Innlent

Mál mannsins á þing­pöllunum komið til sak­sóknara

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þingvörður reynir að fjarlægja karlmanninn af þingpöllunum.
Þingvörður reynir að fjarlægja karlmanninn af þingpöllunum.

Máli íraksks flóttamanns sem var með háreysti á þingpöllum Algingis og steig yfir handrið þeirra í mars á síðasta ári hefur verið vísað til héraðssaksóknara.

Frá þessu er greint á vef Morgunblaðsins. Haft er eftir yfirlögregluþjóni að rannsókn málsins sé lokið og því hafi verið vísað til héraðssaksóknara í maí. 

Ekki sé búið að úthluta málinu hjá embætti saksóknara og því ekki frekari upplýsingar um það að fá að svo stöddu.

Sagði dómsmálaráðherra ekki með hjarta

Atvikið átti sér stað 4. mars síðastliðinn. Maðurinn hóf að vera með læti þegar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var í pontu þingsins, nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu.

Karlmaðurinn heyrðist öskra: „You don't have heart“ sem mætti þýða sem „þú ert hjartalaus“.

Birgir Ármannsson forseti Alþingis ákvað að gera stutt hlé á þingfundi seint á fjórða tímanum vegna láta á þingpöllum.

Karlmaðurinn var fjarlægður af pallinum af þingvörðum ásamt tveimur til viðbótar sem kölluðu einnig til þingmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×