Tilfinningalegur athyglisbrestur og heilbrigt tilfinningalíf Jón Þór Ólafsson skrifar 14. júlí 2024 12:31 Í um 10.000 klukkutíma sem börn - í 10 mánuði á ári í 10 ár er okkur kennt að grípa athyglina okkar og beina henni að hugrænum viðfangsefnum. Einhverjum upplýsingum til að skilja og muna, og geta svo notað. Skiljanlega, því athygli er grundvöllur fyrir nánast öllum lærdómi. Og ef það er athyglisbrestur þá tökum við oft þau skref að breyta efnabúskap heilans. Við tökum inn efni eins og koffín og ADHD lyf til þess að geta leitt hugan að einhverju viðfangsefni og lært. Við höfum lagt ofboðslega mikið á okkur sem samfélag til að bæta upp athyglisbrest, með þjálfun og efnum, þegar kemur að því að beina athyglinni að hugrænum viðfangsefnum og það hefur hjálpað okkur að lifa vel, en ekki endilega að líða vel. Það sem hefur fengið minni athygli, er hins vegar að leiða hugan að því tilfinningalífi sem á endanum ræður því algerlega hvernig okkur líður. Fullorðið fólk er mjög mis langt á veg komið að hjálpa börnunum sem verða eðlilega pirruð eða óþolinmóð eða leið yfir því að vera sífellt sett í kringumstæður sem þeim finnst tilgangslausar við að læra eitthvað sem þeim finnst tilgangslaust. Og fullorðið fólk er líka mjög mis langt á veg komið að hjálpa börnunum að skoða tilfinningar sínar og leysa úr þeim á heilbrigðan hátt án þess að meiða sig og aðra. Eðlilega, því okkur var ekki kennt betur og það þarf leiðsögn og þjálfun til að læra á tilfinningalífið. Við erum því enn þá flest með töluverðan tilfinningalegan athyglisbrest. En það er hægt að bæta upp þann athyglisbrest með þjálfun og efnum, og læra þannig að beina athyglinni að tilfinningalegum viðfangsefnum og leysa úr þeim. Tilfinningar ráða því á endanum hvort okkur líður vel eða illa, og hvort við viljum öðrum vel eða illt. Svo það er mikilvægt að setja í meiri forgang að hjálpa börnum sérstaklega og okkur fullorðna fólkinu líka, að leiða athyglina að því tilfinningalífi sem er til staðar og læra að lifa því farsællega. Sem samfélag býður sálfræðin upp á mikið af gagnreyndum aðferðum sem rannsóknir sýna að raunverulega virka til að hjálpa okkur að hafa heilbrigt tilfinningalíf og hægt er að læra þær hjá sálfræðingum, í hópum og heima hjá sér - og hér er hlekkur á myndskeið með bestu samantektinni sem ég hef fundið og nota sjálfur. - Sem foreldrar getum við t.d. horft með börnunum okkar á nýju Disney myndin „Inside Out 2“ sem kennir svo vel á nokkrar grunntilfinningar eins og kvíða og sorg. - Sem einstaklingar eru leiðirnar svo mögulega jafn margar og við erum mörg, því það er svo mismunandi hvað við þurfum hverju sinni. - Það tekur tíma að læra á tilfinningalífið - en við getum það - og eflaust er fátt í lífinu mikilvægara. Höfundur er sálfræðinemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í um 10.000 klukkutíma sem börn - í 10 mánuði á ári í 10 ár er okkur kennt að grípa athyglina okkar og beina henni að hugrænum viðfangsefnum. Einhverjum upplýsingum til að skilja og muna, og geta svo notað. Skiljanlega, því athygli er grundvöllur fyrir nánast öllum lærdómi. Og ef það er athyglisbrestur þá tökum við oft þau skref að breyta efnabúskap heilans. Við tökum inn efni eins og koffín og ADHD lyf til þess að geta leitt hugan að einhverju viðfangsefni og lært. Við höfum lagt ofboðslega mikið á okkur sem samfélag til að bæta upp athyglisbrest, með þjálfun og efnum, þegar kemur að því að beina athyglinni að hugrænum viðfangsefnum og það hefur hjálpað okkur að lifa vel, en ekki endilega að líða vel. Það sem hefur fengið minni athygli, er hins vegar að leiða hugan að því tilfinningalífi sem á endanum ræður því algerlega hvernig okkur líður. Fullorðið fólk er mjög mis langt á veg komið að hjálpa börnunum sem verða eðlilega pirruð eða óþolinmóð eða leið yfir því að vera sífellt sett í kringumstæður sem þeim finnst tilgangslausar við að læra eitthvað sem þeim finnst tilgangslaust. Og fullorðið fólk er líka mjög mis langt á veg komið að hjálpa börnunum að skoða tilfinningar sínar og leysa úr þeim á heilbrigðan hátt án þess að meiða sig og aðra. Eðlilega, því okkur var ekki kennt betur og það þarf leiðsögn og þjálfun til að læra á tilfinningalífið. Við erum því enn þá flest með töluverðan tilfinningalegan athyglisbrest. En það er hægt að bæta upp þann athyglisbrest með þjálfun og efnum, og læra þannig að beina athyglinni að tilfinningalegum viðfangsefnum og leysa úr þeim. Tilfinningar ráða því á endanum hvort okkur líður vel eða illa, og hvort við viljum öðrum vel eða illt. Svo það er mikilvægt að setja í meiri forgang að hjálpa börnum sérstaklega og okkur fullorðna fólkinu líka, að leiða athyglina að því tilfinningalífi sem er til staðar og læra að lifa því farsællega. Sem samfélag býður sálfræðin upp á mikið af gagnreyndum aðferðum sem rannsóknir sýna að raunverulega virka til að hjálpa okkur að hafa heilbrigt tilfinningalíf og hægt er að læra þær hjá sálfræðingum, í hópum og heima hjá sér - og hér er hlekkur á myndskeið með bestu samantektinni sem ég hef fundið og nota sjálfur. - Sem foreldrar getum við t.d. horft með börnunum okkar á nýju Disney myndin „Inside Out 2“ sem kennir svo vel á nokkrar grunntilfinningar eins og kvíða og sorg. - Sem einstaklingar eru leiðirnar svo mögulega jafn margar og við erum mörg, því það er svo mismunandi hvað við þurfum hverju sinni. - Það tekur tíma að læra á tilfinningalífið - en við getum það - og eflaust er fátt í lífinu mikilvægara. Höfundur er sálfræðinemi
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun