„Mér líður eins og þeir hafi kúkað á leiðið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júlí 2024 12:20 Brynhildur er reið og segist upplifa hatursfullt viðmót starfsfólks í sinn garð. Vísir/Samsett Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkur vann stórfellt skemmdarverk á leiði foreldra Brynhildar Bergþórsdóttur að hennar sögn. Blóðberg sem prýddi leiðið var slitið upp og svört möl sett í staðinn án þess að samráð væri haft við aðstandendur. Brynhildur segir að henni líði eins og starfsmenn kirkjugarðsins í Sóllandi í Reykjavík hafi hreinlega kúkað á leiði foreldra sinna. Foreldrar Brynhildar, þau Bergþór Jóhannsson og Dóra J. Guðjohnsen, voru mosa- og grasafræðingar og höfðu áhuga á íslenskum fjallagróðri. Bergþór sem féll frá árið 2006 var jarðsettur í kirkjugarðinum Sóllandi og farið var til æskuslóða hans á Ströndum að sækja stein þakinn skófum og mosa sem fjölskyldunni þótti sæma Bergþóri. Dóra, móðir Brynhildar, hafði þá komið fyrir blóðbergi við leiðið og annaðist það af alúð þar sem erfitt getur verið að fá blóðberg til að njóta sín í borginni. Eyðimörk blasti við Yngri systur Brynhildar brá þá mikið í brún þegar hún gekk að leiði foreldra sinna og kom að því í því ástandi sem það er í í dag. Brynhildur segist þá hafa farið sjálf að leiðinu og þá blasti „þessi eyðimörk“ við henni. Hún segist hafa orðið fyrir áfalli. „Kirkjugarðarnir ganga fram með þessu offorsi og hafa ekki einu sinni fyrir því að tala við fólk,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Sagt að „eiginlega allar plöntur væru bannaðar“ Brynhildur segist hafa haft samband við stjórnendur kirkjugarðarins og fengið þau svör að um mistök væri að ræða. Tónninn í stjórnendum hafi þó breyst seinna og hún látin vita af því að þetta hefðu ekki verið nein mistök heldur væri alls ótækt að hafa „þessa skelfilegu plöntu þarna.“ Að sögn Brynhildar var henni upplýst um það að „eiginlega allar plöntur væru bannaðar“ af garðyrkjufræðingi sem starfaði í kirkjugarðinum. Brynhildur kynnti sér þá lög um kirkjugarða og þar segi skýrt og skorinort í 19. grein 2. málsgrein að „kirkjugarðsstjórnir skuli stuðla að því að legstaðir séu smekklega prýddir blómjurtum og vel um þá hirt.“ „Hvað er blóðberg ef ekki falleg blómjurt?“ spyr Brynhildur sig. „Mér finnst starfsfólk kirkjugarðanna vera að fara þarna offari, fara beinlínis gegn lögum og brjóta á rétti aðstandenda til að hlúa að leiðum sinna nánustu. Mér finnst þetta forkastanleg vinnubrögð og ég er mjög leið. Mér líður bara eins og einhver starfsmaðurinn hafi kúkað á leiðið,“ segir Brynhildur. Hatursfullt viðmót starfsfólks Hún segist jafnframt hafa fengið sterk viðbrögð frá vinum og fjölskyldu sem lýsa því að hafa lent í þessu sama. Móðir hennar heitin hafi þá sagt henni að það þýddi ekkert að annast leiðið eða gróðurinn þar á þar sem það yrði allt slitið upp fyrr en varir hvort eð er. Brynhildur segist vera að skoða möguleika sína gagnvart kirkjugarðsstjórninni. Hún segist ekki vilja að foreldrar hennar hvíli á stað þar sem hún upplifir hatursfullt viðmót starfsfólks í garð aðstandenda. „Ef að leiðið er til óþurftar, þá á maður að hafa samband við aðstandendur og gefa þeim tækifæri til að bregðast við. Og gera úrbætur ef að þörf er á því,“ segir hún. Ekki náðist í kirkjugarðsstjórnina við vinnslu fréttarinnar. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þeirra þegar og ef þau berast. Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Brynhildur segir að henni líði eins og starfsmenn kirkjugarðsins í Sóllandi í Reykjavík hafi hreinlega kúkað á leiði foreldra sinna. Foreldrar Brynhildar, þau Bergþór Jóhannsson og Dóra J. Guðjohnsen, voru mosa- og grasafræðingar og höfðu áhuga á íslenskum fjallagróðri. Bergþór sem féll frá árið 2006 var jarðsettur í kirkjugarðinum Sóllandi og farið var til æskuslóða hans á Ströndum að sækja stein þakinn skófum og mosa sem fjölskyldunni þótti sæma Bergþóri. Dóra, móðir Brynhildar, hafði þá komið fyrir blóðbergi við leiðið og annaðist það af alúð þar sem erfitt getur verið að fá blóðberg til að njóta sín í borginni. Eyðimörk blasti við Yngri systur Brynhildar brá þá mikið í brún þegar hún gekk að leiði foreldra sinna og kom að því í því ástandi sem það er í í dag. Brynhildur segist þá hafa farið sjálf að leiðinu og þá blasti „þessi eyðimörk“ við henni. Hún segist hafa orðið fyrir áfalli. „Kirkjugarðarnir ganga fram með þessu offorsi og hafa ekki einu sinni fyrir því að tala við fólk,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Sagt að „eiginlega allar plöntur væru bannaðar“ Brynhildur segist hafa haft samband við stjórnendur kirkjugarðarins og fengið þau svör að um mistök væri að ræða. Tónninn í stjórnendum hafi þó breyst seinna og hún látin vita af því að þetta hefðu ekki verið nein mistök heldur væri alls ótækt að hafa „þessa skelfilegu plöntu þarna.“ Að sögn Brynhildar var henni upplýst um það að „eiginlega allar plöntur væru bannaðar“ af garðyrkjufræðingi sem starfaði í kirkjugarðinum. Brynhildur kynnti sér þá lög um kirkjugarða og þar segi skýrt og skorinort í 19. grein 2. málsgrein að „kirkjugarðsstjórnir skuli stuðla að því að legstaðir séu smekklega prýddir blómjurtum og vel um þá hirt.“ „Hvað er blóðberg ef ekki falleg blómjurt?“ spyr Brynhildur sig. „Mér finnst starfsfólk kirkjugarðanna vera að fara þarna offari, fara beinlínis gegn lögum og brjóta á rétti aðstandenda til að hlúa að leiðum sinna nánustu. Mér finnst þetta forkastanleg vinnubrögð og ég er mjög leið. Mér líður bara eins og einhver starfsmaðurinn hafi kúkað á leiðið,“ segir Brynhildur. Hatursfullt viðmót starfsfólks Hún segist jafnframt hafa fengið sterk viðbrögð frá vinum og fjölskyldu sem lýsa því að hafa lent í þessu sama. Móðir hennar heitin hafi þá sagt henni að það þýddi ekkert að annast leiðið eða gróðurinn þar á þar sem það yrði allt slitið upp fyrr en varir hvort eð er. Brynhildur segist vera að skoða möguleika sína gagnvart kirkjugarðsstjórninni. Hún segist ekki vilja að foreldrar hennar hvíli á stað þar sem hún upplifir hatursfullt viðmót starfsfólks í garð aðstandenda. „Ef að leiðið er til óþurftar, þá á maður að hafa samband við aðstandendur og gefa þeim tækifæri til að bregðast við. Og gera úrbætur ef að þörf er á því,“ segir hún. Ekki náðist í kirkjugarðsstjórnina við vinnslu fréttarinnar. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þeirra þegar og ef þau berast.
Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent