkunni af skynsemi og ljúka þrífösun landsbyggðar strax. Rarik á heiður skilinn við lagningu jarðstrengja og þrífösun landsins en það er fjárskorti að kenna um að lagning jarðstrengja er gloppótt og alltof seinvirk. Pólitisk ákvörðun. Það rímar við fjársvelti innviða í vegagerð og heilbrigðiskerfi. Allir landsmenn ættu að sitja við sama borð með þriggja fasa rafmagn og jöfnun kostnaðar til húshitunar. Fyrr geta engin orkuskifti hafist,svo ekki sé minnst á að tryggja heimilum landsins forgang á rafmagni á lágu verði.Ég skora á kjörna fulltrúa að vera tryggir sinni fósturjörð og gleypa ekki fagurgala stórfyrirtækja í blindni. Óbyggð víðerni njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Fyrirhuguð virkjun myndi raska votlendi,stöðuvötnum og tjörnum samkvæmt 61. grein náttúruverndarlaga. Sviðinhornahraun er einstakt víðerni sem ber að vernda. Ísland býr yfir fágætum víðernum í Evrópu. Að eyðileggja ósnortna náttúru,fossaraðir og gróður ásamt því að reisa 50 metra háar stiflur er umhverfishryðjuverk í fallegum dal. Verkefnisstjórn 5 áfanga rammaáætlunar ber að þakka góð og fagleg vinnubrögð að vísa svæðinu í verndarflokk. Áratuga umsátri um Hamarsdal er tímabært að ljúka með friðlýsingu fyrir virkjanaáformum á komandi misserum. Höfundur er félagi í Náttaust og ættaður úr Hamardal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fjarðabyggð Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Góðir lesendur það hefur verið áhugavert að fylgjast með umsagnarferli í samráðsgátt stjórnvalda, er varðar afgreiðslu verkefnastjórnar 5 áfanga rammaáætlunar á fyrirhuguðum virkjanaáformum í Hamarsdal í fyrrum Djúpavogshreppi. Þar leggur verkefnastjórn til að svæðið fari í verndarflokk þar sem það á sannarlega heima. Í umsögnum kristallast það að náttúruvernd á Íslandi er í skötulíki. Sveitarstjórnir í Múlaþingi,Fjarðarbyggð og jafnvel Hafnar í Hornafirði leggjast gegn vernd dalsins þó rök verkefnastjórnar rammaáætlunar séu mjög sterk. Það eru vonbrigði að sjá hve náttúruvernd vigtar lítið innan stjórnsýslunnar . Mörgum finnst skorta á hugsun um náttúruvernd,enda eru náttúruverndarnefndir faldar innan skipulagsnefnda og alltof sjaldan minnst á náttúruvernd eða friðlýsingar. Náttúruvernd hvorki fugl né fiskur í stjórnsýslunni. Þó er einn stærsti vaxtarbroddur austurlands ferðaþjónusta. Það er sannað með könnunum að ferðamenn sækjast eftir að skoða lítt snortna náttúru. Sjálfboðaliðasamtök sem bera hag náttúru landsins mega sín lítils gegn fjársterkum aðilum Svo virðist sem erlend fyrirtæki hafi beinan aðgang að sveitarstjórnum í nafni orkuskifta með fulltingi íslenskra undanfara. Síðan koma hersingar af verkfræði og lögfræðistofum sem keyptar eru til að skrifa þverhandarþykkar skýrslur um ágæti verkefnanna,að bjarga heimamönnum Loftslagsvandinn er orðinn að risastóru beitarhólfi þar sem erfitt er skilja kjarnann frá hisminu. Bæði Arctic Hydro og CIP/Fjarðaorka leggja allt í sölurnar til að krækja í Hamarsdal. Mikil er hugulsemi þessara erlendu fyrirtækja að þeir hika ekki við að eyðileggja fallegan dal í nafni orkuskifta. Orkuskifti fyrir hverja ? Í útvarpsfréttum fyrir skemmstu mátti heyra formann bæjarráðs Fjarðabyggðar lýsa vonbrigðum með afgreiðslu verkefnastjórnar sem er þó vel rökstudd. Eftir stórkostlegt inngrip Kárahnjúkavirkjunar og þau sár sem aldrei gróa,var náttúru austurlands heitið griðum. Hverjar eru efndirnar ? Hversvegna beita sveitarstjórnir og forsvarsmenn Fjarðaorku sér ekki að glatvarmanum í túnfætinum í stað þess að ráðast að fögrum dal í nágrannasveitarfélagi. Vill meirihlutinn í Fjarðarbyggð og Múlaþingi gína yfir Sviðinhornahrauni líka ? Hvenær liggur fyrir að fanga glatvarmann frá álveri Alcoa og fiskimjölsverksmiðjum svæðisins ? Hversvegna kaupa fiskimjölsverksmiðjurnar skerðanlega orku ? Að mörgu er að hyggja og hví skyldi náttúran ekki njóta vafans ? Á austurlandi er raforkuframleiðsla með því mesta sem þekkist,um 135 MW st/íbúa. Ekkert réttlætir það að ryðjast inn á ný svæði til frekari raforkuframleiðslu. Tengingar Kárahnúkavirkjunar við deifikerfið er mun árangursríkara atriði fyrir íbúa svæðisins. Sé skortur á rafmagni er það minni skaði að keyra díselrafstöðvar á álagspunktum heldur en að valda landsspjöllum. Grænþvottur má ekki valda óafturkræfum skemmdum á landi. Hvorki er mikið atvinnuleysi né skortur á öflugu atvinnulífi í fjórðungnum. Frekar snúa vandamálin að því að manna þau fyrirtæki sem eru til staðar. Mikilvægast er að dreifa raforkunni af skynsemi og ljúka þrífösun landsbyggðar strax. Rarik á heiður skilinn við lagningu jarðstrengja og þrífösun landsins en það er fjárskorti að kenna um að lagning jarðstrengja er gloppótt og alltof seinvirk. Pólitisk ákvörðun. Það rímar við fjársvelti innviða í vegagerð og heilbrigðiskerfi. Allir landsmenn ættu að sitja við sama borð með þriggja fasa rafmagn og jöfnun kostnaðar til húshitunar. Fyrr geta engin orkuskifti hafist,svo ekki sé minnst á að tryggja heimilum landsins forgang á rafmagni á lágu verði.Ég skora á kjörna fulltrúa að vera tryggir sinni fósturjörð og gleypa ekki fagurgala stórfyrirtækja í blindni. Óbyggð víðerni njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Fyrirhuguð virkjun myndi raska votlendi,stöðuvötnum og tjörnum samkvæmt 61. grein náttúruverndarlaga. Sviðinhornahraun er einstakt víðerni sem ber að vernda. Ísland býr yfir fágætum víðernum í Evrópu. Að eyðileggja ósnortna náttúru,fossaraðir og gróður ásamt því að reisa 50 metra háar stiflur er umhverfishryðjuverk í fallegum dal. Verkefnisstjórn 5 áfanga rammaáætlunar ber að þakka góð og fagleg vinnubrögð að vísa svæðinu í verndarflokk. Áratuga umsátri um Hamarsdal er tímabært að ljúka með friðlýsingu fyrir virkjanaáformum á komandi misserum. Höfundur er félagi í Náttaust og ættaður úr Hamardal.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar